Feykir


Feykir - 18.12.1996, Síða 15

Feykir - 18.12.1996, Síða 15
43/1996 FEYKIR 15 Sextán ára togarajaxl. var tilbreyting í mat raunverulega sú eina sem menn hafa á sjónum um jólin. Hlé var gert á veiðum síðdegis á aðfangadag og skipveijar settust að veisluborði skömmu eftir að búið var að hringja hátíðina inn á að- fangadagskvöld, þá búnir að þvo af sér mestu seltuna og komnir í betri fötin. Að þessu sinni var það kalkúnn sem var aðalhátíðarmáltíðin. „Sagði ég ekki að yrði kalkúnn í matinn“, sagði Hreinn bátsmaður, og hann og aðrir skipverjar tóku hraustlega til matarins. En iyrir mér var þetta ekki óska jólamáltíðin og raunar voru það mikil við- brigði á þessum jólum, hvað maturinn var allt annar en ég hafði vanist heima í sveit- inni. Það var ekki hangikjötið og lamba- steikin eins og ég var vanur, heldur kalkúnn á aðfangadagskvöld og svínahamborgara- hryggur á jóladag. Hvorugt þetta hafði ég bragðað áður og kunni því ekki að meta það. Eg borðaði því mun minna á þessum jólum en áður. Minna en ég hafði þörf fyrir, því til sjós þuifa menn að borða og það mikið. En sem betur fer gekk veiðin vel og það liðu því ekki margir dagar fram yfír jólahá- tíðina áður en hugað var til heimferðar. Við sigldum inn á Akureyrarpoll í stilluveðri að morgni 29. desember, að mig minnir. Eg var frelsinu feginn þegar við bræður gengum með pjönkur okkar inn í bæinn á BSA-stöðina. Ferðinni var heitið heim í sveitina með Norðurleiðarrútunni. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið stoltur yfir sjóferð- inni. Einhvem veginn fannst mér ég vera hálfgerður bjálfi ennþá að hafa ekki tekið að fullu þátt í störfum sjómannanna. En það var nú fljótt að gleymast þegar hugsað var til þess að áramótagleðin væri þó ekki fyrir bí, hún væri eftir. Þórhallur Asmundsson. Leikskólinn Furukot: Ljósin eyðilögð á jólatrénu Jólatréð við lcikskólann í Furukoti á Sauðárkróki hefur orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum að und- anförnu, sem hvorutveggja hafa stolið perunum af tré- nu eða brotið þær. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál, sérstaklega þegar perurnar eru brotnar og þá er mikil hætta á að bömin skeri sig á brotunum, t.d. þegar þau eru að renna sér í snjónum. Við emm að vona að þeir sem þetta gera láti sér segjast, en annars óskum við starfsfólkið og bömin öllum bæjarbúum gleðilegrar jólahátíðar”, seg- ir Linda Hlín Sigbjömsdótt- ir leikskólakennari í Fum- koti. Þrettánda- gleði Heimis Hin árlega þrettándagleði Kailakórsins Heimis verður í Mið- gai'ði laugai'daginn 4. janúai' nk. kl. 21. Þar verður kórinn með skemmtilega og fjölbreytta dag- skrá með mörgum nýjum lögum, m.a. verður fmmflutt lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem hann ánafnaði kómum í tilefni 70 ára afmælis kórsins, sem verður á næsta ári. Einsöngvarar með kómum nú em þeir Einar Halldórsson, Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sig- fús Pétursson. Söngkvartettinn Alftagerðisbræður tekur lagið og stjómar Stefán Gíslason, öllu sam- an, eins og segir í tilkynningu ffá kómum. Undirleikarar með kór og kvar- tett verða þeirThomas Higgerson, Stefán R. Gíslason og Jón St. Gíslason. Alþingismennimir Hjálm- ar Jónsson og Jón Kristjánsson fara með létt gamanmál í bundnu og óbundnu máli. Hjálmar verður kynnir kvöldsins og að loknum skemmtiatriðum mun hljómsveit Geinnundar leika fyrir dansi. Á næstunni munu stúlkurnar í þriðja flokki Tindastóls í knatt- spyrnu ganga í hús og selja bókina Ráð við þögninni, fundargerðarbók Ræðuklúbbs Sauðárkróks, sem stofnaður var í lok síðustu aldar. Stúlkumar em að safna sér farareyris til æfinga- ferðar sem þær hyggjast fara á næsta vori. Aðventukvöld var baldið í Hvammstangakirkju á hátíð heilagrar Lúsíu 13. des. Húsfyllir varð í kirkjunni þar sem gestir hlýddu á söng barna- og kirkjukórsins, hljóðfæraslátt og hugvekju Kristínar Árnadóttur skólastjóra Vesturhópsskóla. Kvöldinu lauk með Lúsíu- göngu væntanlegra fermingarbarna og samsöng gesta. Mynd/ST. Kæru ættingjar, vinir, samstarfsfólk og vistmenn á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Þóttfirði Skaga-frá ég aki fegri aldrei lít ég sveit. Allar góðar vcettir vaki vinir yfir þesswn reit. Guð gefi ykkur öllum gleðilega jólahátíð og farsæld um alla framtíð. Verónika og Olafur R. Ingimarsson. Bláklæddu konurnar Soffía Jónsdóttir frá Nýpukoti í Víðidal flutti ásamt föður sínum Jóni Sveinssyni árið 1933 að Staðarhóli í Siglufirði. Með þeini flutti Málfríður Steingrímsdóttir. Árið 1941 flutti Soffía á Siglu- nes og bjó þar ásamt manni sínum Jóni Þórðarsyni vitaverði til ársins 1959 að þau fluttu í kaupstaðinn. Soffía segir svo frá: Ég var nýkomin heim að Staðarhóli eftir að hafa flutt mjólkina í bæinn. Fór ég þá inn að borða hádegis- mat og settist við austur- gluggann sem snýr upp að fjallinu. Veður var mjög gott, þurrkur og sunnan gola. Við flýttum okkur að borða en þegar ég var að enda við það varð mér litið út um gluggann og sá tvær konur koma eftir götunni sem liggur yfir Rekstrar- holtið. Þær voru báðar blá- klæddar og héldu á ein- hverju. Ég sagði þá að þarna væru að koma tvær konur, sennilega frá Siglu- nesi. Pabbi leit þá út um gluggann og sá þær líka. Hann sagði við mig: „Ef þær koma ekki heim, þá skaltu fara og bjóða þeim kaffi.“ Konan sem var hjá okkur, Fríða, sagði þá að það væri verst ef þær væru svangar, en hún fór síðan að hita kaffið. Við sáum að þær voru komnar yfir laut- ina sunnan við holtið. Þar voru hestar og gengu þær að rauðum hesti sem við áttum sem var vanur að vera styggur. En að þessu sinni stóð hann kyrr. „Flýttu þér nú uppeftir og náðu í þær,“ sagði pabbi. Ég fór strax af stað og flýtti mér yfir hólinn til þess að komast í veg fyrir þær. En þegar ég kom þangað sá ég þær hvergi. Ég snéri þá heim aftur og mætti pabba sem spurði hvort konurnar hefðu ekki viljað korna heim og þiggja hressingu. „Ég sá þær hvergi,“ sagði ég og varð hann þá mjög undrandi. í því kom Fríða og sagðist vera búin að laga kaffið. Hún varð einnig mjög hissa á því að konurnar skyldu vera horfnar svo skyndilega eins og þær hefðu gufað upp. Enga skýringu gátum við fundið aðra en þá að þarna hafi verið huldukon- ur á ferð. Sögn Soffíu Jónsdóttur (f. 1916), Þ. Ragnar Jónas- son skráði, 1986. Siglfir- skar þjóðsögur og sagnir. Þ. Ragnar Jónasson fyrrv. bœjargjaldkeri á Siglufirði tók saman. Vaka-Helgafell gefur bókina út. í bókinni er á annað hundrað þjóð- sögur og sagnir frá Úlfs- dölum, Siglufirði, Siglu- nesi, úr Héðinsfirði og Hvanndölum, en saman mynda þessar byggðir hina fornu Siglufjarðarbyggð.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.