Feykir


Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 3

Feykir - 11.03.1998, Blaðsíða 3
10/1998 FEYKIR 3 „Vona að meiri víðsýni verði innan nýrrar sveitarstjórnar“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri „Ég er að vona að niðurstaða sé að nást í þessu máli sem allir aðilar geti sætt sig við. Hins vegar er það á- hyggjuefni hvað samskipti kaupfélagsins og bæjaryfir- valda á Sauðárkróki hafa verið stirð í hinum ýmsu mál- um. Við vonuðumst eftir að ná eins góðri samvinnu við bæjaryfirvöld um virkjunarmálið og við áttum við mjólkurframleiðendur og loðdýrabændur í héraðinu um þeirra hagsmunamál, en annað varð uppi á teningn- um. Ég er að vona að innan nýrrar sveitarstjómar í sam- einuðu sveitarfélagi muni ríkja meiri víðsýni, en verið hefur innan bæjarstjómar Sauðárkróks”, sagði Þórólf- ur Gíslason kaupfélagsstjóri í samtali við Feyki vegna stöðunnar í virkjunarmálinu, en eins og fram kom í síð- asta Feyki hafnaði bæjarstjóm Sauðárkróks aðild að Skagfírskri orku, eignarhaldsfélagi sem heimaaðilar ætla að stofna vegna virkjunar við Villinganes og reyndar var stofnfundur þess félags haldinn um miðja síðustu viku. - Staðan í virkjunarmálinu hefur vakið upp þá spurningu hvort ekki sé meira en lítið að í samskiptum forráðamanna Kaupfélags Skagfirðinga og bæjaryfirvalda á Sauðárkróki? „Það er mjög eðlilegt að þessi spuming vakni og ég tek undir hana. Við hjá kaupfélag- inu höfum áhyggjur af því hvað gengur illa að ná árangri í fram- faramálum. Forsvarsmönnum atvinnulífsins og bæjaryfirvöld- um heí'ur gengið illa að ná höndum saman um framfara- mál í héraði. Eg vil minna á að fyrir ári héldu bæjaryfirvöld uppi mikilli og neikvæðri um- ræðu um stærsta sjávarútvegs- fyrirtækið hér í Skagafirði, sem varð bæði fyrirtækinu og bæn- um til tjóns. Nú hefur það sýnt sig að fyrirtækið gengur miklu betur en áður, en þá virðist Hestamenn í Húnaþingi álvkta um pestavarnir Telja tímabundna vörslu við vegi koma til greina Almennur fundur í samtök- um hrossabænda í A.-Hún. haldinn sl. sunnudag sam- þykkti harðorðar ályktanir til Félags hrossabænda vegna lausataka sem virðast hafa við- gengist í vömum gegn hinum óþekkta sjúkdómi sem nú heij- ar á hross á suðvesturlandi. Krefst fúndurinn þess af Félagi hrossabænda að það beiti sér fyrir raunhæfum aðgerðum til þess að hefta frekari útbreiðslu veikinnar og bendir á hvort ekki komi til greina að setja upp tímabundna vörslu á lykil- vegum út um landið. Þá krefst fundurinn þess að Félag hrossabænda beiti sér fyrir því að bætt verði úr ófull- nægjandi eftirliti með fólki og farangri sem kemur til landsins og að sóttvamir verði í full- komnu lagi héðan í frá. Er þar in.a. átt við að auðvelt sé fyrir ferðalanga að fullnægja fyllstu kröfum í þessu efni um leið og þeir koma inn í landið. gg/mv. Góðir áskrifendur! Þeir sem enn eiga ógreidda innheimtuseðla vegna áskriitargjalda eat vinsamlegast beðnir að greiða hið allra fyrsta. Feykir. áhugi bæjarfulltrúa minni, sem birtist í því að einungis einn bæjarfulltrúi mætti á aðalfund- inn á dögunum. Það er svolítið sérkennilegt að áhuginn fyrir málefnum fyrirtækisins virðist minnka eftir að reksturinn fór að ganga betur”. Næst virkunarrétturinn? - En segjum svo að viðun- andi lausn sé að nást í virkjun- armálinu. Þá er eftir að koma málinu í gegn um löggjafann og ná virkjunarréttinum sem er hjá Landsvirkjun í dag. Hverja telur þú möguleika á að það takist? „Ég hef fulla trú á að það muni takast, þó svo að við höf- um nú þegar tapað mjög dýr- mætum tíma. Það eru nú að verða komnir tveir mánuðir frá því samningsdrögin við Rarik voru undirrituð á Akureyri og mikill tími hefur farið í súginn út af þessu karpi. Það er okkar von að það dragist ekki fram eftir næsta vetri að koma þessu í gegnum þingið, því alltaf er sú hætta að mál tefjist í meðförum þings á kosningaári”. -Svo við víkjum aftur að J^essum deilum sem verið hafa í virkjunarmálinu, þá virðist sem togstreita hafi verið í upp- hafi milli foiráðamanna Sauð- árkróksbæjar og Kaupfélags Skagfirðinga. Og það gjaman verið nefnt að þú sért höfuð- paurinn í því hvað kaupfélagið hefur beitt sér svo mjög í þessu máli? , Já mér finnst ekkert snið- ugt hjá mönnum að persónu- gera málið á þennan hátt og Þórólfur Gíslason framkvæmdastjóri Kaupfélags Skag- flrðinga. maður spyr sig líka að því hvort það sé ekki bara betra fyrir kaupfélagið að einskoraða sig við sinn eigin rekstur og vera ekkert að vasast í að ýta fram- faramálum áleiðis, eins og við teljum að virkjunarmálið sé. Við höfum verið sveitahrepp- unum mjög samstíga í virkjun- armálinu, bæði Akrahreppi og Lýtingsstaðahreppi. Milli Jiess- ara aðila hefur ríkt gagnkvæmt traust og ég hef ekkert haft á móti því að Rafveita Sauðár- króks fengi að kaupa orku að virkjuninni, það er bara ekki mitt að ákveða það. Ástæðan fyrir því að við höfum áhuga á því að taka þátt í þessari virkjun er fyrst og fremst sú að við sjá- um þama möguleika á lækkun orkukostnaðar bæði fyrir okkur, viðskiptamenn okkar og alla landsbyggðina”. - En nú hafið þið átt viðræð- ur við Rarik um að Rafmagns- verkstæði KS komi inn í þjón- ustuþátt fyrirtækisins í Skaga- firði, spilar það eitthvað þama inn í? „Starfsemi og þjónusta Rarik á landsbyggðinni hefur verið að breytast, eins og hjá fleiri ríkisfýrirtækjum. Við vit- um að það hefur verið í athug- un að minnka starfsemina hér í Skagafirði, fækka starfsmönn- um og flytja þjónustuna fyrir kjördæmið í auknum mæli til Blönduóss. Við leituðum eftir viðræðum við Rarik um mögu- leika á því að fýrirtæki í Skaga- firði önnuðust þessi verkefni og vorum þar að sýna þá viðleitni að halda störfum hér á svæð- inu. Það em reyndar eitt ár síð- an við ræddum síðast við Rarikmenn um þessi mál, en viðbrögð annarra aðila hér á svæðinu vom hins vegar þannig, að það var eins og það bæri betra að þessi störf fæm á Blönduós en að við væmm að leita eftir þessu samstarfi”, sagði Þórólfiar Gíslason að end- ingu. Sauðárkróksbær auglýsir Byggingarlóðir við Gilstún lausar til umsóknar Hér með eru lóðirnar númer 22,24,26, 28, 30 og 32 við Gilstún á Sauðárkróki auglýstar lausar til umsóknar. Lóðirnar eru við suðurhluta Gilstúns og eru jarðvegsskipti áætluð í þeim hluta götunnar snemma í vor ef áhugi á lóðunum er fyrir hendi. Umræddar lóðir eru allar vestan götunnar en samþykkt hefur verið að byggja ekki austan götunnar vegna óheppilegra jarðlaga. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.