Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 1
FEYKI JL» Óháð f 12. janúar 2000, 2. tölublað 20. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar Hundrað milljónir í skólabyggingar „Okkur er sniðinn mjög þröngur stakkur á þessu ári, vegna þess að við munum láta 100 milljónir í uppbyggingu grunnskólans á Sauðárkróki. Við gerum þó ráð fyrir að skuldir muni lækka um 20 milljónir á árinu, lán verði greidd niður um 90 milljónir en nýja lántökur verði 70 milljónir. Ég tel að þessi áætlun sé mjög raunhæf, en hinsvegar er ekki neitt í þessari áætlun um sölu eigna, s.s. ef við mundum selja bréfin í Steinullarverksmiðjunni að þá koma skuldir væntanlega til með að lækka meira ", segir Gísli Gunnarsson forseti sveit- arstjórnar Skagafjarðar, en fyrri umræða um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar var í sveitarstjóm í gær. Gísli segir að rekstur og framkvæmdir séu ansi háir lið- ir í áætluninni, eða um 400 milljónir af 750 milljóna tekj- um sveitarsjóðs. Skatttekjur, út- svar, fasteignagjöld og framlag frá jöfnunarsjóði eru áætlaðar 728 milljónir. Þá er framlag veitna til sveitarsjóðs áætlað 20 milljónir króna. „Það sem okk- ur vantar eru auknar tekjur í sveitarfélaginu", segir Gísli. Helstu rekstrarliðir sveitar- sjóðs eru: Rekstur, gjöld kr. 715.685.000, tekjur kr. 766.399.000. Gjaldfærð fjár- festing, gjöld kr. 56.820.000, tekjur kr. 8.610.000. Eignfærð fjárfesting, gjöld kr. 147.000.000, tekjur kr. 20.000.000. Slökkt í þrettánda- brennunni á Krók Fjöldi manns mætti í blysför og til þrettándabrennu hjá skátafélaginu Eylífsbúum sl. fimmtudagskvöld. Brennan varð þó mjög endaslepp þar sem vindur snérist snögglega til austurs í þann mund sem kveikt var í kestinum. Sá slökkiviliðið sitt óvænna, enda stóð bálið beint á fólkið, og slökkti í kestinum. Myndaðist allmikill reykur og var fólk fljótt að forða sér að vettvangi, enda breyttust aðstæður á skammri stundu til hins verra. Að sögn Óskars Óskars- sonar slökkviliðsstjóra fóru hlutirnir eitthvað úr böndum verðandi brennuna, þar sem að bálksturinn var mun stærri en leyfi var veitt fyrir, eða fimm sinnum stærri eins og Oskar orðaði það. Óskar sagði að staðsening bálkastarins, skammt frá Tengli og Bjarna Har„ byði ekki upp á stóran köst, enda hefði frekað verið um varðeld að ræða en bálköst hingað til á þessum stað. „Þetta bál hefði eftir stærðinni að dæma frekar átt að vera á brennustæði bæjarins", sagði Óskar. Það gladdi þakklátt hjarta sjúklinga og starfsfólks sjúkradeildar Sjúkrahúss Skagfirðinga þegar dansflokkur úr ungmennafélögunum Smára og Tindastóli sýndu álfadans á deidlinni sl. laugardag. Mynd / Pétur Ingi Björnsson. Óvíst hvort sveitarstjóraskipti verða í Skagafírði að sumri „Ekki með mann á hendi" segir forseti sveitarstjórnar „Ég vinn samkvæmt mínum samningi og hann gerir ráð fyrir því að minn starfstími sé útí í sumar. Annað hef ég ekki um málið að segja", sagði Snorri Björn Sig- urðsson sveitarstjóri. Snorri var í upphafi kjörtímabils ráðinn til tveggja ára og samkvæmt því gætu orðið sveitarstjóraskiptí í sumar. Gísli Gunnarsson forseti sveitastjórnar sagði að þetta mál hefði ennþá ekki verið rætt. „Við erum ekki með mann í hendi til að taka við og það er ennþá í gildi að samningur Snorra renni út um mitt sumar. Hins vegar er ekki útlokað að sá samingur verði endurskoðaður, komist aðilar að samkomulagi um það." Aðspurður hvort það sé ekki að ýmsu leyti slæmt að ráða í svo veigamikið starf fram á mitt kjörtímabil, sagði Gísli að það gæti sjálfsagt verið álitamál. „Sumir vilja meina að það sé minna um gott og reynt fólk á lausu á miðju kjör- tímabili, en ég vil meina að það sé alltaf hægt að ná í gott fólk. Síðan er það spumingin hvort það sé betra eða verra fyrir samstarfsaðila í sveitarstjóm að ná saman um mann á miðju kjörtímabili. En þetta em kannski ákaflega loðin svör sem ég gef þér, en eins og þú heyrir þá er ekki hægt að slá neinu föstu um það hvort að sveitarstjóraskipti verða í sumar eða ekki", sagði Gísli Gunnarsson forseti sveitar- stjómar. Þó það komi vangaveltum um sveitarstjóraskipti ekkert við, þá má í leiðinni geta þess að sveitarstjóri Skagafjarðar hefur nú um stundir búið í eigin húsnæði. Það varð til þess að ákveðið var að selja íbúð þá er sveitastjóri og áður bæjarstjóri Sauðárkróks hafði til umráða við Skagfirð- ingabrautina. Hún var seld á liðnu hausti ásamt bflskúr sem henni fyldu og fékkst fyrir þessa eign liðlega átta milljónir. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ÆÞ bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílavidgerðir Hjólbardavidgerdir Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.