Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 5
22/1998 FEYKIR 5
Þegar ég „hjólaði”
í Heimi
Karlakórinn Heimir 1937-1938. Fremri röð frá vinstri: Gísli Jónsson, Vigfús Sigurjónsson
og Bjöm Olafsson. Önnur röð: Gunnlaugur Jónasson, Þorsteinn Sigurðsson, Jón Björns-
son, Magnús H. Gíslason og Halldór Benediktsson. Efsta röð: Ingimar Bogason, Sigurður
Kristófersson, Gísli Stefánsson, Tobías Jóhannesson og Björn Gíslason.
Það verður víst ekki véfengt
að Karlakórinn Heimir er nú
orðinn 70 ára. Þessa merkisaf-
mælis var minnst með íjöl-
mennu og veglegu hófi í fé-
lagsheimilinu Miðgarði nú fyr-
ir nokkru.
Þegar eg lít um öxl þá á eg
dálítið erfitt með að átta mig á
því að kórinn skuli vera orðinn
þetta aldraður. Þegar eg gerðist
þátttakandi hafði kórinn ekki
starfað nema í 9 ár. En nú er
hann bara allt í einu orðinn sjö-
tugur. Já, „tíminn er fugl, sem
flýgur hratt”.
Innkoma mín í þetta sjötuga
söngfélag var með næsta sér-
kennilegum og óvæntum hætti.
Veturinn áður höfðu söng-
mennimir verið 19. Þegarfarið
var að kanna liðið um haustið
kom á daginn að einungis 9
ætluðu að halda áfram, auk
söngstjórans, Jóns Bjömssonar.
Tíu höfðu hætt, þeirra á meðal
báðir einsöngvamir Haraldur á
Völlum og Jón Gunnlaugsson.
Þessir níu menn skiptust
þannig í raddir: Annar bassi:
Halldór Benediktsson Fjalli,
Bjöm Gíslason Halldórsstöð-
um, Tobías Jóhannesson Vall-
holti. Fyrsti bassi: Gísli Stef-
ánsson Mikley, Ingimar Boga-
son Víðimýri, Sigurður Kristó-
fersson Nautabúi. Annar tenór:
Bjöm Ólafsson Kríthóli, Vig-
fús Siguijónsson Brekku.
Fyrsti tenór: Gunnlaugur Jón-
asson Hátúni.
Hér var ekki gott í efni.
Gunnlaugur í Hátúni var að
vísu miklum mun meiri og
betri raddmaður en almennt
gerðist, en engum var ætlandi
að syngja einum á móti átta. En
í engum var uppgjafahugur og
niðurstaðan varð sú að ef takast
mætti að fá þijá nýja liðsmenn,
einn í annan tenór og tvo í þann
fyrsta, þannig að þrír yrðu í
rödd, þá skyldi starfmu haldið
áfram. Og þetta tókst. I annan
tenór kom Gísli Jónsson, þá á
Víðimýri, og í þann fyrsta Þor-
steinn Sigurðsson í Stokk-
hólma og Magnús H. Gíslason
í Eyhildarholti.
Þegar Jón söngstjóri mæltist
til þess að eg gerðist liðsmaður
í Heimi, þá varð eg fljótur að
verða við því. Eg bar mig
mannalega og taldi mig svo
sem engan nýgræðing í kór-
söng. í Hólaskóla hafði eg
sungið bæði í karlakór og kvar-
tett, á Laugarvatni í karlakór og
blönduðum kór. Mér varð hins
vegar fljótlega ljóst að hér var
um sumt ólíku saman að jafna,
þótt eg hugsaði ekki út í það í
byijun. Aður mátti heita að eg
þyrfti ekki að ganga nema
nokkur skref til þess að mæta á
æfingar. Nú blöstu við margar
bæjarleiðir og ekki alltaf auð-
famar. Það átti eg síðar eftir að
sannreyna.
Mér eru í Ijósu minni fyrsta
ferðin mín á raddæfingu hjá
Heimi. Hún var í Varmahlíð en
þar var þá orðin einskonar
miðstöð fyrir starfsemi kórsins.
Eg ákvað að labba upp í Hátún
og verða Gunnlaugi, væntan-
legum raddbróður mínum,
samferða þaðan. Vötnin vora
ísilögð svo ekki ullu þau erfið-
leikum. Mér var tekið tveim
höndurn í Hátúni, eins og jafn-
an síðan.
„Það er best að við förum á
reiðhjólum fram eftir”, sagði
Gulli. „Við verðum mun fljót-
ari þannig”. Mér leist nú miðl-
ungi vel á þessa tillögu. Eg
hafði aldrei áður stigið á reið-
hjól. Þar að auki var komið
myrkur og bæði hjólin ljóslaus.
Eg sagði Gulla auðvitað frá
þessum menntunarskorti mín-
um en hann fullyrti, að eg
mundi óðara ná tökum á reið-
skjótanum og mér til mikillar
furðu reyndist hann þar sann-
spár. Við fórum auðvitað lötur-
hægt á ljóslausum hjólunum
þaraa í myrkrinu en þó er eg
ekki frá því að okkur hafi skil-
að betur en ef við hefðum ver-
ið gangandi.
Segir nú ekki af ferðum
okkar fyrr en við komum að
brúnni á Grófargilsánni. Lítils-
háttar brekka er niður að
brúnni og vildi nú svo böslu-
lega til, að eg missti stjómina á
reiðskjótanum, sem tók rokuna
niður brautarkantinn og hafn-
aði niðri í ánni. Mér leist ekki á
þetta ferðalag svo eg henti mér
af baki og skildi þar með mér
og færleiknum. Eg óttaðist að
hafa stórskemmt hjólið, en
Gulli hins vegar að eg hefði
skrámast illa, en hvorugt
reyndist rétt.
Var nú skammt til Varma-
hlíðar en þar var Jón söngstjóri
mættur og farinn að þenja org-
elið. Og því nær samtímis okk-
ur kom Steini í Stokkhólma í
hlaðið. Þar með var allur hinn
föngulegi fyrsti tenór mættur
og þar með þeir sem boðaðir
höfðu verið á æfinguna.
Kvöldið eftir var svo bössun-
um boðið að mæta en Jón
kenndi þessum þremur rödd-
um. Um annan tenórinn sá
Bjöm á Krithóli.
Eg man það enn yfir hvaða
lög við fórum á þessari fyrstu
raddæfingu. Þau voru: Það
laugast svölum úthafsöldum
eftir Reissinger, Skálareglur
eftir Fr. Abt, Kæreste bruder
eftir Bellmann, Heyr þú móðir
eftir Wennerberg og Ain niðar
eflir Sigurð Þórðarson. Síðar
var svo að sjálfsögðu mörgum
lögum bætt við.
Klukkan 11 lauk æfmgunni
að þessu sinni og við héldum
heimleiðis. Gulli stakk upp á
því að eg gisti í Hátúni. Og þar
sem mér lá svo sem ekkert á þá
var ástæðulaust að vera að
paufast austur yfir Eylendið í
myrkrinu. Því tók eg boði
Gulla með þökkum.
Fyrsta æfingin mín hjá
Heimi var að baki. Eg hafði
lært þrjú ný lög. Hin kunni eg
áður, og auk þess var eg orðinn
útlærður á reiðhjóli. Fyrir því
hafði eg orð Gulla.
Þótt við söngmennimir vær-
um nú ekki nema 12, - eða
þrefaldur kvartett, einum færri
en mér telst til að nú séu í
fyrsta tenór í Heimi og er það
þó fámennasta röddin, - þá var
mikið sungið þennan vetur.
Auk vikulegra æfinga voru op-
inberar söngskemmtanir haldn-
ar á Reykjum í Tungusveit
(Laugarhúsinu), á Stóru-
Ökrum, heima á Hólum,
tvisvar úti á Sauðárkróki og
svo auðvitað í Varmahlíð.
Eg söng ekki í Heimi nema
þennan eina vetur um sinn því
svo hvarf eg burt úr héraðinu.
Heimkominn var eg fljótur að
endumýja kunningsskapinn.
Vera má að eg víki að því síðar.
Magnús H. Gíslason.
Lífeyrissjóður
verkalýðsfélaga á
Norðurlandi vestra
Meginniðurstöður ársreiknings lífeyrissjóðsins
sbr. 7. mgr. 3. greinar laga nr. 27/1991.
Efnahagsreikningur 31/12 1997:
Eignir í þús. króna
Fjárfestingar
Verðbréf með breytilegum tekjum............270.804
Verðbréf með föstum tekjum................694.268
Veðlán.....................................698.745
Aðrar fjárfestingar.........................11.500
Kröfur
Kröfur á launagreiðendur....................45.335
Aðrar eignir
Rekstrarfjármunir og efnisl. eignir..........2.849
Bankainnistæður og sjóðir.................644.163
Eignir samtals.......................... 2.367.664
Skuldir..........................................0
Hrein eign til greiðslu lífeyris.........2.367.664
Ýmsar kennitölur:
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum.........58,05%
Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum.........4,91%
Kostnaður sem hlutfall af eignum............0,37%
Kostnaður á virkan sjóðfélaga...............4.511
Raunávöxtun m.v. neysluvísitölu.............8,71%
Hrein raunávöxtun...........................8,31%
Fjöldi virkra sjóðfélaga.....................1.804
Fjöldi lífeyrisþega............................490
Stöðugildi á árinu..............................2
Dómkórinn í Reykjavík syngur í Höfðaborg á
Hofsósi laugardagskvöld kl. 20,30 og í messu
í Hóladómkirkju á sunnudag.
Aðgangur er ókeypis.