Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 1/2000 Aldamótadagskrá í Sauðárkrókskirkju Gengin spor við aldahvörf, nefndist dagskrá sem flutt var í Sauðárkrókskirkju miðvikudag- inn 29. desember. Þar sungu Kirkjukór Sauðárkróks og fé- lagar úr Karlakórnum Heimi nokkur lög eftir skagfirsku tón- skáldin þrjú, Eyþór Stefánsson, Jón Bjömsson og Pétur Sigurðs- son, og í kringum sönginn flétt- aði Jón Ormar Ormsson saman- tekt sinni á ýmsu merku og skemmtilegu í sögu Sauðár- krókskirkju, sem spannar rúm- lega tuttugustu öldina og tengist á margan hátt sögu byggðarinn- arundirNöfum. Það var sóknamefnd Sauðár- krókskirkju sem stóð fyrir þess- um viðburði í kirkjunni og var hún þéttskipuð og undirtektir kirkjugesta góðar. I kveðju frá sóknarnefnd segir að í tilefni þessara miklu tímamóta, nýs árþúsunds og há- tíðahalda víða um land í tilefni 1000 ára sögu kristni á Islandi, hafi sóknarnefnd þótt við hæfí að leggja sitt lóð á þá vogarskál og gefa þeim í sókninni, sem Kirkjukór Sauðárkróks syngur við stjórn og undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. hug hefðu á, kost að eiga góða stund í kirkju sinni og rifja upp atriði úr sögu Sauðárkrókskirkju í tónum og orðum. „Þó sú saga spanni aðeins rúm hundruð ár, er hún mjög merkileg vegna þess þáttar sem kirkjan hefur átt í menningar- sögu staðar og héraðs. Það er ósk sóknarnefndar að svo verði áfram og að við næstu árþús- undaskipti geti söfnuðurinn litið yfir farinn veg með jafnmiklu þakklæti og við gerum nú á þessari kvöldstund. Bygging Sauðárkrókskirkju var mikið átak fámennum söfn- uði á sínum tíma, en söfnuður- inn gekk einhuga að því verki og mun lengi verða vitnað til þess. Söfnuðurinn stóð einnig vel að baki sóknarnefndinni, þegar velheppnuð endurbygg- ing og stækkun kirkjunnar fór fram fyrir nokkrum árum. Þetta og aðra ræktarsemi safnaðarins er verið að þakka með þessari dagskrá. Sóknarnefnd þakkar einnig af heilum hug öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg við gerð dagskrárinnar, svo og öllum flytjendum", sagði Gest- ur Þorsteinsson formaður í kveðju frá sóknamefnd. Félagar í karlakórnum Heimi syngja lög eftir Eyþór Stefánsson við flautuleik systranna Söru Katrínar og Berglindar Stefánsdætra, stjórnanda Heimis. MP"^B|j Heilbrigðisstofnunin ^Jfjfj^ Sauðárkróki Eftírtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í janúar og februar: Tímabil 3/1 - 14/1 17/1 - 21/1 24/1 - 28/1 31/1 - 11/2 14/2 - 18/2 21/2 - 25/2 Tímapantanir í síma 455 4000. Læknar Hrafnkell Óskarsson Edward Kiernan Haraldur Hauksson Arnbjörn Arnbjörnsson Shree Datye Jónas Franklín Sérgrein skurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir bæklunarsérfræðingur skurðlæknir kvensjúkdómalæknir Jóhann Már Jóhannsson og Sigurdríf Jónatansdóttir syngja dúett í lagi Péturs Sigurðssonar. EndurhæfingarstöðHeílbfigðisstofnunaf Höfðinglegar gjafir á vígsludaginn Á vígsludegi endurhæfingarhússins bárust Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki tvær höfðinglegar gjafir, sem nýtast eiga í nýju aðstöðunni. Verslunin Hlíðarkaup gaf nuddtæki að verðmæti 150.000 krónur og Kvenfélag Staðarhrepps gaf kr. 100.000 til tækjakaupa. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Askriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.