Feykir - 18.12.1996, Qupperneq 3
43/1996 FEYKIR3
Ákvöröunarstaöur
Tómas Guðmundsson lflcir til-
veru okkar manna við undarlegt
ferðlag í ljóði sínu Hótel jörð.
Og til eru ýmsir, semferðalag þetta
þrá,
en þó eru margii; sem ferðalaginu
kvíða ”,
orti hann og má til sanns vegar færa.
Tilfmningar okkar gagnvart framtíð-
inni eru harla margslungnar, og
reynslan hefur leitt í ljós, að menn
eru misjafnlega ratvísir og veður-
glöggir á óræðum vegum hennar. í
samfélagi kristinna manna má þó
með réttu tala um árvissa ferð, sem
skipulögð var á mótunarskeiði kirkj-
unnar og hefst við upphaf aðventu.
Fyrsti áfanginn er til Betlehem. í
flestum tilvikum gildir þá sá ferða-
máti Jónasar skálds Hallgrímssonar,
að sitja kyrr á sama stað,
og samt að vera aðferðast. ”
Þá var Jónas að yrkja um óhjá-
kvæmilegan spamað sinn, enda kjör
hans þröng á Hafnarslóð. En þó við
ferðumst nú í huganum til landsins
helga nær jólum, hefur um alllangt
skeið verið haft á orði að þeirri för
fylgi lítill spamaður. Hérlendis þyk-
ir hún yfirleitt í næsta litlu samræmi
við erfiða ferð, sem farinn var fyrir
nær 2000 árum frá Nazaret til Bet-
lehem, er þau Jósef og María hlýddu
skipun sendiboða keisarans í Róm.
En þau vom skyldurækin og þótt
skipunin væri í þágu erlends valds
og gjörð til tryggingar skatti og
skyldum við handhafa þess, þá
bmgðust þau vel við. Það hefur
löngum verið einkenni fátæks fólks,
að reyna í lengstu lög að halda
sjálfsvirðingu sinni. Og Jósef var af
húsi og kynþætti Davíðs. Ekki er
ólíklegt að það hafi vakið metnað
hans, að honum skyldi ætlað að
halda til ættborgar þess fræga skáld-
konungs, þegar hann, fátækur smið-
ur var minntur á þessi konunglegu
ættartengsl. Ósjaldan höfum við les-
ið í íslenskum bókmenntum um fá-
tæka kotkarla, sem höfðu sinnu á að
rekja ættir sínar til kappa og kon-
unga, þótt sjálfir hefðu þeir lítið til
hnífs og skeiðar. Þannig leituðust
þeir við að sætta sig við bág kjör og
reyndu að eyða kvíðanum fyrir
komandi mótlæti og basli. Á þröng-
um palli sökktu þeir sér niður í ætt-
artölur þar sem ljóma bar af nöfnum
löngu látinna frægðarmanna og
höfðingja. Nærtækt dæmi er snjöll
lýsing Davíðs Stefánssonar á Helga
Guðmundssyni, föður listamannsins
auðnulitla, Sölva Helgasonar. Getur
hann talist samnefnari þeirra fjöl-
mörgu fátæklinga fyrr á tímum, er
þannig brugðust við niðurlæging
sinni.
Að sjálfsögðu vitum við ekkert
um hugrenningar Jósefs frá Nazaret,
er hann ferðaðist um myrkur hirð-
ingjaslóðar áleiðis til Betlehemborg-
ar og teymdi undir verðandi móður,
sem vænti sín þá og þegar. En hann
var hlýðinn skyldu sinni og það
breytti engu, þótt óvíst væri um
húsaskjól eða þá aðhlynningu, sent
heitmey hans var í þörf fyrir. Þau
höfðu lagt af stað í staðfastri trú á
þann Guð, sem Davíð konungur,
forfaðir Jósefs, hafði treyst og orti
því innblásinn af anda hans:
Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal,
óttast ég ekkert illt,
þvíþú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þeim var ekkert að vanbúnaði í
fylgd þess drottins, sem þau höfðu
þjónað af trúmennsku. Og áfanga-
staðurinn í suðri stóð þeim iyrir liug-
skotssjónum í ljóma frá fortíðardög-
um. I fomum ritum var borgarinnar
getið og um hana spáð. Samtíða-
maður Jesaja, spámaðurinn Míka,
hafði mælt fyrir mörgum öldum:
„Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú
sért einna minnst af héraðsborgun-
um í Juda, þá skal þó frá þér koma
sá, er vera skal drottnari í ísrael, og
ættemi hans vera frá umliðinni öld,
frá fortíðardögum.”
Höfðu ekki þessi orð úr gamalli
bók getað snert streng í hjarta verð-
andi móður og vakið hugboð um
æðri tilgang þessa ferðalags? Margt
hafði borið við í lífi hennar á liðnu
ári, sem erfitt var að skýra. Og lífið
sem hafði kviknað innra með henni
og hún fann þroskast og dafna;
fóstrið sem hún hafði beðið fyrir á
hverjum degi og hugsað um með
gleði og þó kvíðablandinni eftir-
væntingu. Guð hafði trúað henni
fyrir því. Hversu margþætt var til-
finning ungrar móður gagnvart nýju
lífi, sem henni var falið að fæða inn
í miskunnarlausan heim. Sterkasti
þáttur hennar var fómfús kærleikur,
viljinn til að vemda þessa kær-
komnu gjöf og vonin um að geta
veitt ófædda baminu aðstæður til
þroska og framfara, þrátt fyrir lítil
efni. Það varð að fá að lifa og því
hefur þessi langa ferð um varhuga-
verðar slóðir valdið henni áhyggj-
um. - Var hún ekki að bregðast
skyldum sínum við Guð? Nei, hún
varð að treysta því, að hann væri
með þeim í þessari för og unnusti
hennar hughreysti hana og veitti
henni styrk. Þreflaus skemmtiferð
gat hún síður en svo talist. Þau vom
að rækja skyldur sínar að boði yfir-
valda og það myndi ekki síst tryggja
velferð þessa bams. Það skyldi ekki
þurfa að blygðast sín fyrir foreldra
sína, heldur treysta þeim og heiðra
þá með ljúfu geði. Maður af húsi og
kynþætti Davíðs þekkti lögmál
Guðs og efaðist aldrei um gildi
góðrar samvisku. Að áliti hans var
það undirstaða eilífrar farsældar og
innri friðar. í þeim friði vildu þau
lifa og deyja.
Þegar þau komu í áfangastað var
stundin mnnin upp. María fann fyr-
ir fyrstu hríðunum þar sem þau
höfðu búið um sig í hálmi í íjárhús-
um, eftir að þeim var úthýst af íbú-
um ættarborgarinnar.
Þama í næturkyrrðinni urðu
þáttaskil í sögu heimsins. Komabam
grét í myrkrinu uns það fann brjóst
móður sinnar. Minningin um þenn-
an atburð hefur lifað og nú reynir
mikill hluti mannkyns að fylgja
þessum foreldmm eftir. Við gemm
okkur inyndir af misjafnlega miklu
raunsæi og við ólíkar aðstæður:
- Foreldramir með barnið, hin
heilaga fjölskylda færð í konungleg-
an skrúða af pelli og puipura, með
glitrandi geislabauga úr eðalmálmi
og dýrum steinum, og fjárhúsið líka
höll. Sterk óskhyggja hefur þannig
sett mót sitt á hugmyndimar. Rót-
gróin virðing manna fyrir verald-
arauði og valdi breytti þeim, gerði
þær ósjaldan hégómlegar og úr öllu
samræmi við veruleikann. Þannig
misskildu menn guð, þegar hann
kom til móts við þá hógvær og þeir
sættu sig ekki við hina raunsönnu
mynd, sem ætluð var þeim til lær-
dóms, til frelsis og friðar. í heiminn
var kominn friðarhöfðingi og frels-
ari, fæddur af fátækri móður, sem
hafði verið úthýst úr borg Davíðs.
Fyrir þessu umkomulitla barni
beygðu vitringarnir úr Austurlönd-
um kné sín og réttu fram glitfagrar
gjafir, táknrænar fyrir fallvelti
heimsins og vanmagn okkai' manna
gagnvart almætti Guðs, sem birtist
hér í fullkominni hógværð.
Þáttur vitringanna í fæðingarsögu
Jesú Krists er til þess fallinn að gera
hana ljósari. Þeir áttu langa leið að
baki, þegar þeir komu til Betlehem.
Knúðir af sterku hugboði og köllun
héldu þeir yfir fjöll og firnindi, til
þess að sjá hvítvoðung í móðurörm-
um og veita honum lotningu. Þannig
urðu fulltrúar mannlegrar speki að
lúta einföldum sannindum trúai'inn-
ar, sem síðan hafa staðið af sér aðför
margslunginna kerfa dáðra speki.
Sennilega hafa vitringamir hætt
virðingu sinni og velgengni, er þeir
lögðu upp í svo óviss för. Enginn
veit hvemig þeim var innanbrjósts.
Hvort þeir kviðu ferðalaginu eða ef-
uðust aldrei. Af fáum orðum helgrar
bókar má ráða, að hin tæra og
óbrotna sýn, er við þeim blasti á
ákvörðunarstað, hafi eytt öllum efa.
Guð gefi nú nær tuttugu öldum síð-
ar að við megum standa við hlið
þeirra á hátíðinni, sem í hönd fer.
Hann gefi okkur hógvært hugarfar,
frið og fögnuð sannrar hátíðar.