Feykir - 18.12.1996, Page 18
18 FEYKIR 43/1996
Leitin
Björn Jónsson, Bjössi bomm, var langt kominn með að skrifa söguna um Grafar-Jón og Skúla land-
fógeta, þegar hann lést snemma á síðasta ári. Guðmundur Hansen sagnfræðingur lauk verkinu og bjó
það til prentunar, en Jóhannes Geir bróðir Bjössa myndskreytti. Skjaldborg gefur bókina út. Þessi
teikning Jóhannesar Geirs í bókinni er úr stofu Skúla landfógeta.
Skúli sýslumaður Magnússon býr nú á Stóru-
Ökrum í Blönduhlíð. Honum hefur verið legið á hálsi
fyrir það árum saman að taka ekki Jón Bjamason fast-
an fyrir gripdeildir hans og margvíslega þjófnaði bæði
stóra og smáa sem til hans hafa verið kærðir. Fyrir
sama og hlífð við óknyttamenn verður hann og að
þola rógburð af óvinum sínum hjá æðri yfirvöldum.
Kom svo að Skúli varð að láta til skarar skríða og
heimti Jón á sinn fund því eigi var auðvelt að fínna
hann heima. Dróst þó alllengi að hann kæmi og fyndi
yfirvald sitt. Lét þá sýslumaður njósna um hvenær
Jóns myndi helst heima von og reið sjálfur til með
nokkra menn nær svo átti að vera. Kom hann þá til
Grafar en eigi fann hann Jón þótt hann hefði þann
dag heima sést, rétt áður en þeir komu. Menn Skúla
rannsökuðu bæinn sem vandlegast því fyrir hvem
mun vildi Skúli að Jón fyndist og ætlaði að eigi
mundi gefast færi betra.
Eftir mikla leit varð sýslumaður frá að hverfa. Ríð-
ur hann þá snertispöl fram Langholtið en snýr við eft-
ir eina bæjarleið eða svo og kemur að Gröf öðm sinni
ef vera kynni að þá kæmi hann Jóni að óvörum. En
það bar ekki árangur og töldu sumir að Jón hefði villt
um fyrir þeim með sjónhverfmgum en Skúli reið
heim til Akra við svo búið og boðar Jón nú harðlega
á sinn fund. Jafnframt heldur hann úti leitarmönnum
og Qölgar í liðinu.
Að nokkmm dögum liðnum koma leitarmenn
þessir til baka og segja sýslumanni að það sé gagns-
laust að halda áfram leit að þessum manni, hann sé
svo útsmoginn að ómögulegt sé að finna hann. Þess
utan vilji allir hjálpa honum.
Þá segir Skúli: „Það er ekki hægt að segja að það
sé gagnslaust. Við verðum að byija aftur.“
„Ég er hræddur um að það sé þýðingarlaust, herra
sýslumaður,“ segir einn leitarmanna.
„Ekkert með svoleiðis tal. Við gerðum of mörg
glappaskot í þessari leit og þess vegna glopmðum við
öllu niður. Hefjið leitina aftur og gerið það strax með-
an þeir em óvarir. Komið að Langholtinu frá báðum
endum.“
Jón á nú í vök að veijast. Það bjargar honum að á
undan mönnum Skúla ganga reykjarmerki úr stromp-
um og breitt er á þil og þök með hvítu til að vara hann
við.
Skúli situr í stofu sinni á Stóm-Ökmm og ræðir við
ráðsmann sinn, Höskuld sterka á Höskuldsstöðum, ný-
býli sem Skúli hafði fengið honum. Ráðsmaður segin
„Sýslumaður kær! Það ganga heldur en ekki hrak-
fallasögur af þjófaleit manna þinna eftir Jóni Bjama-
syni frá Gröf. Þeir hafa leitað um Langholtið þvert og
endilangt, Sæmundarhlíð og Víkurtorfuna. En allt
kemur fyrir ekki! Samt fylgir það sögunni að þeir hafi
farið framhjá honum í hvert skipti. Hann hafi verið
rétt við nefið á þeim. Einu sinni jafnvel undir pilsum
frúarinnar í Brautarholti sem hélt uppi fjömgu spjalli
við þá. Og í annað sinn húkti hann í gömlu leyni-
göngunum undir Reynistaðakirkju, rétt við árbakk-
ann. Og í Glaumbæ lá hann í tómri líkkistu úti í
skemmu. Heima í Gröf lá hann í belghempu sinni
uppi á bæjarþaki og leit út sem úttroðinn selskinns-
belgur.“
,Já, það er rétt hjá þér, Höskuldur! Það fara ekki
sæmdarsögur af þessari leit, enda stíga þeir ekki í vit-
ið, þeir Gvendur og Láki, að minnsta kosti ekki til
jafns við kraftana.“
„Rétt mun vera. Hann á að hafa verið í fatakistu á
Skörðugili og undir sæng hjá karlægri kerlingu á
Páfastöðum.“
„Já,“ segir Skúli. „Það er ekki ofsögum sagt af
hrakföllum minna manna eða lymsku Jóns. En hann
á alla sína afkomu undir kænskunni komið, frekar en
sól og regni sem aðrir bændur. Eins og þú veist,
Höskuldur, stendur hann í að ala upp öll þessi töku-
böm og er ekki sérlega góður búmaður þó hann hafi
nú fengið sæmilega jörð loksins í Gröf. En hann er al-
deilis útsmoginn bragðarefur, sá karl. Það fer ekki á
milli mála. Margt líkt með þeim Fjalla-Eyvindi hvað
það snertir.“
?rJá, og kvisast hefur að þeir hafi átt í makki sam-
an,“ segir Höskuldur.
„Ekki er það nú samt líklegt að vera nema sögu-
sögn til hnjóðs og óvirðingar yfirvöldum um land allt.
Enda liggur nú við að embættið sé að verða að at-
hlægi um allt héraðið út af þessari leit. Meðan þeir
finna ekkert hjá honum og ná honum ekki fyrir rétt
get ég ekki sakfært hann um neitt þó að líkur séu
strangar að hann hafi verið við þetta riðinn.“
, Ja, þú fangar hann nú ekki svo auðveldlega, sýslu-
maður. Hann er vel liðinn af öllum, hann Jón karlinn,
einkum jDeim fátæku, að þeir halda hlífiskildi yfir hon-
um eins lengi og þeir geta. Það máttu vera viss um.
Hann kemur varla svo úr sunnanferðum sínum að
hann færi þeim ekki skreið, hvort sem hún er vel feng-
in eða ekki. Hún fer allt eins vel í svöngum maga. Og
svo flytur hann vörur fyrir þá sem ekki geta komist
suður, vaðmál fyrir þá sem eiga vefstól, pijónadót,
skófatnað og skinnstakka fyrir þá sem geta unnið það
af hendi. Og ekki er nú allt aumingjar sem hann skipt-
ir við. Hann kemur öllum í góðar þarfir, hefur ekki
komið sér út úr húsi hjá höfðingjum og fær vel goldið
fýrir að gera þeim greiða.“
Sauðárkróksbúar
Bæjarskrifstofan og skrifstofa Rafveitu Sauðárkróks verða
lokaðar föstudaginn 27. desember 1996.
Afgreiðslan verður opinn mánudaginn 30. desember kl. 9-16.
Bæjarstjóri.
Auglýsing um starfsleyfisskilyrði fyrir
bensínstöðvar á Norðurlandi vestra
í samræmi við ákvæði mengunarvarnarreglugerðar nr. 48/1994 um starfsleyfi fyrir
atvinnurekstur sem getur valdið mengun, liggja starfsleyfistillögur fyrir bensínstöðvar
Skeljungs að Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki og Sleitustöðum Hólaheppi, frammi til
kynningar á bæjarskrifstofu Sauðárkróks og skrifstofu oddvita Hólahrepps.
Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skal senda til Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra að Skagfirðingabraut 21.550 Sauðárkróki fyrir 20. janúar 1997.
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða
nálægrar starfssemi.
2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar.
Sauðárkróki, 6. desember 1996
Sigurjón Þórðarson hcilbrigðisfulltrúi.