Fréttablaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 10
Á fyrsta ársfjórðungi 2016 bættist
billjón dollara við heildarumfang
skulda í Kína. Óttast er að skuldir
Kína séu að verða of miklar.
Business Insider greinir frá því að
skuldir einkaaðila í Kína séu orðn-
ar svo miklar að eina dæmið um
slíkar skuldir hafi fundist á Írlandi
rétt fyrir kreppu árið 2008, sam-
kvæmt greiningaraðilanum Andrew
Garthwaite hjá Credit Suisse. Þegar
skuldirnar voru svona miklar á
Írlandi var stutt í að fasteignabólan
þar í landi spryngi og að atvinnu-
leysi þrefaldaðist.
Garthwaite segir bólu ríkja á hús-
næðismarkaði í Kína. Hann bendir
á að lán deilt með landsframleiðslu
hafi hækkað meira á sjö ára tíma-
bili en í nokkru öðru landi (fyrir
utan Írland fyrir kreppu). Skuldir
deilt með vergri landsframleiðslu í
Kína eru nú 36 prósentum hærri en
meðaltal síðustu 25 ára og nema um
240 prósentum.
Erfitt er að spá um þróun skulda-
vandans í Kína, en engu að síður er
hann verri þar í landi en í nokkru
öðru landi í dag. – sg
Óttast umfang skuldavandans í Kína
Niðurstöður tilraunverkefnis
um styttingu vinnuvikunnar hjá
Reykjavíkurborg benda til þess að
starfsmönnum hafi tekist að sinna
verkefnum sínum til fulls þrátt
fyrir fjórum til fimm klukkutímum
styttri vinnuviku. Enginn auka-
kostnaður fylgdi tilrauninni fyrir
utan bakvakt á föstudagseftirmið-
dögum hjá Barnavernd.
Niðurstöður benda til þess að með
styttri vinnuviku sé andleg og líkam-
leg líðan starfsmanna betri, starfs-
ánægja eykst og tíðni skammtíma-
veikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir,
forseti borgarstjórnar og formaður
stýrihóps um innleiðingu verkefnis-
ins, segir tvímælalaust jákvæð áhrif
af þessari tilraun. Hún segir æskilegt
að halda áfram með verkefnið til að
mæla hvort jákvæð áhrif vari.
Frá 1. mars 2015 til 1. mars
2016 fór fram tilraun með stytt-
ingu vinnuviku í Þjónustumið-
stöð Árbæjar og Grafarholts og hjá
Barnavernd; tveimur vinnustöðum
þar sem álag var talið mikið. Hjá
Barnavernd var vinnuvikan stytt
um fjóra klukkutíma með því að
loka eftir hádegi á föstudögum, þá
tók bakvakt við. Hjá Þjónustumið-
stöðinni var lokað klukkan þrjú í
stað fjögur alla virka daga. „Við átt-
uðum okkur strax á því að það er
mikilvægt að laga þetta að hverjum
vinnustað fyrir sig,“ segir Sóley.
„Verkefnið hefur gengið snurðu-
laust fyrir sig. Það hafa verið mjög fáar
hindranir í veginum. Báðir vinnu-
staðir tóku sínar daglegu venjur til
gagngerrar skoðunar, þeir veltu fyrir
sér tímastjórnun, lengd kaffipása, og
funda. Niðurstöður og samtöl við fólk
sem tók þátt benda til þess að fólk
nýti tímann sem það er í vinnunni
betur til vinnu,“ segir hún.
Sóley segir að þó að þessar vís-
bendingar séu til staðar þá sé ýmis-
legt sem þörf sé á að skoða frekar, til
dæmis hvort fólk sem vinni styttri
vinnuviku sé að taka á sig auknar
byrðar heima. „Niðurstöður til-
raunarinnar verða formlega kynnt-
ar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur
klukkan tvö í dag. Það væri gaman
ef málþingið í dag yrði til að kveikja
í almenna vinnumarkaðnum til að
skoða þetta,“ segir Sóley Tómas-
dóttir. saeunn@frettabladid.is
Jákvæð áhrif af
styttri vinnudegi
Starfsmenn Reykjavíkurborgar náðu að sinna verk-
efnum sínum til fulls á 35 tíma vinnuviku og
veikindi drógust saman í tilraunaverkefni.
Greiningaraðili hjá Credit Suisse telur að bóla ríki á húsnæðismarkaði í Kína.
Fréttablaðið/aFP
240%
nema skuldir deilt með vergri
landsframleiðslu í Kína.
ViðsKipti
Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá barnavernd. Fréttablaðið/DaníEl
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S: 587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
SELFOSS
S:482 3949
2015 POSTER/DURATRAN IMAGE CHOICES
Imagery expires December 31, 2015
UNITED STATES OR INTERNATIONAL
VW IMAGE 5
Styles featured: Nolita
*Vera Wang Salon- Available at
select locatons.
VW IMAGE 5
Styles featured: Inanna
VW IMAGE 5
Styles featured: V367
VW IMAGE 1
Styles featured: Inanna
VW IMAGE 2
Styles featured: V430
V
43
0
ST
Y
LE
S
H
O
W
N
. V
ER
A
W
A
N
G
.C
O
M
VW IMAGE 3
Styles featured: V368
O
LY
A
S
TY
LE
S
H
O
W
N
. V
ER
A
W
A
N
G
.C
O
M
V
36
7
ST
Y
LE
S
H
O
W
N
. V
ER
A
W
A
N
G
.C
O
M
IN
A
N
N
A
S
TY
LE
S
H
O
W
N
. V
ER
A
W
A
N
G
.C
O
M
N
O
LI
TA
S
TY
LE
S
H
O
W
N
. V
ER
A
W
A
N
G
.C
O
M
Úrval af
sólgleraugum
BÍLDSHÖFÐA
AKUREYRI
SELFOSSI
ALLT FYRIR
BOLTANN!
6.990
PUMA
EVOSPEED 5.4
Það væri gaman ef
málþingið í dag yrði
til að kveikja í almenna
vinnumarkaðnum til að
skoða þetta.
Sóley Tómasdóttir
forseti borgar-
stjórnar
35
tíma vinnuvika skilaði sömu
niðurstöðum hjá Þjónustu-
miðstöðinni.
1 2 . m a í 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T a B L a ð I ð
1
2
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
6
8
-2
E
A
8
1
9
6
8
-2
D
6
C
1
9
6
8
-2
C
3
0
1
9
6
8
-2
A
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K