Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 2

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 2
2FEYKIR 10/1998 Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölviim, prenturum ogöðrum rafeindatækjum. PlayStation Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum Ingibjörg efst á Skagaijarðarlistamjm Ingibjörg Hafstað bóndi og kennari í Vík hlaut afgerandi stuðning í efsta sæti Skaga- Nokia 3110 Frábær GSM sími Þyngd: 187 gr. Rafhlaða: 95 klst. bið, 2,45 klst. tal. Kr. 19.900 Heimismenn héldu sitt fyrsta Heimiskvöld á þessum vetri í Miðgarði sl. laugardags- kvöld. Að þessu sinni voru veðurguðirnir þeim hliðhollir en komið hefur fyrir að ekki hefur mátt auglýsa Heimis- kvöld í Miðgarði að þá hefur hann brostið á með snar- brjálaðri norðan hríð. Að venju var ágæt aðsókn á Heimiskvöldið, líklega um 300 manns, og voru undir- tektir gesta góðar, enda dag- skráin fjölbreytt og skemmti- leg. Heimiskvöldið hófst með söng kórsins. Söngskráin er skemmtileg í vetur, nokkur ný lög, og undirtektimar láta ekki á sér standa. Ahorfendur báðu um endurtekningu margra laga og urðu kórmenn þar við flestum fjarðarlistans. Ingibjörg hlaut tilnefningu frá rúmlega 80% þeirra 250 sem þátt tóku í prókjörinu sem lauk um helgina, en vegna veðurs um næstsíðustu helgi þurfti að framlengja kosningu á Sauðárkróki og í Fljótum. Þeir sem gáfu kost á sér í prófkjörinu voru 29 talsins. Þeir sem komu næstir Ingibjörgu fengu innan við 50% tilnefn- inga. Þar sem stjóm Skagafjarð- arlistans ákvað að raðað verði upp á listann með tilliti til bú- setu og kyns, var jafnframt ákveðið að birta ekki röð þeirra ffambjóðenda sem næstir komu nema eftir stafrófsröð, en þeir em 12 auk Ingibjargar sem fengu áberandi flestar tilnefn- ingar: Anna Kristín Gunnars- dóttir Sauðárkróki, Anna Mar- grét Stefánsdóttir Hátúni, Ar- sæll Guðmundsson Sauðár- króki, Gréta Sjöfn Guðmunds- dóttir Varmahlíð, Hjalti Þórðar- son Marbæli, Jóhann Svavars- son Sauðárkróki, Pétur Valdi- marsson Sauðárkróki, Snorri Styrkársson Sauðárkróki, Stef- anía H. Leifsdóttir Brúnastöð- um, Úlfar Sveinsson S-Ingveld- arstöðum og Þórarinn Leifsson Keldudal. Kjósendum í prófkjörinu gafst kostur á að tilnefna sjö nöfn á framboðslistann, þar af máttu vera þrjú nöfn utan þeirra 29 sem gáfu kost á sér í próf- kjörið. Vegna þessa ákvæðis vom alls 40 manns tilnefndir á framboðslista Skagafjarðarlist- ans, en endanlega mun hann skipaður 22. Stefnt er að því að ganga frá framboðslistanum á félagsfundi um næstu helgi. Sigfús Pétursson syngur lagið glænýja. Heimismenn þurftu að endurtaka mörg laga sinna. Söngur, harmonikkuleikur og gamansögur á Heimiskvöldi óskum. Eitt lag flutti Heimir þarna sem Þorvaldur Oskarsson kynnir kvað öruggt að áheyr- endur hefðu aldrei heyrt fyrr. Heitir það „Gamla kirkjan” og er erlent við texta Bjama Stefáns Konráðssonar, útsetningu lags annaðist Thomas Higgerson. Sigfús Pétursson syngur ein- söng í laginu og var það eitt þeirra laga sem beðið var um endurflutning á. Kynnir á skemmtuninni var Jón Hallur Ingólfsson. Tveir ungir harmonikkuleikarar léku á nikkur sínar, Þorvaldur Guð- jónsson og Jón Þ. Reynisson, og em þar mjög efnilegir menn á ferð. Seinna um kvöldið kornu heldur vanari menn með nikkur, bræðumir Stefán og Jón Gísla- synir og Blönduhlíðarkvartett- inn söng nokkur lög. En fyrirferðarmest í skemmtidagskránni var ffásögn Haraldar Bessasonar prófessors frá Kýrholti. Haraldur sagði skemmtilega frá eins og fyrri daginn. Það var bemskuminn- ing úr Viðvfkursveitinni og sem fyrr komu væringar ffamsóknar- og sjálfstæðismanna þar við sögu. Haraldi var tíðrætt um at- burði er gerðust rigningarsumar- ið í upphafi fímmta áratugarins, hvort það voru eitt eða tvö,eða jafnvel þrjú rigningasumar, var hann ekki viss um í minning- unni. En það var margt sem gerðist það „sumar” eða í kjölfar þess. Sérstaklega var ófullbúið vegakerftð um Viðvíkursveitina að gera vegfarendum skráveifu og lentu nokkrir bílar upp á end- ann þar sem vegurinn endaði við lækjarsprænuna við bæinn Læk sem var skammt fyrir sunnan Kýrholtsbæinn. Og Bessi í Kýrholti var víst oft bú- inn að horfa íbyggnum svip á danska barómetið þetta sumar, sem féll sífellt. Kvað Haraldur svipinn á Magnúsi Jónssyni ffænda sínum ffá Steinsstöðum, þar sem hann rýnir í þessi von- lausu veðurkort, minna sig oft á svipinn á föður sínum þar sem hann rýndi á þetta vonlausa danska barómet rigningarsum- arið mikla, en það hélt áffam að falla allt sumarið. Jón Þorsteinn Reynisson ungur harmonikkusnillingur þenur nikkuna. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: f'eykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigutður Agústsson og Stefán Amason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Saintökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.