Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 1

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MED RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Heimaaðilar búnir að ná saman í virkjunarmálinu Samningar við Rarik um Villinganesvirkjun undirritaðir í gær Heitnaaðilar í Skagaflrði hafa náð saman í virkjunarmálinu og í gær var undirritaður samningur milli þeirra og for- svarsmanna Rarik um virkj- un við Villinganes og stofnun rekstrarfélags um virkjunina. ,Jú það er léttir að þessum áfanga sé náð í málinu og næsta skref verður að óska eft- ir því við iðnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að lagt verði fram stjórnarfrumvarp sem heimili þessum aðilum að virkja”, sagði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki eftir að samning- ar höfðu verið undirritaðir í gær. Sem kunnugt er var 6. grein samningsdraganna að þvælast fyrir heimamönnum, en hún kvað á um að Rarik skuldbindi sig til að kaupa orku virkjunar- innar. Þessi klásúla var felld út úr samningum. Þá komust heima- aðilar að samkomulagi um að stofna sameiginlegt hlutafélags sem mun heita Norðlensk orka. I því félagi verða félagið Skagfirsk orka, sem stofnað var í síðustu viku og KS, Lýtingsstaðahrepp- ur og Akrahreppur em eignarað- ilar að. Rafveita Sauðárkróks verður beinn eignaraðili að Norðlenskri orku og einnig er reiknað með að fleiri aðilar óski eftir eignaraðild, en Húnvetning- ar og Siglfirðingar hafa sýnt mál- inu áhuga. Samningurinn sem undirritaður var í gær gerir ráð fyrir því að Rarik verða 75% eignaraðili að rekstrarfélaginu um virkjunina og heimaaðilar eigi 25% hlut. En er eitthvað í þessum samningi sem tryggir það að Rafveita Sauðárkróks geti keypt orku af virkjuninni? Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri sagði ekki ástæðu fyrir menn að hafa áhyggjur af því. Þrátt fyrir hag- kvæmni virkjunarinnar yrði að gera ráð fyrir því að hún myndi selja rafmagn á markaðsverði fyrstu árin meðan verið væri að greiða niður virkjunarkostnað- inn. Hins vegar mætti búast við því að samkeppni skapaðist í raf- orkusölu þegar fram í sækti. ,,Það sem mestu máli skiptir fyrst í stað er að takist okkur að fá virkjunarréttinn munu þau um- svif sem þessu fylgir hafa mikla þýðingu fyrir athafnalíf á svæð- inu”, sagði Snorri Bjöm. Elín fékk afgerandi kosningu Valur Gunnarson hafnar öðru sætinu á framboðslistanum Elín J. Líndal bóndi í Lækjarmóti hlaut afger- andi stuðning í efsta sæti framboðslista Fram- sóknarflokksins til sveitarstjómarkosninganna í V.-Hún. í vor. Elín hlaut 198 tilnefningar frá þeim 220 er kusu í prófkjörinu sem fram fór um helgina, þar af 126 í efsta sæti listans. Valur Gunnarsson kom næstur Elínu með alls 103 at- kvæði. Þessi niðurstaða varð Val vonbrigði og að hans mati ekki næg viðurkenning á því starfi sem hann hefur unnið í hreppsinálum Hvammstanga á þessu kjörtímabili. Hann hefur því ákveðið að taka ekki sæti á framboðslistanum. Af þessum sökum kom kjömefnd og fram- bjóðendur saman til fundar í fyrrakvöld og þar var komist að samkomulagi um að Eva Björk Harðardóttir kennari á Hvammstanga sem var í fimmta sæti í prófkjörinu, flytjist upp í 2. sætið. Axel Rúnar Guðmundsson bóndi í Valdarási varð í 3. sæti prófkjörsins og heldur því sæti. Hann hlaut 101 atkvæði í 1.-3. sæti. í 4. sæti framboðslistans verður Baldur Ulfar Haraldsson framleiðslustjóri á Hvammstanga sem hlaut 98 atkvæði í 1.-4. sætið. 15. sæti framboðslistans verður síðan Sigurlaug Arborg Ragnarsdótdr nú- verandi hreppsnefndarmaður á Hvammstanga, en hún lenti í 6. sæti í prófkjörinu. Að söng Helga Olafssonar varaformanns Framsóknarfélaganna í V.-Hún. hlaut Sigurlaug engu að síður nægan stuðning í prófkjörinu til að taka 2. sæti listans, en hún ákvað að láta það heldur eftir til Evu Bjarkar. Framsóknarmenn í V.-Hún. munu að ýmsu leyti vera mjög ánægðir með niðurstöður próf- kjörsins og sérstaklega þann mikla stuðning sem Elín R. Líndal fékk, en hún er þeirra vonarpen- ingur eins og þeir segja, varðandi það að 3. sæti ffamboðslista flokksins í kjördæminu fyrir næstu þingkosningar falli henni í hlut. Nú er skíðasnjórinn loksins kominn og þrátt fyrir talsvert frost sl. laugardag voru margir á skíðum. Ljósmyndari Feykis rakst t.d. á þau Igibjörgu Guðjónsdóttur og Björn Sigurðsson á gönguskíðum á Borgarsandinum. Ráðið í starf ferðamála- og markaðsfulltrúa Nýlega var ráðið í starf ferða- mála- og markaðsfulltrúa Austur-Húnavatnssýslu. Um- sækjendur um starfið voru níu talsins og fyrir valinu varð Omar Banine ungur Kópa- vogsbúi landfræðingur að Ómar Banine. mennt Ómar hefur ennig ný- lokið mastersnámi í umhverf- isfræðum þar sem viðfangs- efni hans í lokaritgerð var einmitt um sjálfbæra ferða- mennsku. Ómar er nýtekinn til starfa í bækistöðvum Ferðamálafélags Austur-Húnvetninga á skrifstof- unni í Brautarhvammi. í samtali við Feyki sagðist hann hlakka til að takast á við þetta viðfangsefni og það legðist vel í sig. „Það er ýmislegt í deiglunni og greinilegt að hér er mikið starf framundan. Heimaaðilar virðast líka vera mjög áhugasamir og það verður gaman að starfa í samvinnu við þá að þessum málum”, sagði Ómar. <T5 —KTcH^fH ek}3— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o vCV5 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargala Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir t fíéttingar jfáprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.