Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 5

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 5
10/1998 FEYKIR 5 Fréttabréf frá Sambandi skaizfirskra kvenna Vimiuvakan á Löngumýri 22. mars Stjórn SSK: Sigrún Aadnegard Bergsstöðum formaður (fyrir framan), Ingibjörg Kolka Hólum varaformaður, Svanhildur Pétursdóttir Túnguhálsi ritari og Helga Haraldsdóttir Sauðár- króki gjaldkeri. Miklar breytingar hafa átt sér stað í íslensku samfélagi ffá ár- inu 1869 þegar fyrsta kvenfélag landsins var stofnað í Rípur- hreppi. Störf kvenna í kvenfé- lögum hafa verið störf braut- ryðjenda í mörgum framfara- málum, sem ríki og sveitarfélög tóku síðan við. I Sambandi skagfirskra kvenna eiu 12 félög með 288 félagskonum. Skal nú getið þess helsta í starfmu. Á ári aldraðra 1982 var hald- in vinnuvaka hjá öllum kvenfé- lagasamböndum landsins. Ágóðinn rann allur til aldraðra. SSK er eina sambandið sem heldur enn vinnuvöku og ágóði af þeim fer allur til líknar- og menningarmála. Á formannafundi 8. sept. sl. var ákveðið að ágóði næstu vinnuvöku renni til björgunar- sveitanna í Skagafirði. Konur hafa lagt sig mjög fram um að gera fallega og nytsama muni, sem seldir em ásamt veislukaffi. Björgunarsveitimar vinna ómetanlegt starf í þágu allra íbúa ijarðarins og gaman væri að sem flestir legðu okkur lið í þessari ijáröflun og kæmu að Löngumýri 22. mars nk. I vinnuvökunefnd em nú: Hrefna Gunnsteinsdóttir Ketu, Guðný Friðriksdóttir Hjalla- landi, Guðlaug Amgrímsdóttir Litlu-Gröf, Margrét J. Gunnars- dóttir Sauðárkróki og Pálína Skaiphéðinsdóttir Gili. Árlega veitir SSK viður- kenningu fyrir góðan árangur í handmennt og heimilisfræðum í 10. bekk jimnnskólanna í Skagafirði. A síðasta ári fengu þrjár stúlkur viðurkenningu: Fanney Björk Frostadóttir Sauðárkróki fyrir handmennt, Sæbjörg Freyja Gísladóttir Varmahlíð fyrir handmennt og heimilisfræði og Inga Dögg Jónsdóttir Hofsósi fyrir heimil- isfræði. Söfnun fór fram meðal allra kvenfélagskvenna landsins til kaupa á krabbameinsgreiningar- tæki til Landsspítalans. Kvenfélagskonur gróður- settu 800 trjáplöntur að Flugu- mýri í júm sl. Árlega em famar vinsælar orlofsferðir sem um 40 konur taka þátt í. 22. apríl í vor er fyr- irhuguð utanlandsferð fyrir skagfirskar húsmæður. Ekki er vafi á að konur fagna því tæki- færi þar sem fyrri ferðir hafa tekist fádæma vel. Á vegum SSK em kvöld- vökur mánaðalega á Dvalar- heimili aldraða með veitingum, söng og dansi. Haustvaka, árlegur skemmtifundur SSK, er haldinn til skiptis austan og vestan Vatna. Er þar margt til gamans gert. Ljóst er að störfin okkar em bæði ijölbreytt og skemmti- leg og þörfin fyrir hjálpfúsar hendur er mikil. Með félagskveðju. Helena Magnúsdóttir. Margrét Gunnarsdóttir. Mikið sungið heima ,Já, ég byrjaði snemma að syngja. Það vill svo til að báðir foreldrar mínir em söngelskir. Mamma syngur nefnilega líka og fyrstu minningar mínar úr bemsku em þær að hún söng fyr- ir mig þegar ég var að sofna. Það var mikið sungið heima og einnig hlustað á tónlist, sérstak- lega klassíska tónlist. - Hvenær kom ég fyrst fram? Það var með Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps. Pabbi söng með kómum og ég söng einsöng með þeim 14 ára gömul. Eins söng ég á árshátíð Húnavallaskóla. Mig minnir að ég hafi sungið Streets of London og fleiri lög í þeim dúr. Annars var ég sísyngjandi sem bam og unglingur og krókurinn beygðist snemma.” Er þetta samofið? Tónlisdn og fjölskyldusamheldnin? „Eg held það tengist dálítið fast saman. Ég er a.m.k. ofboðs- lega mikil fjölskyldumanneskja í mér. Samheldni Konnaranna er svo sterk. Og ég held að það sé af hinu góða. Þótt fjölskyldan stækki þá þynnist hún lítið út. Einkennin em svo sterk að þau halda sér á milli kynslóða. Ég heyri alla vega oft talað um hversu lík við séum”. Fyrir nokkm var rifjað upp í ritstjómarspjalli Vikudags að Konnaramir hefðu stansað við tréð sem eitt sinn stóð á Ráðhús- torgi á leið úr Sjallanum og tek- ið lagið og tæpast hefði fyrr né síðar verið sungið jafn kröftug- lega í miðbæ Akureyrar um nótt. Þá var einnig lýst eftir því hvort næsta kynslóð þeirra myndi ein- hvem tíma syngja undir tijánum sem Ámi Steinar garðyrkjustjóri hefur látið gróðursetja í kanti steintorgsins. Jóna Fanney hlustar á þessa sögu og svarar að bragði. „Þessi kynslóð Konnaranna er tíl og hún syngur líka. Við emm fimm vinkonur og bræðradætur sem hittumst stundum. Kannski við endurtökum afrek feðranna ein- hvem tíma ef trén fá að standa”. - Og þá er komið að sam- viskuspumingunni og enn kemur Jóna Éanney á óvart eins og sannur Konnari. Ætlar þú að ná þér í söngvara eða ertu kannski búinn að því. Hún hlær áður en hún svarar. „Nei ég náði mér í sjómann”. - Ertu að gera grin? „Nei alls ekki. Kærastinn minn er sjómað- ur. Það er líka í blóðinu. Það er sjómannsblóðið í okkur Konnur- um. Pabbi var á sjó áður en hann kynntist mömmu og settist að í sveitinni. Bræður hans fóm líka til sjós. Þegar kærastinn minn kom norður um daginn og við skmppum í ökuferð þá keyrði hann niður á bryggju. Hann fór sömu bryggjurúntana og pabbi fór með okkur krakkana þegar við vomm lítil. Mér fannst ég upplifa þær ökuferðir á nýjan leik. Svona leitar lífið alltaf upp- mna síns.” Þannig blandast sveitin, sjór- inn og söngurinn í huga þessarar ungu konu sem eftir sólarhring stígur á fjalimar á gamla Sam- komuhúsinu. Þar kemur hún fram í hugljúfri ástarsögu þar sem rómantíkin ræður ríkjum er ekki svo? Það er svo langt síðan ég sá Sound of Music. „Það er rétt. Verkið er mjög rómantískt en þessi rómantík á sér bakgmnn í heimsstyijöldinni síðari. Ognir stríðsins em bak- gmnnur hinnar rómantísku sögú: Þetta er því margslungnara verk en í fyrstu virðist. Tónlistin er auðvitað stórt atriði í sýningunni og það sem ber hana uppi, en í verkinu er einnig saga. Við skul- um láta leikhúsgestum eftir að finna þá sögu innan um tónaflóð- ið. Þú þekkir mig þegar ég brosi.” (ÞWikudagur) Fimm frænkur og Konnadætur. Frá vinstri: Barbara Kristjánsdóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Aðalheiður Konráðsdóttir, Harpa Hauksdóttir og Hrönn Jóhannsdóttir. Karlakórinn Heimir í Skagafirði Tónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 14. mars kl. 16,30. Söngstjóri Stefán R. Gíslason. Undirleikarar: Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöng, tvísöng og þrísöng með kórnum syngja Einar Halldórsson og Álftagerðisbræður: Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir. Fjölbreytt og skemmtileg söngskrá. Forsala aðgöngumiða hjá Pennanum og Eymundsson. Stjórnin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.