Archaeologia Islandica - 01.01.2002, Blaðsíða 139
Adolf Friðriksson
ÁRSSKÝRSLUR FORNLEIFASTOFNUNAR
ÍSLANDS 1998-2001
1998
Starfslið
Árið 1998 voru tólf starfsmenn í föstu
starfsliði Fornleifastofnunar: Adolf
Friðriksson, Anna Hermannsdóttir,
Benjamín Jósefsson, Elín Osk Hreiðars-
dóttir, Helgi Bragason, Hildur Gestsdóttir,
Gavin Lucas, Mjöll Snæsdóttir, Orri
Vésteinsson, Ragnar Edvardsson, Howell
M. Roberts og Sædís Gunnarsdóttir. Þar
af voru sex í fullu starfi en aðrir í hluta-
störfum. Auk þeirra unnu við forn-
leifaskráningu, fornleifauppgröft og
önnur verkefni: Gróa Másdóttir, Jón
Kjaran, Magnús Á. Sigurgeirsson, María
Reyndal, Natascha Mehler, Pétur H.
Árnason og Michéle Smith.
Á árinu var Gavin Lucas ráðinn rit-
stjóri Archaeologia Islandica og
skólastjóri Fornleifaskólans í hlutastarfi.
Um haustið var Anna Hermannsdóttir
lögfræðingur ráðin í stöðu framkvæmda-
stjóra. AIls voru 19 á launaskrá, í 8
stöðugildum.
Fornleifarannsóknir
Hofstaðir í Mývatnssveit: Unnið var að
öðrum áfanga rannsókna á fornbýlinu við
Hofstaði með Ijárhagslegum stuðningi
Rannís, National Geographic og National
Science Foundation. Haldið var áfram
rannsóknum á fyllingu í jarðhúsi sunnan
skálatóftar, á tóft við suðvesturhorn og
norðvesturhorn skála, en árið áður höfðu
þar komið í ljós leifar viðbyggingar við
skálann sem og leifar af stöku húsi sem
stóð skammt vestan við hann.
Rannsóknin var sem fyrr unnin undir
stjóm Adolfs Friðrikssonar, Gavin Lucas
og Orra Vésteinssonar. Auk þeirra unnu
að rannsókninni Garðar Guðmundsson,
sem var á vegum Þjóðminjasafns Islands,
Hildur Gestsdóttir, Howell M. Roberts,
Karen Milek, Magnús Á. Sigurgeirsson,
Thomas McGovern frá Hunter College,
Mjöll Snæsdóttir, Ragnar Edvardsson og
Ian Simpson frá Stirling University.
Neðri-Ás: Að ósk Þjóðminjasafns tók
FSI að sér rannsókn á fornum kirkju-
leifum á Neðra-Ási. Rannsóknin leiddi í
ljós leifar af lítilli timburkirkju frá
hámiðöldum og kirkjugarði með gröfum
frá 11. öld.
Þingvellir: Að ósk Þingvallanefndar
var gerð úttekt á stöðu fomleifarann-
sókna á Þingvöllum og lagðar fram
tillögur um rannsóknir, kynningu og
vemdun fornleifa þar.
Alþingishúsreitur: Mjöll Snæsdóttir
gerði athugun á mannvistarleifum vestan
Alþingishússins. Var þessi könnun gerð
að ósk Alþingis vegna fyrirhugaðra
framkvæmda.
Beinarannsóknir: Hildur Gestsdóttir
beinafræðingur rannsakaði aldur og kyn
allra kumlfundinna beina. Var rannsóknin
Archaeologia Islandica 2 (2002) 137-157