Feykir


Feykir - 15.12.1999, Síða 9

Feykir - 15.12.1999, Síða 9
43/1999 FEYKIR 9 verð 10.980 kr. Ericsson Aioi8s J verð 14.980 kr. með 2 auka framhliðum Höklarnir sem rötuðu heim Sagan af höklunum hennar Hrafnhildar Sigurðardóttur textílkonu, er hlaðin táknum, tilviljunum og skemmtileg- heitum. Sjálfír em þeir gullfal- legir á að líta og fara prestin- um á Hofstöðum, sr. Döllu Þórðardóttur, mæta vel. Höklamir vom í upphafi ekki hannaðir fyrir Hofstaða- kirkju í Skagafirði en eftir á að hyggja er eins og þeir hefðu hvergi annars staðar átt að lenda. Greinarhöfundur hafði tal að listakonunni Hrafnhildi, sem nú stundar meistaranám í skúlptúr í Colorado í Banda- ríkjunum og henni sagðist svo frá: „Þetta byrjaði með því að mér var boðið að vera með á sýningu Kirkjulistahátíðar í Hallgnmskirkju árið 1993. Ég tók mig til og hannaði þessa tvo hökla eftir að hafa fengið fræðslu um kirkjuleg tákn og annað tilheyrandi hjá hjálp- sömum klerkum. Eftir sýninguna vom grip- imir svo til sölu í Kirkjuhús- inu en hreyfðust ekki. Kannski þóttu þeir dýrir en á hvom þeirra vom þó aðeins settar hundrað þúsund krónur sem er mun minna en sér- hannaðir höklar myndu kosta, en það er önnur saga”, sagði Hrafnhildur og bætti því við að önnur ástæða sölutregð- unnar kunni að hafa verið skrautlegt útlit þeirra. „Mér skilst að þeir hafi þótt dálítið kvenlegir”, sagði hún og hló, en gyllingar og sterkir litir setja svip sinn á gripina. „Ég hafði kynnt mér hökla úr kaþólskum sið og þaðan fékk ég þennan gyllta innblástur.” Vildi litla landsbyggðakirkju En áfram með söguna: „Skömmu síðar kom upp sú staða í mínu lífí að ég vonað- ist eftir að ákveðnir hlutir fæm í ákveðinn veg. An þess að eðli málsins skipti meginmáli í þessari frásögn, má segja að mikið hafi legið við og því ákvað ég að heita á einhverja góða kirkju og gefa henni höklana ef atburðarrásin gengi eftir”. Hrafnhildur vildi síður heita á Strandarkirkju eins og allir aðrir, og heldur ekki á kirkju á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún taldi að önnur guðshús þyrftu meira á gjöf- inni að halda. Hún ákvað því að finna litla kirkju úti á landi - „helst þar sem kvenprestur þjónaði því ég vildi ekki gera einhverjum vesalings karl- presti það að þurfa að ganga í kvenlegu höklunum mínum", sagði hún og skellti upp úr. Aheitið var {jess eðlis að gjöfin átti að fara stækkandi eftir því sem útkoman yrði betri. „Ef það sem ég vonaðist eftir yrði gott fengi kirkjan einn hökul, ef það yrði betra yrðu þeir tveir og svo koll af kolli. Niðurstaðan var rúm- lega tveir höklar”, sagði Hrafnhildur og útskýrði í gamansömum tón að með námundarreikningi hafi gjöfin á endanum orðið tveir heilir höklar. Hvorki rúmlega né tæplega. í handbók kirkjunnar las Hrafnhildur að sr. Dalla Þórð- ardóttir væri prestur í fjómm sóknurn í Skagafirði. Þar var kominn kvenpresturinn sem leitað var að og þótti Hrafn- hildi Skagafjörður einnig spennandi kostur þar sem hún vissi að hún ætti ættir að rekja þangað norður. „Þegar ég sá í bókinni nafn Elínborgar Bessadóttur formanns sóknar- nefndar Hofstaðakirkju, vissi ég að hún hlyti að vera skyld mér því bæði nafn og föður- nafn em algeng í minni ætt”, sagði Hrafnhildur sem hringdi strax norður til þess að athuga málið. Og það stóð heima Elín- borg reyndist ættingi Hrafn- hildar og fræddi hana í þeirra fyrsta símasambandi um að sóknamefndin væri einmitt á leiðinni að funda um hökla- kaup innan fárra daga. „Elín- borg sagði mér líka að Hof- staðir hefðu verið kirkjustaður frá því í kaþólsku og fyrr á tímum mikil áheitakirkja. Eft- ir að endurgerð kirkjunnar hófst fyrir um áratug tók fólk upp á því að nýju að heita á kirkjuna sem hefur að sögn gefist afskaplega vel og kirkj- an jafnan notið góðs af.” Um allt þetta hafði Hrafn- hildur ekki hugmynd þegar hún ákvað að heita á Hof- staðakirkju og leggja fram höklana sína, sem vart þarf að taka fram að vom þegar þegn- ir með þökkum. Langalangafi byggði kirkjuna í sumarlok líðandi árs fór Hrafnhildur svo loks norður til þess að afhenda hinar litríku gjafir. „Haldin var stutt athöfn í litlu kirkjunni og saga endur- bygginga á staðnum rakin. Þá kom enn ein tilviljunin í ljós; það varenginn annaren langa langafi minn, Bjöm Pétursson, sem ásamt bróður sínum reisti þá byggingu sem nú heitir Hofstaðakirkja og er hann jarðsettur þar í kirkjugarðin- um ásamt fjölda annarra skyldmenna minna”, sagði Hrafnhildur að síðustu, enn yfir sig undrandi á þessari skemmtilegu atburðarás sem magir myndu eflaust telja að stýrt hefði verið af himneskri hönd. Sigurbjörg Þrastardóttir. (höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu og birtist greinin í þættinum „daglegt líf’ á sínum tíma). Dalla Þórðardóttir prófastur og prestur í Hofstaðakirkju ásamt Hrafnhildi Sigurðardóttur sem gerði höklana. Fyrirframqreidd símkort Vertu frjáls! veldu þína gjöf Nokia 5110 S í MIN N -GSM WWW.GSM.IS Frelsi GSM simamir okkar eru ólæstir. Tilboðin gilda i verslunum Simans. WWW.gsm.is/frelsi Motorola 013288 Innifalið i Frelsi: Simkort og simanúmer, 500 kr. inneign auk 1000 kr. inneignar við skráningu. Talhólf. Númerabirting. SMS textaskilaboó.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.