Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 8
Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra 12. janúar 2000,2. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hæstu ávöxtun íáratug! L Landsbanki íslands í forystu tíl framtíðar ' Útibuií á Sauðárkróki - S: 453 5363 . Alftagerðisbræður hafa verið að gera það gott að undanfórnu eins og jafnan. Þótt geisladiskur þeirra væri með seinni skipunum fyrir jólin, varð hann samt einn af þeim þremur söluhæstu og á eflaust erfir að fá mun meiri sölu. Myndin er frá því bræðurnir sungu við opnun nýrrar endurhæfingarstöðvar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki um daginn. Bjarni og Skapti í stjórn Hestamiðstöðvar íslands Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í gær voru kosnir tveir fulltrúar Sveitar- félagsins Skagafjarðar í stjórn Hestamiðstöðvar Is- lands. Þeir eru Bjarni Egils- son á Hvalnesi og Skapti Steinbjörnsson á Hafsteins- stöðum, sem hefur snúið heim að nýju eftír skamma dvöl í Bandaríkjunum. Þriðji mað- ur í stjórn verður fra ráðu- neytunum sem málinu tengj- ast og er reiknað með að það verði Sveinbjörn Eyjólfsson aðstoðarmaður landbúnaðar- ráherra. Sem kunnugt er var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélagsins fyrir áramótin. Það gerir ráð fyrir 30 milljónum frá ríkinu, 15 frá sveitarfélaginu og reiknað er með a.m.k. fimm milljónum frá einkaaðilum til rekstursins á næstu fimm árum. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar segir að nú þegar stjóm hafi ver- ið skipuð geti þetta farið af stað á fullum krafti. Fyrsta verkefnið sé að auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra hestamiðstöðvar- innar og verði það væntanlega gert alveg á næstunni. Reiknað er með að tveir aðrir starfsmenn verði ráðnir en væntanlega munu menn bíða og sjá til og framkvæmdastjóri hafa þar hönd í bagga þegar þar að kem- ur. Varamenn þeirra Bjarna og Gísla frá sveitarstjórn Skaga- fjarðar eru þeir Bjarni Marons- son og Guðmundur Sveinsson. Hjálmar fimdar með Rannsóknarráðinu Hjálmar Jónsson fyrsti þing- maður kjördæmisins, formaður landbúnaðarnefhdar og fjárlaga- nefndarmaður, segir að engir peningar séu eyrnamerktir á fjár- lögum til uppbyggingar rann- sóknarmiðstöðvar atvinnugreina á Keldnaholti, sem meingar vom í þinginu skömmu fyrir jólin að embættismannakerfið væri að hrinda af stað. Það var einmitt mágur Hjálmars, Jón Bjamason, sem óskaði eftir þessari umræðu. ,Þess sést enginn staður í fjárlög- um og rangt að menn hafi verið að smygla því þar bakdyramegin inn. Á fjárlögum verður heldur ekki greint að landsbyggðin fari varhluta af framlögum til rann- sóknar- og kennslustarfa. Til dæmis hafi framlög aukist nokk- uð til verkefna á Hólum, Hvann- eyri og Reykjum í Ölfusi. Aukn- ingin til Hóla nemur á annan tug milljóna, til Bændaskólans Hól- um og starfseminnar á staðnum." Hjálmar segir alveg ljóst að það séu þingmenn sem ráði ferð- inni í málum sem þessum og embættismannakerfið muni ekki taka völdin. „Engu að síður hef ég ákveðið að óska eftir fundi með formanni og framkvæmda- stjóra Rannsóknarráðs ríkisins til að ræða ýmiss mál er tengjast landbúnaðamefndinni", segir Hjálmar Jónsson. I fyrrgreindri umræðu í Al- þingi fyrir jólin var vikið að því að áformin um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvarinnar væri stórfelld, á þriggja hektara svæði á Keldnaholti, þar sem safna ætti saman öllum rannsóknarstofhun- um á landinu, einnig þeim sem staðsettar væm út á landsbyggð- inni, svo sem Landgræðslunni og Skógrækt ríksins. Væntan- lega mun Hjálmar spyrja for- svarsmenn Rannsóknarráðs rík- isins út í þessi áform, en spjótin beindust að þeim þegar umræð- an var í þinginu fyrir jólin. Óhöpp í hálkumii Bíll fór út af vegi í hálku og dimmviðri íGiljareitum á Öxna- dalsheiði á sunnudagskvöldið. Fólk slapp án teljandi meiðsla í bflnum en hann er talsvert skemmdur. Þá varð kona fyrir því óhappi að renna illa til við félagsheimlilið Ljósheima í há- deginu á mánudag, í hálku og hvassviðri. Konan reyndist ökklabrotin og var hún flutt til aðgerðar á bæklunardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Auðunnarstofa vígð á næsta ári Hólanefnd fer til Noregs seinna í þess- ari viku til að taka við þjóðargjöf Norð- manna vegna byggingar Auðunnarstofu á Hólum, en Norðmenn ætla að gefa tíl- hoggin við í húsið. Búið er að höggva við- inn og koma honum í þurrkun og áætl- að er að hann verði tílbúinn tíl afhend- ingar með haustinu. Áætlað er að Auðunnarstofa verði tekin í notkun snemmsumars 2001, en í bygg- ingunni verða auk minjasafns fyrir kirkju- lega muni; svo sem Hólaprentið, biskups- stofa og aðstaða sem nýst gæti til fræði- mennsku. Af hálfu Hólanefndar fara í förina til Noregs: Bolli Gústavsson vígslubiskup, Jón Bjarnason og Hjálmar Jónsson, auk Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings. Aætlað er að bygging Auðunnarstofu muni kosta um 25 milljónir króna, að frá- dreginni gjöf Norðmanna, sem einnig er hugsað sem framlag frænda okkar til auk- innar verkþekkingar á íslandi, en þeir munu kenna iðnaðarmönnum okkar vinnu- brögðin við samsetningu hússins. Á fjár- lögum þessa árs eru 12 milljónir til verk- efnisins og sama upphæð var einnig á fjár- lögum síðasta árs, þannig að fjárveitingar- valdið hefur uppfyllt þær óskir sem að því var beint vegna þessara framkvæmda. * ^w -K GLEÐilEGA.. NYJA GLD! BRYWJAES

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.