Feykir


Feykir - 18.12.1996, Page 9

Feykir - 18.12.1996, Page 9
43/1996 FEYKIR9 „Það er svo skrýtið að það var eins og það sæti alltaf í manni að fara heim" Segir Kristín Helgadóttir sem bjó í 19 ár ásamt fjölskyldu sinni í Ástralíu Yfirleitt er það af ævintýraþrá, eða löngun til að gjörbreyta sínu lífsmunstri, sem íjölskyldur taka sig upp og flytja yfir hálfan hnöttinn. En þannig var það ekki þegar þau Kristín Helgadóttir og Magnús Jónsson fluttu frá Sauðárkróki til Ástr- alíu með böm sín fjögur á árinu 1968. Ástæðan fyrir þessum löngu búferlaflutningum voru langvarandi veikindi Magnúsar, er læknai' töldu stafa af ofnæmi er tengdist loftslaginu hér og það yrði til bóta fyrir hann að fara í allt annað umhverfi, sem varð. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að bæjarbúum á Sauðár- króki fannst það hreint og beint átakanlegt þeg- ar fjölskyldan af Aðalgötunni á Króknum flutti til Ástralíu, þar sem lífið er víst heldur öðmvísi en undir Nöfunum. Þetta varð sá er þetta ritar greinilega var við þegai' hann flutti til bæjarins sex ámm eftir að Ástralíufaramir huifu á braut. Þá var ennþá verið að tala um hvað það hafi verið ægilegt þegar þau Kidda og Maggi fluttu með bömin til Ástralíu. Þau bjuggu þar í 19 ár, komu aftur heim á árinu 1987. Bæði áttu þau Magnús og Kristín ættir sínar að rekja til Sauðárkróks og nágrennis. Magnús fæddist á Króknum árið 1925 og ólst þar upp meðal fjögurra systkina. Magnús lést 1. ágúst 1993. Kristín fæddist í Laxárdal í Húnavatnssýslu árið 1927, en foreldrar hennar fluttu síðar í Tungu í Gönguskörðum og þar ólst hún upp frá átta ára aldri í stórum bamahópi. Leiðir þeirra Magga og Kiddu Iágu síðan saman og um jólin 1946 opinberuðu þau trúlofun sína í litla húsinu að Að- algötu 17, bemskuheimili Magnúsar, sem þau keyptu síðan við heimkomuna frá Ástralíu 1987 og Kidda býr þar í dag. Kidda segir að þau hafí aldrei haft áhyggjur af morgundeginum, alltént hafi þær ekki haldið fyrir þeim vöku. En það hlýtur samt að hafa verið kvíði í fjöl- skyldunni þegar hún hélt upp í ferðalag til fjarlægrar heimsálfu í febrúar árið 1968. Signður, yngri dóttirin, var þá aðeins fimm ára. Hilmar tólf ára, Unnur á fjórt- ánda ári og Jón Bjöm varð 18 ára daginn sem lagt var af stað í ferðina suður á bóginn. Sjöundi fjölskyldu- meðlimurinn, Helgi sem þá var 20 ára, fór ekki með. Hann hafði þá í nokkurn tíma verið í siglingum á skip- um Eimskipafélagsins og ár var liðið frá því hann hafði Magnús og Unnur á góðri stund. Á ferðalagi skammt frá borginni Albany: Magnús, Kristín og Þórólfur bróðir hcnnar sem kom í heimsókn til Ástralíu. seinast séð fjölskyldu sína. Helgi fór síðan veturinn eftir í stýrimannaskólann og er í dag stýrimaður á Hofsjökli. Sexmenningamir kusu að fara langleiðina til Ástr- alíu með skipi. Ævintýraþráin blundaði svolítið undir niðri og þeir vildu sjá svolítið meira af heiminum áður en fast land yrði undir fótum í nýjuni heimkynnum. Tók ferðin frá Southamton í Englandi til Perth á vest- urströnd Ástralíu ljórar vikur. í þessari borg, sem er sú langstærsta á vesturströndinni með um níu milljón íbúa, bjó íjölskyldan af Króknum öll árin 19. - En hvernig var að koma til Ástralíu, voru við- brigðin ekki mikil? „Eg læt það allt vera. Við komum út í mars, einmitt þegar haustið var nýgengið í garð og regntíminn byij- aður. Það var því ekki mikill hiti á daginn og beinlínis hráslagalegt á nóttunni. Við bjuggum í múrsteins- hlöðnu húsi með timburgólfi, sem súgurinn komst vel undir, svo það var dálítill gegnumtrekkur í því. Eina varmann fá húsin þama frá arineldinum, svo að við söknuðum hitaveitunnar svolítið. Annars var íýrsti vet- urinn sá langkaldasti og frekar harður miðað við þá sem á eftir komu, svo ekki var hægt að kvarta undan tíðarfarinu. Það var alveg himneskt og okkur leið ákaf- lega vel þó að við kunnum betur við okkur héma heima”, segir Kristín. Hvernig gekk ykkur að ná málinu? „Eg vann á matsölustað og var nokkuð fljót að kom- ast inn í málið, enda umgekkst ég strax marga og varð að bjarga mér. Magnús átti hinsvegar erfiðar uppdrátt- ar að þessu leyti, vann á trésmíðaverkstæði og hafði samskipti við fáa. Við vorum líka í kvöldskóla og þar var fólk frá 6-7 þjóðlöndum að læra málið og hver með sinn framburð. Kennarinn var léttur og skemmtilegur karl og sagði alltaf: very good, very good. Ég var stundum að hugsa um hver væri nú með rétta fram- burðinn. Krökkunum gekk öllum mjög vel í skóla og þeir vom fljótir að ná málinu. Þetta var svolítið erfitt í íyrstu fyrir yngstu krakkana. Hilmar var tólf ára og kunni auðvitað ekki stakt orð. Hann þurlti til að byija með að læra með yngstu krökkunum, gott ef hann byijaði ekki í fyrsta eða öðmm bekk. 1 frfmínútunum vom krakk- amir svo að sýna honum hvað þessi og þessi hlutur héti og hann var mjög fljótur að ná þessu. Eins var með Siggu þegar hún var komin af stað, en hún var voða- lega neikvæð í fyrstu. Það var heilmikill grátur íýrstu tvo mánuðina og ég þurfti yfirleitt að fara með henni í skólann. Hún gat ómögulega skilið af hveiju hún þyrfti að fara í skólann: „Ég skil engan og enginn skilur mig,” sagði hún. Eftir tvo mánuði talaði ég við kennarann og þá sagði hann að hún læsi eins vel og hinir krakkamir.” - Nú er hásumar í Ástralíu þegar jólahátíðin gengur í garð. „Já, okkur fannst fyrstu jólin svolítið skrýtin. Okk- ur var boðið í garðveislu til finnskrar konu sem við kynntumst. Það var steikjandi hiti og allt morandi í flugum og okkur fannst síður en svo jólalegt.” - Er jólahaldið hjá þeim líka öðruvísi? „Vegna sumarsins og hitans er fólk lítið inni við á þessum tíma og leggur því minna upp úr mat en við gemm. Annars er annað umstang í kringum jól svipað. Sölumennskan söm við sig, farið að auglýsa ýmsan vaming löngu lýrir jól og jólasveininum, sem þeir kalla Father Christmas, er komið lýrir í stóm vörumörkuðunum. Það er föst regla hjá þeim 100 íslendingum sem búa í Perth að koma saman 1. desember og minnast jólanna sameiginlega. Samkoman fer fram í stómm skemmti- garði. Þar er grillað, jólasveinninn kemur í heimsókn og á eftir er farið í ýmsa leiki. Við reyndum alltaf að halda okkar jól og vorum með íslenskan mat. Létum reykja handa okkur kjöt iýr- ir jólin og skiptumst á jólakveðjum við fólkið heima. Við fengum 40-50 jólakort að heiman og ég held að það hafi ömgglega enginn íslendinganna fengið eins mörg kort og við, enda býsnuðust þeir mikið yfir því.” - Héldu íslendingarnir vel hópinn? ,Já, þeir höfðu með sér ágætan kunningskap og héldu uppi spurnum hver um annan. Um tíma var komið saman einu sinni í mánuði og spiluð félagsvist á heimilunum til skiptis. Það var ákaflega gaman.” - Fenguð þið fréttir að heiman, t.d. blöðin? „Við skrifuðumst mikið á við fólkið heima og það var ákaflega duglegt að skrifa okkur. Það voru aðal- tengslin okkar við það og svo fengum við líka Feyki sendan.” - Plagaði heimþráin ykkur mikið? „Ekki beint. Við skmppum hingað tvisvar-þrisvar á tímabilinu í heimsókn. Én það er nú svo skrýtið með það, að fyrst maður var orðinn svona fullorðinn þegar við fómm út, að þá var eins og það sæti alltaf í manni að koma heim”, segir Kristín. „Sigga litla sem var bara fimm ára þegar við fómm, var nú ennþá ákveðnari með að snúa aftur. „Ég vil ekki tína íslenskunni. Þið verðið að tala við mig íslensku því ég ætla heim aftur”, sagði hún og stóð við það. Kom hingað þegar hún var orðin 18 ára gömul og dvaldi þá í átta mánuði, var að vinna í frystihúsi í Reykjavík ásamt ástralskri vinkonu sinni. Síðan kom hún heim ári á undan okkur, 1986, þrátt lýr- ir að vera í mjög góðri og ömggri vinnu úti. Bömin fjögur sem fóm með 1968 búa reyndar öll í Ástralíu í dag, þó hafa þrjú þeirra komið heim til Islands í vinnu um lengri eða skemmri tíma og fallið vel, Jón Bjöm og Unnur við kennslu og þeirra makar vom einnig hér við störf. Sigríður flutti út aftur effir að hafa búið hér í tvö ár, frá 1986-’88. Hilmar, sem var 20 ár í herþjónustu, er orðinn flugvélavirki, hætti í ástralska hemum fyrir þremur ámm“, sagði Kristín að endingu þessa spjalls um dvölina í Ástralíu.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.