Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 5
2/2000 FEYKIR 5 Knattspyrnulið Hólaskóla, sem atti kappi við Akureyr- inga. Frímann er í miðju í fremstu röð, en meðal annars má þekkja Jón Karlsson úr Bárðardal, seinna á Sauðár- króki, í öftustu röð til vinstri. var ráðskona hjá honum. Sig- urður bróðir þeirra sem líka var einhleypur, móðir þeirra Pálína Björnsdóttir sem þá var gömul kona. Faðir þeirra var lifandi þá, Jónas Jónsson, hann var húsa- smiður og vann mikið utan heimils, því börnin tóku snemma við hér. Svo var ónnur systir, Margrét Jónasdóttir og hennar maður Guðvarður Guð- mundsson. Áttu þau þrjár dætur og var sú yngsta líklega sjö árum eldri en ég. Eg man að fyrsta morguninn sem ég kom hérna út, það hefur líklega verið í júní eða svo, að þá voru níu heimagangar héma á hlaðinu. Eg hef nú hugsað um það síðan, að ég vildi ekki standa í því að hafa níu heima- ganga. Nám og íþróttadella Ég gekk í barnaskólann hér, sem þá var á Frostastöðum. Þá var kennarinn Rögnvaldur Jóns- son frá Flugumýrarhvammi. Svo lá leiðin í Hólaskóla þegar ég var 18 ára gamall, þó ég hefði eginlega lítinn áhuga fyrir því, ef ég segi þér alveg eins og er. Áhuginn á þessum árum beindist meira að íþróttum en búskap. Þegar ég var 14 ára komst ég í íþróttablað sem þá var gefið út af þeim Jóhanni Bernhard og Brynjólfi Ingólfs- syni, sem voru miklir íþróttaá- hugamenn. Þegar ég komst í þetta blað fylltist ég miklum áhuga, enda voru þá í vændum Olympíuleikarnir í London sumarið eftir, 1948. Þetta sum- ar og lengi þarna á eftir mundi ég þrjá efstu menn í hverri grein frjálsra íþrótta, en núna man ég lítið af seinni tíma mönnum, þó ég fylgist talvert með íþróttum. Voru þið þá talsvert í íþróttum hérna í sveitinni? „Nei það var ekki mikið. Ungmennafélagið Glóðarfeykir var þó starfandi en engin að- staða til íþróttaiðkunar. Við gerðum okkur þó smáaðstöðu á Miðgrund, útbjuggum okkur m.a. langstökksgryfju. Félagið átti kúlu og kringlu og sjálfur eignaðist ég spjót. Það kom kennari til okkar í stuttan tíma, Kristján Jóhannsson úr Svarfað- ardal, þekktur hlaupari sem sló flest metin hans Jóns Kaldals og mörg þeirra stóðu ansi lengi. Hann var að leiðbeina hjá ung- mennasambandinu og kom til okkar í nokkur skipti. Við vor- um náttúrlega bíllausir strákar á þessum tíma en reyndum þó að komast. Það voru margir ungir menn hér á bæjum og fóru seinna í burtu en nú gerist. Talsverður í- þróttaáhugi var um tíma en svo koðnaði þetta niður. Annars var ekki mikill áhugi hér á heimil- um fyrir íþróttum og það þótti ekkert snyðugt að vera t.d. að djöflast í fótbolta í tvo tíma og vera þá kannski að drepast úr strengjum næsta dag. Og það var algjör forgangssök að meiða sig í þessu ati og því reyndi maður gjarnan að leyna því ef einhver skakkaföll urðu og maður heltist. Atvinnumaður í tuski Þeir bræður hér Björn og Sigurður voru ekki mikið fyrir íþróttir, en voru heljarsterkir báðir, sérstaklega Björn. Her- mann bróðir þeirra var mikill á- hugamaður um glímu, sem hann lærði eftir að hann fór héð- an. Hann hafði ekkert að gera í bræður sína meðan hann var héma heima, en var ákaflega áflogagjam og setti sig ógjarnan úr færi ef fólk kom í heimsókn, hvort sem það voru fullornir eða unglingar, að tuskast svolítið við gestina. Hann mátti þó eiga að þó hann lenti undir, þá var hann ekki að erfa það, heldur reyndi að finna út einhver ráð hvernig hann gæti snúið á andstæðing- inn næst. Það var hérna bær upp með fjallinu sem Axlarhagi hét. Bóndinn þar var Eiríkur Magn- ússon og ívjá honum ungur mað- ur sem Karl hét, harðvítur strák- ur og sterkur, en ekki áfloga- gjam. Hann kom hingað í heim- sókn og þeir Hermann tuskuð- ust lengi dags. Eiríkur sagðist hafa séð til stráksa þegar hann staulaðist heim um kvöldið og þurfti þá að hvfla sig ansi oft með því að tylla sér á þúfu. Hann var sagður liggja í rúminu daginn eftir, og þegar Hermann spurði þau tíðindi, sagðist hann telja sig sigurvegara í viðureign- inni, því hann hafi þó verið á fótum þennan dag. Hermann kom hingað stund- um í heimsókn, og þá kom fyrir að þurfti að ná í hann á hestum vestur í Miðfjörð, það var ekki um annað að ræða. Hann var ákaflega skemmtilegur gestur, en talaði ekkert um pólitík, held- ur sagði sögur af minnisstæðu fólki hér, körlum og kerlingum. Ég heyrði skemmtilega sögu af samskiptum þeirra bræðra eftir að Hermann varð lögreglu- stjóri í Reykjavík. Hann kom þá hingað í heimsókn og þeir voru að spyrja hann um statfið. Hann sagði að það kæmi oft fyrir að það þyrfti að senda menn í hús út í bæ til að skakka leikinn, koma mönnum út og þetta nokkuð. Björn fór nú eitthvað að efast um að það þýddi alltaf að senda menn eina, það væri ekki alltaf að vita hver væri í húsinu, hvort það réði við þetta einn maður. Hermann sagði að menn yrðu samt gjarnan að glíma við þetta einir. Jæja, þetta var í gamla bæn- um, þrjú lítil herbergi hvort við endann á öðru og gangur við hliðina. Það endaði með því að Björn var svo ákveðinn í mein- ingu sinni að þeir prófuðu þerta í bænum, hvor færi með hvom. Þeir tókust á gríðarlega, harðvít- ugir báðir, Hermann hundvanur, atvinnumaður í tuski, en ekki Björn. Hermanni gekk vel til að byrja með, kom honum miðja vegu fram ganginn, en þar snérist taflið við og Björn fór inn með hann aftur. Og hafði rétt fyrir sér að það þýddi ekki að senda hvem sem væri. Einhverju sinni þegar þurfti að taka í sporta hér, þá ætlaði ég að hjálpa til, en lenti óvart með fínguma inni í hendinni á Bimi. Ég kenndi ógurlegan sársauka þegar Björn læsti hendinni, það var hreint ekki gott", segir Frí- mann og hlær þegar hann rifjar upp þessar skemmtilegu minn- ingar af þeim Syðri-Brekkna- bræðrum. Vinkonurnar En hvað með búskapinn í dag, býrðu aðallega með fé? „Já ég bý með fé og hross, hef alltaf haft mikinn áhuga fyr- ir hrossum. Ég held ég hafi ekki lifað hamingjusamari dag en fermingardaginn minn. Fóstra mín gaf mér þá þriggja vetra meri og fóstri minn tveggja vetra fola, sem var minn draumahestur og mig langaði óskaplega í. Fólkið héma á bæn- um gaf mér svo 500 krónur sem dugðu fyrir hnakki og beisli, þannig að mér fannst ég vera orðinn þónokkuð ríkur. Ég hef alltaf selt talsvert af hrossum og útlendingar t.d. komið og skoðað hrossin hjá mér. Það er svo skemmtilegt að hingað hafa komið í heimsókn ungar stúlkur af Norðurlöndun- um og frá Austurríki. Þær hafa haldið sambandi við mig sumar og koma gjarnan í heimsókn og stundum tölum við saman í síma. Þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér norsk stúlka, sænsk og austurrísk. Mér fínnst merkilegt að stelpur á þessum aldri, um og innan við tvítugt vilji blanda geði við svona karl eins og mig sem er á aldur við afa þeirra. Ég hef ákaflega gaman af samskipt- um við ungt fólk. Það er dálítið bil á milli okkar og unga fólks- ins. Það hugsar öðru vísi og get- ur ýmislegt sem við getum ekki. Ég segi það ekki að ég hefði kannski ennfrekar viljað þekkja þessar ungu stúlkur þegar mað- ur var yngri", segir Frímann og það kemur blik í augun. „Draumarnir komnir í gegn hjá manni, eða gengu ekki upp, þegar maður var ungur. Svo hafa líka verið hér í sveit ungir menn sem halda tryggð við mig ennþá og koma í heimsókn þeg- ar tækifæri gefst. Svo fer maður auðvitað á bæi að hitta fólk og notar sím- ann. Annars var í mínu ung- dæmi þegar maður fór á bæi, sendur einhverra erinda, að við- kvæðið var: „Þú átt ekki að vera að tefja fyrir fólki, komdu fljótt aftur." Svei mér þá ef þetta situr ekki í manni ennþá þessi upp- eldisáhrif. Það þótti ekki snyðugt að fara á bæi að leika sér eða skrafa við fólk", sagði Frímann að endingu. Útsala Útsala Útsalan hefst fimmtudaginn 13. janúar 20 -70% afsláttur Nýtt kortatímabil Sluufnrílinainbiið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.