Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 6

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 10/1998 Hagyrðingaþáttur 248 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrstu vísumar að þessu sinni eru eftir snillinginn Jón S. Bergmann. Þrátt fyrir að mér sé ljóst að ég hef birt sumar af þeim áður í þessum þáttum skal stuðst við að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Ég er fremur fótasár foma þrekið brestur. Ég hefsamfleytt sautján ár sofnað nœtur gestur. Mér er oft um hjartað heitt heldur meira en skyldi. Þess vegna er ég ekki neitt afþví sem ég vildi. Hirti ég hvorki um stund né stað studdur fárra griðum, svona fór ég aftan að öllum mannasiðum. Alla mundi undra að sjá eftir skilyrðonum, hvaða fjölda að ég á enn afbjörtum vonum. Jón Kr. Lámsson skipstjóri frá Amarbæli mun einhverju sinni hafa ort svo. Gekk mér illa að ganga í takt gein oft við mér svaðið. Lífsins hörðu hunda vakt hefég lengi staðið. Alltaf er gaman að rifja upp kveðskap eftir Leif Haraldsson frá Háeyri á Eyrarbakka. Einhvem tíma heyrði ég sagt frá því að Daníel Ágústínusson hefði ætlað sér að safna saman kveðskap Leifs og gefa út í bók. Kannski hefur honum ekki enst aldur til að vinna það verk en gaman þætti mér að heyra frá lesendum ef þeir vissu um þau málalok. Einhveiju sinni mun Leifur hafa komist svo að orði. Ég ginnast lœt í viðsjáls vana hlekki það vissulega mætti þannig orðast. Hið góða sem ég vil ég geri ekki en geri það sem helst ég skyldi forðast. Alltaf er sama andagiftin hjá skáldinu undir Borginni. Þrátt fyrir að nú þegar þessi þáttur er skrifaður, sé einhver mesti kuldi sem mælst hefur um árabil og aflýsa hafí þurft vígslu hins glæsilega íþróttahúss þeirra Skagstrendinga, orðar Rúnar stöðuna á eftirfarandi hátt. Hér er éljasúpa svört sviðið kalt ég þekki. Virðist bœta í vindinn ört veðrið skánar ekki. Ekki mun Rúnari hafa geðjast of vel af spurðum tíðindum eftir næstu vísu hans að dæma. Síst mun vekja þjóðarþokka efþað er helst á döflnni, að gera dauða drullusokka að dýrlingum í gröfinni. Tvær vísur í viðbót frá Rúnari. Þegar saman leggja lag lyndisfrakkur maður og konafús í blíðubrag byrjar kjaflaþvaður. Þá er venja í veröld hér vissan dóm aðfella. Karlmaðurinn krœfur er en konan talin mella. Það mun hafa verið sumarið 1982 sem Aðalsteinn Olafsson frá Melgerði orti svo um umdeildar framkvæmdir á Eiðsvellinum svokallaða. Ömurlegt þykir okkur að sjá afglapa setja mark sitt á völlinn. Neikvœð erstefiian nautunum hjá. Niður með dalina, upp með fjöllin. Önnur vísa sem mun vera ort um svipað leyti kemur hér eftir Aðalstein og þarfnast hún ekki skýringa við. Þungan róður þreyta má þegar minnkar ætið. Gunnar situr glóðum á Geiri þráirsœtið. Einhveiju sinni birtist í Morgunblaðinu eftirfarandi fyrirsögn: Ólafur sakaður um undanslátt, Einar um svik. Benedikt Axelsson ias þessi tíðindi og fannst honum sjálfsagt að klára vísuna. Stjómin hefur alltafátt erfitt um vik. Ólafur sakaður um undanslátt, Einar um svik. í annan stað las Benedikt eftirfarandi fyrirsögn í blaði sínu: Ekkert kmfið í vetur vegna skorts á húsnæði. / lœknadeild engin önd er hress, þótt ýmsar drepsóttir geysi. Þeir kryfja ekki í vetur vegna þess þá vantar húsnæðisleysi. Næsta yrkisefni Benedikts var einnig fengið eftir að hann las svofellda fyrirsögn í dagblaði: Bflstjóri með grunsamlega ávísun settur í gæsluverðhald. Mérfinnst lögreglan okkar aldrei treg ekki vil ég hana á nokkum hátt lasta. En úrþví að ávísunin var grunsamleg afhverju tóku þeir hana /)á ekkifasta. Ef þungt er í sinni getur verið til bötunar andanum að leita sér skjóls utan dyra. Á því mun undirritaður hafa áttað sig er lokavísan að þessu sinni varð tU. Þó um sinn hérfinnist fátt fólk sem yljargeði. Eykur sól og sunnan átt sáilar minnar gleði. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Sigur og tap á lokasprett inum í körfuboltanum IJMFT og USAH standa vel í stúlknafokknum Eftir góðan sigur á Vals- mönnum sl. föstudagskvöld- ið áttu Tindastóimenn af- arslakan fyrri hálfleik gegn Grindvíkingum suður með sjó á sunnudeginum. Þrátt fyrir bærilegan leik í seinni hálfleiknum túkst þeim ekki að rétta sinn hlut og töpuðu leiknum. Staða Tindastóls er engu að síður ágæt fyrir síð- ustu umferðina í úrvaisdeild- inni sem fram fer annað kvöld, fimmtudagskviild. Þá koma nágrannamir í Þór frá Akureyri í heimsókn. Tinda- stóll er nú í 7. sæti með 24 stig og á góða möguleika á 5.-6. sæti deildarinnar. Líklegast lenda þeir í úrslitunum á móti annaðhvort Keflavík eða Njarðvík, sem er sjálf- sagt ekki það allra besta sem þeir gátu hugsað sér. Það var ekki hægt að segja að áhuginn og einbeitnin skini úr augum leikmanna þegar Tindastóll og Valsmenn áttust við í Síkinu á Króknum á föstu- dagskvöldið. Strax í upphafi var sýnt að Tindastólsmenn væm mun sterkari, en mikill doði var samt yfir leik liðsins og líklega var það sem bjargaði þessum leik frá því að verða algjörlega bragðlaus, að Valsmenn komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Við það tóku heimamenn við sér og það lifnaði yfir leiknum, þannig að hann varð hin þokka- legasta skemmtun. Engu að síð- ur var um einstefnu að ræða hjá Tindastóli allt til leiksloka og lokatölur urðu 91:75, eftir að staðan í leikhléi var 44:30 fyrir Tindastól. Sverrir Þór Sverrisson var bestur í Tindastólsliðinu og þeir Jose Marie og Amar léku einnig vel, einnig átti Skarphéð- inn ágætis innkomu, en aðrir vom lítt áberandi að þessu sinni. Hjá Valsmönnum vakti athygli skemmtilegur bakvörð- ur Guðmundur Bjömsson, sí- vinnandi og besti maður liðsins Stig Tindastóls: Sverrir Þór Sverrisson 22, Amar Kárason 13, Jose Marie Narang 13, Hin- rik Gunnarsson 13, Torrey John 11, Skarphéðinn Ingason 6, Ómar Sigmarsson 6, Láms Dagur Pálsson 3, Óli Barðdal 3 og Isak Einarsson 1. Stigahæst- ur hjá Val var Warren Pebbles með 30 stig, Guðmundur Bjömsson skoraði 17 og Berg- urEmilsson 16. Hittnin var afleit hjá Tinda- stólsmönnum í leiknum gegn Grindavík og reyndar skoruðu bakverðir liðsins lítið í leiknum. Staðan í leikhléi var 32:23 fyrir Grindavík og lokatölur 77:64. Hinrik Gunnarsson var einna bestur í Tindastólsliðinu og þeir Torrey og Jose áttu þokkalega spretti. Torrey skoraði 24 stig, Jose Marie 21 og Hinrik 10. Tveir leikir vom í undanúr- slitum Bikarkeppni kvenna í körfuknattleik sl. laugardag á Sauðárkróki. Stúlknaflokkur Tindastóls, sem komst í undanúr- slit með því að sigra Skallagrím 46:31 og ÍR 44:34, keppti við Njarðvík og vann þann leik með 60:41. Stúlkumar leika síðan annaðhvort gegn USAH eða Keflavík til úrslita í Laugardals- höll í lok apríl, en USAH sigraði Keflavík b á dögunum 48:28. Bæði Tindastóll og USAH eru komin í útslitatömeringuna í Is- landsmótinu og fer hún fram fyrstu helgina í apríl. Hlauparinn efnilegi, Sveinn Unglingaflokkur kvenna hjá Tindastóli keppti í undanúrslitum gegn Grindavík og vann þann leik 55:49. Þessi flokkur var áður búinn að vinna Snæfell 58:45 og leikur til úrslita í Laugardalshöll í lok apríl annaðhvort gegn ÍR eða Keflavík. Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli leikur svo um næstu helgi í fjölliðamóti til úrslita í 2. deild kvenna í Glerárskóla á Ak- ureyri, en þar em Tindastóll og Skallagrímur jöfn að stigum og verður eflaust hart barist um Is- landsmeistaratitilinn í 2. deild. Margeirsson UMSS, bætir enn mctin í unglinga- flokknum. Sveinn brá sér á mót í Gautaborg í Svíþjóð um helgina og bætti þar metin bæði í 800 og 1500 metmm innanhúss. Sveinn hjóp 800 metrana á 1:57,32 og 1500 metrana 3:58,36. Gömlu metin átti Brynjólfur Hilmarsson ÚÍA og vom þau einnig sett í Gautaborg í Svíþjóð á sínum tíma Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaíjörður Vöruinóttaka hjá HSH í tollvörugeymslunni Héðinsgötu 1-3 - Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Sveinn bætir enn metin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.