Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 3
2/2000 FEYKIR 3 Við lambaskoðun í haust. Kristján Óttar Eymundsson og Jóhannes Ríkharðsson, sem heldur á væntanlegum lífhrút. Mynd/Örn. Lífvænlegir hrútar frá Skörðugili og Deplum Dægurlagakeppni kvenfélagsins byrjuð Frestur til að skila lögum til 2. febrúar Dægurlagakeppni Kvenfé- lags Sauðárkróks 2000 er nú haf- in. Þegar hefur verið auglýst eft- ir lögum í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skagfirðinga föstu- daginn 5. maí n.k. Öllum laga- og textahöfund- um landsins er heimil þátttaka. Aðeins verða tekin til greina verk sem ekki hafa verið flutt opinberlega né gefin út áður. Verkin skulu vera á hljóðsnæld- um eða diskum og textar á ís- lensku. Þátttakendur skili verk- um sínum inn undir dulnefni á- samt þátttökugjaldi kr. 1.000 fyr- ir hvert lag. Rétt nafn og heimil- isfang skal fylgja með í vel merktu og lokuðu umslagi. Síðasti skilafrestur er 2. febr- úar 2000. Miðað er við að þátt- tökugögn séu póstlögð í síðasta lagi þann dag. Póstfang er „Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks”, Pósthólf93, 550 Sauðárkrókur. Dómnefnd mun velja tíu lög til að keppa á úrslitakvöldi þann 5. maí og mun þá sérstofnuð hljómsveit flytja lögin ásamt söngvurum sem höfundar velja. Sérskipuð dómnefnd ásamt áheyrendum munu velja sigur- lag. Vegleg ve'rðlaun verða veitt. Kvenfélagið áskilur sér allan rétt til hvers kyns útgáfu á þeim tíu lögum sem komast í úrslit. Framkvæmdastjóri keppn- innar er Helga D. Amadóttir og hljómsveitarstjóm er í höndum Eiríks Hilmissonar. „Dægurlagakeppni Kvenfé- lags Sauðárkróks” er árlegur við- burður í Sæluviku Skagfirðinga. Keppnin hefur áunnið sér fastan sess í þjóðlífinu sem helsti vett- vangur fyrir fjölmarga tón- og textahöfunda sem vilja koma verkum sínum á framfæri. 4000 lömb ómskoðuð í Skagafirði Ekið á hross við Geitaskarð í Langadal „Ég skoðaði lömb á 80 bæjum í héraðinu í haust og af þeim var um helmingur- inn með hrúta í afkvæmis- rannsókn. Nú er svo komið að langflest stærri fjárbúin í héraðinu láta skoða líflömb með ómsjá og velja nteiri- hluta lífgimbranna þannig. Þetta hefur vaxið ár frá ári og er það mesta sem ég hef skoðað á einu hausti”, sagði Jóhannes Ríkharðsson sauð- fjárræktaráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Skagafjarðar þegar tíðindamaður Feykis innti hann eftir niðurstöðu úr lambaskoðun haustsins. Það voru 4000 lömb sem mæld voru að þessu sinni, þar af 527 hrútlömb. Af þessum lömbum voru liðlega 800 sem urðu til við sæðing- ar árið á undan, en sérstök áhersla er lögð á að skoða þau. Einnig voru skoðaðir 120 veturgamlir hrútar, nokkrir af þeim aðkeyptir frá Ströndum og Snæfellsnesi. Ómsjáin gerir kleift að mæla af nokkru öryggi bæði vöðva og fitu í kindinni. Með því móti er hægt að velja þannig til lífs þá einstaklinga sem hafa æskilegustu byggingu til kjötframleiðslu. Tveir stigahæstu lamb- hrútar í héraðinu með 86,5 stig reyndust vera frá Syðra- Skörðugili og Deplum. Sömu heimili áttu einnig tvo næstu hrúta sem hlutu 86 stig. Þar á eftir komu hrútar frá Miðhúsum í Óslandshlíð, Geldingarholti I-III og tveir frá Óslandi með 85,5 stig. Af veturgömlum hrútum stóð Hvati frá Litlu-Brekku efstur með 87 stig og næstur hon- um kom hrútur frá Geir- mundarstöðum, keyptur frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, með 86,5 stig. En með 86 stig voru Saumur frá Syðra- Skörðugili og Sindri frá Þrasastöðum, keyptur frá Smáhömrum í Strandasýslu. Það var athyglisvert að af 40 stigahæstu lambhrútunum voru aðeins 17 tvílembingar. Það hlýtur að teljast óhag- stætt hlutfall jafnvel þó svo að frjósemi væri víða minni í vor en í meðalári. ÖÞ. Aflífa varð hross við Geita- skarð í Langadal eftir að hrossa- hópur hafði farið upp á veginn. Fólk í fólksbíl, sem lenti á hross- unum, slapp án teljandi meiðsla, en bíllinn er nánast gjörónýtur. Að sögn lögreglu er allt of mikið um að hross séu við vegi og eftirlit með þeim sé ekki nægt, þar sem að það skapi ætíð h'fshættu fyrir vegfarendur sleppi hross úr hólfi. Sem betur fer hef- ur þó ástandið verið betra nú í vetur en oft áður, en betur má ef duga skal. Að mati lögreglu er tímabært að sveitarstjómir sam- þykki að banna lausagöngu bú- fjár og taki fastar á þessum mál- um en gert hefur verið hingað til víða. Feykir Síminn er 453 5757

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.