Feykir


Feykir - 15.12.1999, Blaðsíða 10

Feykir - 15.12.1999, Blaðsíða 10
ÍOFEYKIR 43/1999 Á þeim dögum höfðu menn nægan tíma Gömul heimsókn farin öðru sinni Ritstjóri Feykis óskaði eftir því að ég setti á blað nokkrar línur til birtingar f jólablaði Feykis um kynni mín af Eyþóri Stefáns- syni. Þótt þetta sé ekki auðgert er sjálfsagt að verða við þessu. Feykir gegnir merkilegu hlutverki í okkar samfélagi hér í Skagafirði. Og þótt það virðist utan þessa efnis þá held ég að við ættum að auka umræður og skoðanaskipti í Feyki um þau mál sem okkur varða. Okkur ber að styðja og efla útgáfu þessa blaðs og með það í huga játaði ég þessu erindi ritstjórans. Þessi samantekt er þó með öðrum hætti en ég hefði sjálfur óskað. Kynni okkar Eyþórs Stefánssonar hófust eitt síðdegi milli jóla og nýárs 1962. Ég var gestkomandi hér á Króknum þessi jól. Starfaði sem blaðamaður og ristjórinn hafði sagt við mig að eiga viðtal við Eyþór. Er- indi mínu tók Eyþór af þeirri uppgerð- arlausu kurteisi sem honum var svo eiginleg. Viðtalið sem ég átti við hann bar þá fyrirsögn sem þessi samantekt ber; á þeim dögum höfðu menn næg- an tíma. Vík ég að þessu viðtali síðar. Eftir að ég settist að hér á Krónum síðla á sjöunda áratugnum fóru kynn- in af Eyþóri ekki um sviðið í Bifröst eins og margir mundu ætla. Hér var starfandi guðspekistúka og fóru fund- ir fram á heimili þeirra Sissu og Ey- þórs. Björn Egilsson frá Sveinsstöð- um var forseti þessarar stúku og stjómaði fundum. Þetta voru ákaflega skemmtilegar stundir, enda lifandi og skemmtilegir félagar í þessari stúku og skoðanaskipti skemmtileg, lifandi og glaðvær. A einum fundanna hnippti Adolf Bjömsson, rafveitustjóri í mig og benti mér á að forsetinn væri sofnað- ur í stólnum. Og svaf vært. Og Bjöm rauk ekki upp með andfælum heldur kom til meðvitundar með bros á vör og sagði að gott væri að líða útaf við þessar kringumstæður og öðlast hvíld og frið og hann væri eins og endur- fæddur. Eyþór á kunnuglegum slóðum, að stjórna Kirkjukór Sauðárkróks. Sigríður Auðuns er við hljóðfærið. Og ég fór upp á loftið. Þar var allt í röð og reglu í pappakösum og ekki mikið mál að koma þessu niður. Og þama kenndi margra grasa. Handrit að ýmsum hlutverkum og leikritum, leik- munir og umfram annað fágætir bún- ingar og þá meðal annars allir búning- amir úr Nýársnóttinni, iýrsta verkefni Leikfélags Sauðárkróks 1942. Og þegar þetta kom niður fylgdu þessu athugasemdir húsráðenda, skýringar Eyþór einbeittur við orgelið. Myndir / Héraðsskalasafn Skagfirðinga. Heimili þeirra Sissu og Eyþórs mun hafa verið vettvangur þeirrar marháttuðu félagsstarfsemi sem þau komu nærri. Því var þetta atvik rifjað upp. Og það var ávallt gott að sækja þau heim. Heimili þeirra var aðsetur höfðingja og allt fas með þeim hætti. Allt viðmót laust við tilgerð. Tekið á móti gestum af uppgerðarlausri alúð. Eftirminnilegasta heimsóknin í Grænubrekkuna var í febrtíar 1971. Eyþór var þá nýorðinn sjötugur. Kári Jónsson, formaður Leikfélags Sauðár- króks, gerði mér orð einn dag og boð- aði mig á sinn fund á pósthúsinu og flutti mál sitt af þeim gáska og húmor sem honum var eiginlegur á góðum stundum. „Jæja, Jón minn, nú verður þér falið sérstakt hlutverk á vegum Leikfélags Sauðárkróks því þú munt hæfastur til að fara með það. “ Og ég viðraðist auðvitað allur upp við þenn- an inngang og sá fýrir mér stórkostleg afrek á sviðinu í Bifröst um næstu Sæluviku. „Þannig er mál með vexti að Eyþór hefur haft samband við mig”, hélt Kári áfram máli sínu, „og hefur óskað eftir því að leikfélagið taki í sína vörslu ýmislegt dót sem er uppá háalofti hjá þeim. Við ræddum þetta á stjómarfundi í gærkveldi og kom saman um að enginn væri hæfari til að skríða háaloftið en þú.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.