Feykir


Feykir - 15.12.1999, Side 3

Feykir - 15.12.1999, Side 3
43/1998 PEYKIK 3 Söngurinn og vonin var inntakið á útgáfutónleikum Álftagerðisbræðra Það var notalegt í Miðgarði sl. fimmtudagskvöld, þegar Alftagerðisbræður héldu út- gáfutónleika sína, en þeir bmgðu á það fallega ráð að láta aðgangseyrinn renna til fjöl- skyldunnar á Starrastöðum sem hefur átt við mikil veikindi að stríða að undanfömu. Og það var eins og við manninn mælt, Ijölmennt var á staðinn, klukku- tíma fyrir skemmtunina þegar Gunnar Þórðarson hljómsveit- arstjóri ætlaði að taka létta æf- ingu fyrir konsertinn, þá var sal- urinn orðinn þéttskipaður og fullt út úr dyrum. Gunnar sem mun vera óvanur slíkur fjöl- menni á æfingum, lét hana því niður falla, og þeir sem seint komu, eins og t.d. ljósmyndari og blaðamaður Feykis urðu að nota „kjallaraleiðina” til að komast inn, en fjöldi manns varð frá að hverfa. Um 700 manns var á samkomunni og á þessu eina kvöldi safnaðist því talsvert yfir milljónina, en auk þess afhenti séra Ólafúr á Mæli- felli eitt hundrað þúsund krónur frá Lionsklúbbi Skagafjarðar. Ekki verður fjölyrt um söng þeirra Alftagerðisbræðra eða skopskyn, enda brást hvomgt frekar enn fyrri daginn. Það sama má segja um hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, sem Ósk- ar líkti reyndar í galgopaskap sínum við konung ljónanna, og það var frábært viðvik hjá þess- um góðu listamönnum að leggja þessu máli lið. Samkoman byrjaði á því að séra Gísli Gunnarsson sagði nokkur orð. „Við höfum beðið hann séra Gísla að segja eitt- hvað fallegt um okkur bræð- uma”,'sagði Pétur í upphafi kynningar sinnar, og hér á eftir kemur sá boðskapur sem Gísli flutti og var góð byrjun á nota- legu kvöldi: „Eg vil byrja á því að óska Álftagerðisbræðrum til ham- ingju með nýja geisladiskinn og þakka þeim fyrir þann mikla skerf sem þeir hafa lagt til skag- firskrar menningar með söng sínum á liðnum ámm. Söngur- inn hefur löngum verið tengdur Skagfirðingum sterkum bönd- um, aflvaki gleði og hamingju, en einnig hugarfró á erfiðum stundum. Oft hefur söngurinn tjáð okkar dýpstu tilfmningar og gefið okkur jafnframt létta lund, von og bjartsýni. Það má vissulega koma hér fram að við Skagfirðingar emm stoltir af þeim Álftagerðis- bræðmm og undirleikara þeirra Stefáni R. Gíslasyni. Það er okkur mikilvægt að eiga lands- þekkta listamenn í okkar röð- um, sem halda merki okkar á lofti hvert sem þeir fara. Mér þykir vænt um það að hafa fengið að kynnast þeim bræðmm og ég á góðar minn- ingar allt frá bemsku er ég fór í Álftagerði með móður minni og Pétur og Rúna voru uppi á sitt besta. Mikið fannst mér tilkomu- mikið það líf og fjör sem ein- kenndi heimilið og þó var ég nú ýmsu vanur í stómm systkina- hópi. Eg man að ég bar mikla virðingu fyrir Óskari, en það gustaði mikið af honum enda greinilega mikill grallari og laus við það að vera óframfærinn. Með auknum þroska og kynn- um fór ég að bera virðingu fyr- ir þeim bræðmm öllum og að mörgu leyti á öðmm forsendum en í upphafi gagnvart Óskari. Þægilegt viðmót þeirra og létt- leiki em eiginleikar sem við kunnum einnig vel að meta, Jró að þeir séu kannski ekki eins frægir fyrir þá og sönginn. Um leið og við jrökkum fyr- ir það sem hér verður flutt í kvöld af þeim bræðmm og stór- hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar, sem okkur er mikill heiður að fá hingað til okkar, þá þökk- um við einnig fyrir þann hug sem sýndur er, með því að að- gangseyrir að þessum tónleik- um mun renna til heimilisins á Starrastöðum. Eins og við vit- um þá hefur sjúkdómsbaráttan verið þar erfíð og með þessum hætti gefst okkur öllum kostur á að leggja lið í þeirri baráttu. I kvöld gleðjumst við saman en styrkjum urn leið gott mál- efni. Það er mikilvægt og dýr- mætt fyrir þau Eyjólf og Maríu og fjölskyldu þeirra að finna hug okkar sem hér emm saman komin. Og það er einnig mikil- vægt og gott fyrir okkur að finna það og verða vitni að því, að við lifum í samfélagi þar sem að neyð náungans er gaumur gefinn og jregar á bját- ar þá stöndum við saman. I slík- um aðstæðum verður allt dæg- urþras fánýtt og lítilmótlegt og það sem skiptir máli kemur í Ijós. Kærleikurinn og samhjálp- in. - „Því sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.” Söngurinn sem hér mun óma verður því bæði til gleði og hjálpar og þess vegna verður notalegt hér í kvöld. Söngurinn er eins og vonin. Þau búa í brjósti manns- ins og enginn fær numið þau á brott. Þau næra sálina og án söngs og vonar er lífið snautt. Álftagerðisbræður taka lagið við undirleik hljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. Þess vegna mun söngurinn og vonin vera yfirskrift og inntak jressa kvölds. Og við sem sitj- um í salnum og stöndum í for- stofu þökkum fyrir það sem hér er gert. Það er fyrst og fremst þeim sem hér koma fram til sóma, þeim sem að þessu standa og við skulum öll njóta kvöldsins með okkar kæru Álftageðisbræðrum og hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar. Guð blessi okkur öll og líkni þeim sem sjúkir eru. ciJWunid þorláksmessuskötuna! z/susn oiJi/'i/^tMvinutn ýlðéilcýUJvJ/ltv fcetnfituíi áui tnaý þefefe (jtyfUk' DiJskifstitl á UýtiMtn áuutn Slíaíílinlin^abnd

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.