Feykir


Feykir - 18.12.1996, Qupperneq 6

Feykir - 18.12.1996, Qupperneq 6
6FEYKIR 46/1996 Þegar Jónas dró úr mér jaxlinn Magnús gefur á garðann hcima á Frostastöðum. Það var fenningarvorið mitt sem í fyrsta skiptið var dregin úr mér tönn. Ég hefði lengi haft illan gmn um það að einn jaxl- inn í mér væri hálfgerður galla- gripur af því hann var öðru vísi á litinn en hinir. Kauði var kol- svartur. Það var því ekki annað en við mátti búast, að allt í einu varð hann heltekinn af tann- pínu. Þetta var í byrjun túna- sláttar og brakandi þunkur dög- um saman. Ég stóð við slátt upp á hvem dag. Það bráði af mér við að berjast um með orfið en mér versnaði alltaf þegar ég fór að brýna. Og það var seigt að slá á hólunum heima þegar grasrótin var svona þurr og þurfti því oft að brýna. Lítið var um læknisdóma við tannpínu svona til sveita og raunar þurfti ekki sveitir til því tannlæknar voru fáséðir dýr- gripir í þá daga. Afi ráðlagði mér að leggja munntóbakstölu við tönnina. Þá gátu tóbaks- menn ennþá fengið skro og rjól, ekta tóbak, og var mikill munur á því og moldarmulningnum sem síðar fékkst, segja þeir sem muna tvenna tóbakstímana. Ég féllst á að reyna þetta læknisráð, en það fór heldur illa með fyrstu tóbakstöluna. Ég hafði ekki iyrr komið henni kyifilega fyrir á „surti” en ég tók að kúgast og selja upp. „Reyndu aífur”, sagði afi. „Þetta er bara tilraun. Það gengur betur næst.” Auðvitað. Þetta var bara tilraun og tilraun- ir þarf oft að endurtaka. Ég fékk mér aðra tölu og dengdi henni á þann svarta þrjót. Og mikið rétt, nú seldi ég ekki meira upp en aftur á móti hafði ég naumast við að spýta út úr mér tóbaks- legi, sem ofan í kaupið brenndi innan á mér allan túlann. Því varð hinsvegar ekki neitað að það sló á verkinn, en þegar ég tók töluna út úr mér um kvöld- ið kom hann aftur, engu betri en áður. Mér sýndist því aðeins ann- að af tvennu til ráða: Gerast munntóbaksmaður ævilangt eða finna Jónas lækni á Sauðár- króki og fá hann til þess að taka tönnina. Og þó að þær lýsingar sem ég hafði fengið af tannd- rætti, hvettu mig ekki til þeiirar ferðar, þá var á hitt að líta, að innan skamms átti ég að mæta heima í Viðvík til ferm- ingarundirbúnings. Og ég vissi hreint ekki hvernig séra Guð- brandi rnínum blessuðum mundi lítast á það ef ég kæmi arkandi inn kirkjugólfið með spýtubakka undir hendinni. Svo ég ákvað að fara í Krókinn morguninn eftir og finna Jónas. Ég fór að sjálfsögðu ríðandi og bar ekki til tíðinda fyrr en ég kom í Krókinn. Ég kom hestin- um fyrir í sýsluhesthúsinu og arkaði beint á spítalann. Þá vom læknar a.m.k. ekki út á landi farnir að hafa sérstaka viðtals- tíma. Fólk taldi það eðlilegt að þeir væm alltaf til taks á nóttu jafnt sem degi og það töldu þeir líka sjálfir, enda víðast aðeins um einn lækni að ræða í heilu hémðunum. Jónas Kristjánsson þjónaði þá meirihluta Skaga- Ijarðarhéraðs og hafði gert um árabil. Jónas var snjall læknir, einkum við skurðlækningar, annálaður dugnaðar- og ferða- gaipur, en þótti eiga það til, að geta verið nokkuð harðhentur og hröslulegur. Ég þekkti hann vel í sjón því þeir pabbi vom góðkunningjar og kom hann alloft heima án þess að vera í embættiserindum. Sjúkrahúsið var gamalt timburhús. Útidyr vom á því að austanverðu, framan við þær timburpallur og upp á hann lágu nokkrar tröppur. Þegar ég hafði nú prílað upp á pallinn, hver kemur þá stormandi út um dymar nema Jónas læknir? Og klæðnaður hans benti ekki beint til þess að hann væri að koma af skurðstofunni, því hann var í reiðfötum, regnfrakka og klof- bússum. „Sæll greyið mitt”, sagði Jónas. „Hvert eit þú að fara?” „Ég ætlaði að hitta þig”, sagði ég. „Og til hvers?” „Ég er að drepast úr tann- pínu. Ætli þú verðir ekki að draga úr mér tönn.” „Uss ég má ekkert vera að þessu. Ég er að fara fram á Hveravelli. Það er búið að leggja á hestana og íylgdarmað- urinn bíður eítir mér. Þú verður bara að éta harðfisk.” „En aðstoðarlæknirinn”, spurði ég því ég vissi að Jónas fór aldrei úr kallfæri án þess að útvega lækni íyrir sig. Þessu ansaði Jónas ekki en sagði mér að koma með sér inn í skurðstofu og bendir mér þar á stól. Hann var ekkert að fara úr bússunum en mig minnir að hann færi úr regnfrakkanum. Þama var fyrir kona sem ég hafði aldrei áður séð, en hún mun hafa verið læknir og átt að leysa Jónas af meðan hann var í Hveravallatúmum. Hefur nokkum tíma áður verið dregin úr þér tönn”, spurði Jónas. „Nei”, svaraði ég sannleik- anum samkvæmt. „Þá er best ég deyfi þig dálít- ið”. Og svo sprautaði hann ein- hverju gumsi í tanngarðinn. Ekki var það fyrr afstaðið en hann skipaði mér að opna ginið og sagði konunni að standa á bak við stólinn og halda um hausinn á mér. Oð síðan upp í mig með einhvem tangarfjanda, sem mér sýndist í meira lagi ískyggileg. „Ég ætla bara að máta töng- ina”, sagði Jónas. Þóttu mér það grunsamleg ummæli því ég sá ekki betur en slíkur „naglbftur”, sem hann hafði í hendinni, gæti „gómað” jaxl í hrossi. En það skipti engum togum. Hann skellti tönginni utan um þann svarta og byrjað að rykkja og toga. Það var eins og rekinn væri í mig hnífur. Tennurnar í mér vom víst óvenju fastar og ekkert gekk. Ég fann að hann sveigði töngina sitt á hvað og rykkti í þess á milli. Ég stillti mig um að orga en tárin Jónas Kristjánsson læknir. streymdu niður smettið á mér eins og lækir í vorleysingum. Jónas fór að bölva. „Hver andskotinn er þetta, nær tann- arskrattinn alla leið niður í háls?” En allt í einu losnaði um surt og það svo snögglega að litlu munaði að Jónas skylli aftur á bak á verkfæraskápinn, sem áreiðanlega hefði ekki staðist slíka árás stundinni lengur, því hann var allur úr gleri. „Mikið var að helvítið lét sig”, sagði Jónas. Frammi á ganginum mætt- um við ráðskonunni. „Áttu harðfisk”, spurði Jónas. ,Já eitthvað”, svaraði hún.” „Komdu þá með einn þyrsk- ling.” Ráðskonan hefur líklega álit- ið að Jónas ætlaði að lofa þorsk- inum að fara með sér í lystitúr- inn á Hveravelli og kom með gríðarstóran, grjótharðan þorsk. En Jónas rétti mér fiskinn og sagði: „Hana, éttu þetta greyið mitt. Þú færð þá ekki tannpínu á meðan.” Og var þar með rok- inn. Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. W Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu ✓ Vátryggingarfélag Islands umboðið Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.