Feykir - 18.12.1996, Qupperneq 12
12 FEYKIR 43/1996
Bara prestur á sunnudögum
Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur á Skaga-
strönd lést nú í sumarbyrjun, þá áttatíu og
fimm ára. Hann var þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi; einstaklega vinsæll á meðal sókn-
arbarna sinna og annarra er lil hans þekktu
og kunnur af hnyttnum tilsvörum og spaugi-
legum athugasemdum.
Fyrir nokkrum árum tók séra Pétur Þ.
Ingjaldsson þátt í spumingakeppni á vegum
Ungmennasambands Austur-Húnvetninga.
Var þar meðal annars lesinn upp kafli úr
Biblíunni og áttu þátttakendur að þekkja
hvaðan hann væri tekinn. Séra Pétur var
skjótur til svars og nefndi bókina Ástir sam-
lyndra hjóna og var þá kveðið:
í guðsorðalestri á gati hann stár,
þetta gáfnaljós kirkjunnar þjóna.
Aftur á móti er hann afburða klár
í Ástum samlyndra hjóna.
Séra Pétur var eitt sinn viðstaddur þar
sem menn voru að ræða um slagsmál er
höfðu brotist út á dansleik og voru einhveij-
ir Skagstrendingar orðaðir við þau ásamt
piltum úr öðm byggðarlagi. Séra Pétur braut
sér leið inn í umræðuna með því að spyrja:
„Og hvemig stóðu mennimir sig”.
Séra Pétur gerðist aldrei heilagur maður
og vílaði ekki fyrir sér að taka til hendinni
við hin óþrifalegustu störf ef svo bar undir.
Og var hann þá ekkert að hugsa um virð-
ingu prestsemdættisins eða hvað sóknar-
börnunum kynni að þykja viðeigandi af
presti sínum.
Eitt sinn var séra Pétur að taka upp mó
með bræðmnum Bimi og Sveinbimi Albert
(sem alltaf var kallaður Atli) Magnússon-
um. Kom þar að maður úr sókninni og hafði
orð á því við grútskítugan prestinn að það
væri erfitt fyrir sig að sjá hann svona til fara.
Séra Pétur svaraði að bragði:
„Já, en ég er enginn andskotans prestur
nema á sunnudögum.”
Bókaútgáfan Hólar sendir nú frá sér
aðra bók er hefur að geyma gaman-
sögur af prestum. „ Þeim varð á.....
Menntamálaráðherra og ókvæðisorð
Á heimasíðu Bjöms Bjama-
sonar menntamálaráðherra á
Alnetinu og í fjölmiðlum, hef-
ur komið fram að einn nem-
andi í Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra hafi kallað að
honum ókvæðisorð á fundi í
skólanum. Þar sem undirrit-
aður á þar hlut að máli þykir
rétt að gefa stutta skýringu:
Ég ber að sjálfsögðu alla
ábyrgð á orðum mínum á
fundinum en hvorki skólinn
né aðrir nemendur skólans.
Þegar ljóst var að ekki
fengjust nauðsynleg svör um
fallskattinn svokallaða, gekk
ég út af fundinum og kallaði
um leið: „Pereat, Bjöm
Bjamason”, sem vísar í þekkt
minni í Islandssögunni þegar
nemendur hrópuðu Svein-
bjöm Egilsson rektor Lærða-
skólans af. Pereat útleggst
nánast, setjum hann af. Eftirá
að hyggja vom jretta óþarflega
hvatskeytleg ummæli og orð-
um mínum hefði mátt stilla
betur í hóf. Sjálfsagt er að
biðjast afsökunar á þeim. Mig
furðar hinsvegar á því að slíkt
sagnaminni sé kallað ókvæð-
isorð og gert að fjölmiðlamat,
enn ven'a finnst mér að reynt
sé að gera Fjölbrautaskóla
Norðurlands vesrta tortryggi-
legan vegna þessa máls.
Freyr Rögnvaldsson,
Flugumýrarhvammi.
FULLT AF NYJUM
TÖLVULEIKJUM
Sony leikjatalva
stgr. kr. 22.900 pi
Urval af leikjum -yrrw
Viðgerðir á
rafeindatækjum.
©M
TÖLVUBÚNÁBUIR
Sjúkrahús Skagfirdinga
Heimsóknartímar á sjúkrahúsi og
dvalarheimili yfir hátíðarnar
Sjúkrahús:
Aðfangadagur kl. 18-22, Jóladagurkl. 15-17 og 19-21
Gamlársdagur 18-22 Nýársdagur 15-17 og 19-21
Heimsóknartímar á Dvalarheimili alla daga frá kl. 13-21.
Aðrir tímar eftir samkomulagi.
Skagfirskar æviskrár
Út er komið annað bindi í ritröð frá tímabilinu 1910 -
1950, alls 112 æviskrárþættir . „Þetta er besta bók á
íslandi í dag“, sagði einn ánægður lesandi.
Sögufélag Skagfírðinga
Safnahúsinu Sauðárkróki
sími 453 6640
Sögufélag Skagfírðinga
óskar félagsmönnum sínum
og öðrum velunnurum
Gleðilegra jóla
og farsœls komandi árs
V erslunarmannafélag
Skagfirðinga
sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um
Gleðileg jól
og farsœlt komandi ár