Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 8

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 8
11. mars 1998,10. tölublað, 18. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun í áratug! Landsbanki * íslands I forystu til framtíðar .Utibúlð á Sauðárkróki - S: 453 5353 Barðshyrna í Fljótum, þar sem fyrsta skíðamót á íslandi var haldið 1905. Fimmtíu kilómetra skiðaganga í Fljótum Frumherjanna minnst í lengstu göngukeppninni til þessa færi lofa muni fimmtíu kíló- metra brautin liggja milli enda- bæja í Austur-Fljótum, Hrauna og Þrasastaða í Stíflu og í lok- in mun brautin sveigja með- fram Barðshymu og endamark verða við Barðslaug, en veit- ingar að lokinni göngunni verði í Sólgarðaskóla. Það mun einmitt hafa verið á þessum slóðum sem brautin liggur um, sem þeir Einar Baldvin á Hrun- um og Jónmundur á Barði iðk- uðu sína íþrótt á sínum tíma. Einu sinni áður hefur verið efnt til 50 kílómetra göngu í Fljótum og var þá um óform- legt innanfélagsmót að ræða. Það var árið 1975 en þá stóð skíðaíþróttin í blóma í Fijótum. Sigurvegari í þeirri göngu varð Reynir Sveinsson núverandi bóndi í Mýrarkoti í Hofshreppi. Fljótamenn hafa á síðustu miss- erum verið að byggja upp skíðaíþróttina að nýju og munu væntanlega mæta með sterka sveit á næsta Skíðalandsmót sem verður í byijun næsta mán- aðar á Akureyri. Það verður mikið að gerast í Fljótunum annan laugar- dag, 21. mars, en þá ætlar Skíðafélag Fljótamanna að gangast fyrir almennings- skíðagöngu. Boðið verður upp á 5 og 10 km vegalengd- ir og þeir sem treysta sér til geta gengið um 50 kílómetra en sú vegalengd verður í boði fyrir hörðustu keppnis- mennina og hefur ekki áður FLISAR E FN I T I L FLÍSA | Aðalsteinn J. Maríusson Víðihlíð 35. s: 453 5591 Fars: 853 0391 Opiðkl. 17-19 eða .0 eftir samkomulagi Umboð fyrir t. Traustar Flísar ":‘t Múrvið- k / gerðarefni - flotgólf o.fl. farið fram göngukeppni á svo langri vegalengd hér á landi. Meðal annarra hafa boðað þátttöku sína í þessa fyrstu opinberu Fljótagöngu tveir sænskir göngugarpar sem státa af mjög góðum ár- angri í Vasagöngunni og fleiri stórkeppnum af því taginu. Skíðaíþróttin á sér ríka hefð í Fljótum, enda snjóþung sveit og skíðin því helsta farartæki Fljótamanna um langt skeið. Brautryðjendur skíðaíþróttar- innar í Fljótum voru Einar Baldvin Guðmundsson bóndi á Hraunum og séra Jónmundur Halldórsson prestur á Barði. Sagt er að eitt sinn er stórt og mikið eikartré rak á Hrauns- mölina hafi Einar Baldvin látið smíða úr henni 300 pör af skíð- um sem hann gaf Fljótamönn- um. Séra Jónmundur á Barði efndi til fyrstu skíðakeppninnar í Fljótum, sem talin er sú íyrsta á Islandi, í Barðhymu árið 1905. Áætlað er að ef veður og „Opnir dagar“ í Fjölbrautaskólanum í dag, miðvikudag, hefjast í Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki svokallaður „Opnir dagar”. Þetta eru starfs- og tómstundadagar sem haldnir eru í skólanum árlega og enda jafnan með árshátíð skólans, sem að þessu sinni verður í Miðgarði á föstu- dagskvöldið. Þóra Þórhalls- dóttir formaður nemendafé- lagsins segir að mikið verði að gerast á Opnu dögunum að þessu sinni og margt for- vitnilegt í boði fyrir nemendur. Þóra Björk segir að sem fyrr séu „Opnu dagamir” hápunkt- urinn í skóla- og félagsstarfinu. I kvöld verða miklir tónleikar í skólanum, þar sem þekktir skemmtikraftar koma fram. Þá verður boðið upp á fyrirlestra. Meðal gesta þar em Jörmundur Ingi alsherjargoði og fulltrúar frá Samtökunum ‘78, homma og lesbía. í dag verður m.a. farið í söguferð um Skagafjörð. Nem- endum gefst kostur á því að kynna sér starfsemi Björgunar- sveitarinnar Skagfírðings og prófa klifurvegginn í Sveins- búð. Þá verður kennsla í dansi, brids og karate. Á morgun mun Guðbjörg Þórarinsdóttir frá Ak- ureyri standa fyrir kynningu á leikrænni tjáningu. Nemendur munu vinna í sameiningu að stóm málverki, tvö blöð verða geftn út meðan á „Opnu dögun- um” stendur, kaffihúsið verður opið frá kl. 16-19, Rás Fás verð- ur með vandaða dagskrá, varð- eldur verður tendraður á Borg- arsandi að kvöldi fimmtudags og sitthvað fleira verður um að vera á þessum annasömu dög- um í Fjölbrautaskólanum. Fór í 30 stigin á Krók Miklar frosthörkur ríktu á aftur til frostavetursins mikla Norðvesturlandi í síðustu viku sem og víða á Norðurlandi og einnig var talsvert frost fyrir austan og vestan. Bergsstaðir, Blönduós og Nautabú hafa verið meðal þeirra staða sem gefið hafa upp hvað hæstu frosttölur, þó þær hafi verið nokkuð frá þeim hæstu sem komu frá stöð- um langt inn í landi; Mývatns- sveit þar sem frostið fór í 35 stig, Grímsstöðum á Fjöllum og Stað- arhóli. Það hefur sem sagt verið kaldast á Þingeyingum. Þá fór frostið á Sauðárkróksflugvelli í 30 stig þegar mest var, að kvöldi fimmtudags og morgni fóstudags. Trausti Jónsson á Veðurstofu Islands sagði að ekki væri hægt að staðfesta þessa tölu frá flug- vellinum á Sauðárkróki þar sem þar væri ekki um stöðluð tæki að ræða, en víst er að ffosttölur í lík- ingu við þessa hafa ekki mælst hvorki á Bergsstöðum né á Sauðárkróki þegar veðurathug- unin var þar. Mál manna er að langt sé síð- an svo miklar frosthörkur hafi verið hér og hafa Veðurstofu- menn í umfjöllun sinni leitað allt 1918, en þá mældist mesta frost sem gert hefur hér á landi um 38 gráður á Grímsstöðum. Það eru aðeins tvær mælingar frá þeim tíma sem eru í líkingu við 35 gráðumar sem mældust í Mý- vatnssveitinni nú fyrir helgina, önnur frá lok sjöunda áratugsins og hin frá seinni hluta þess ní- unda. Vegfarendur um Siglufjarðar- veg um og fyrir helgina höfðu orð á því að sjóinn væri við það að leggja meðfram ströndinni út frá Kolkuósi, út undir Hofsós og inn að Lundey. Á allri þessari leið væri þónokkuð breitt belti orðið krapað út í sjóinn, en þess má geta að mikið ferskvatn fell- ur í sjó á þessu svæði. Gæðaframköllun BÓKABÚÐ BRYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.