Feykir


Feykir - 09.02.2000, Qupperneq 7

Feykir - 09.02.2000, Qupperneq 7
6/2000 FEYKIR 7 Sigrún Alda Sighvats fulltrúi Sjálfstæðismanna í sveitarstióm Skagafjarðar „Þá geta menn ekki ráðskast með fjármuni veitnanna" Sigrún Alda Sighvatsdóttir einn fimm fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjóm Skaga- fjarðar styður ekki félaga sína í meirihlutanum um 5% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Skagafjarð- ar, sem á að taka gildi 1. apríl nk.. Sigrún leggst harðlega gegn þessari hækkun og hefur lagt fram hugmyndir um spamað í bæjarkefmu á móti hækkuninni, sem áætlað er að auki tekjur hita- veitunnar um 4,6 milljónir á ári. Sigrún vill m.a. fækka fulltrúum í nefndum sveitarfélagins úr fimm í þrjá og segir að það spari 3,7 milljónir á ári, en sú tillaga hefur ekki fengið hljómgmnn. Sigrún segir að fylgjendur hækkunarinnar hafi fært fram tvenn rök og hún sé þeim ósam- mála. í fyrsta lagi að nauðsyn hækkunar sé vegna þess að gjaldskrá hitaveitunnar haft ekki hækkað síðan árið 1997 og þar af leiðandi megi Hitaveita Skaga- fjarðar ekki dragast aftur úr öðr- um. „Þar er ég algjörlega ósam- mála og fullyrði að þetta em jafnröng rök og fólk færir fyrir máli sínu þegar það er spurt að því af hverju það flytji suður, fólk sem hefur komið sér vel fyr- ir og er með atvinnu, og það svarar að það flytji af því að allir aðrir séu að fara suður og þeir vilji ekki sitja eftir. Það að auki skil ég ekki tilganginn með sam- anburði þegar menn em að hæla sér af því þeir hafi ódýra hita- veitu, hver er þá tilgangurinn ef það á eftir sem áður að elta þá sem em hærri”, segir Sigrún. Hin rökin hjá fylgjendum hækkunarinnar segir Sigrún að séu þau að sveitarsjóður þurfi peninga í sinn rekstur. Sigrún segir það alls ekki sjálfgefið að sveitarsjóður fái tekjustofna með Jjessum hætti, og m.a. séu skuld- ir Hitaveitu Skagafjarðar, sem urðu til á tveimur síðustu ámm vegna framkvæmda, tilkomnar vegna afgjalds veitunnar í sveita- sjóð., „A næstu ámm stefnir í að orkufyrirtækin verði gerð að hlutafélögum og þá mun renna upp fyrir mönnum að þeir geta ekki ráðskast með fjármuni veitnanna. Hlutverk þessara fyr- irtækja hlýtur lfka að vera að byggja upp þessa starfsemi sem veitunum er ætlað. Þegar því er Iokið er hægt að búa í haginn og laða til sín önnur fyrirtæki í sveit- arfélagið með fyrirgreiðslu eða hlutafjárkaupum svipað og þeir gera hjá Hitaveitu Suðumesja”, segir Sigrún Alda Sighvatsdóttir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða á þessum nótum hefur komið upp vegna hitaveitu í Skagafirði, oft áður vegna Hita- veitu Sauðárkróks. Meirihluti bæjarstjómar var jafnan fylgj- andi sjóðstreymi frá hitaveitunni til sameiginlega sjóðsins. Jarðgöng á utanverðum Tröllaskaga í næstu viku verður lögð fram á Alþingi áætlun Vega- gerðarinnar og samgönguráð- herra til þingsályktunar um forgangsröðun í jarðgangna- gerð á íslandi til langs tíma. Sagt var frá því í fréttum um helgina að sterkar likur séu fyr- ir því að jarðgöng milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar verði fremst í forgangsröðinni. Völ er á tveimur jarðgangnaleið- um, það em svokallaðar Héð- insfjarðarleið og Fljótaleið. Ég hef haldið því fram í mörg ár og fært fyrir því rök, að Fljótaleiðin sé þjóðhagslega hagkvæmari og eitt stærsta hagsmunamál Skagfirðinga sem upp hefur komið fyrr og síðar. Fljótaleiðin er náttúm- vænni og felur í sér mikla nátt- úmvemd. Ákveðið er að krefj- ast þess að Héðinsfjarðarleiðin fari í lögformlegt umhverfis- mat. Mikið fylgi er fyrir Fljóta- leiðinni á meðal íbúanna á Ólafsfirði og Dalvík og senni- lega er meirihluti íbúa Siglu- fjarðar einnig þeirrar skoðunar að Fljótaleiðin sé heppilegri valkostur þegar grannt er skoð- að. Nauðsynlegt er að gera víð- tæka skoðanakönnun um vilja íbúanna í öllum þessum sveit- arfélögum á næstu mánuðum. Með tilkomu Þverárfjallsvegar mun öll umferð til og frá þess- um kaupstöðum, það er suður og norður, fara í gegnum Sauð- árkrók en færi annars að stór- um hluta yfir Öxnadalsheiðina ef Héðinsfjarðarleiðin yrði fyr- ir valinu. Ibúar Sveitarfélags- ins Skagafjarðar vom 1. des sl. tæplega 4200 að tölu. Stöndum nú saman um okkar hags- munamál Skagfirðingar og gerum þá sjálfsögðu kröfu til þingmanna kjördæmisins að þeir gæti hagsmuna okkar ekki síður en íbúa annarra sveitafé- laga í kjördæminu og að þjóð- hagsleg skynsemi verði höfð að leiðarljósi, því vissulega verður kostnaður við þessa jarðgangnagerð greiddur af al- mannafé. Trausti Sveinsson. , Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðiiigar verða með móttöku í stofnuninni í febrúar: Tímabil Læknar 31/1 - 11/2 Arnbjörn Arnbjörnsson 14/2 - 18/2 Shree Datye 24/2-26/2 Vilhjálmur Andrésson Tímapantanir í síma 455 4000. Sérgrein bæklunarsérfræðingur skurðlæknir kvensjúkdómalæknir Okeypis smáar Til sölu! Til sölu ritsafn Gunnars Gunnarssonar, 14 bækur. Upplýsingar í síma 453 7325 . Til sölu kefldar kvígur. Burðartími mars-apríl. Upp- lýsingar í síma 453 8043. Félagsvist! Félagsvist, þriðja og síðasta spilakvöldið verður í Melsgili föstudaginn 4. febrúar kl. 21. Verðlaun - Kaffiveitingar.Kvenfélagið. Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 17. febrúar. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriítargjaldinu. Epsondeildin körfubolti Tindastóll - UMFS fimmtudagskvöld kl. 20 Tindastóll - UMFN þriðjudagskvöld kl. 20 Komið og sjáið spennandi leiki og hvetjiðTindastól í toppbaráttunni! Skagafjörður Fasteignaeigendur í Sveitarfélaginu Skagafirði Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að veita þeim gjaldendum fasteignagjalda sem greiða gjöld sín að fullu fyrir 15. febrúar 2000, 3% afslátt af álögðum fasteignagjöldum árið 2000. Sveitarstjóri. ií Skagafjörður Ibúð til sölu Félagsmálanefnd Skagaíjarðar auglýsir til sölu 4ra herb. íbúð að Víðigrund 24. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 455 3000 Félagsmálanefnd Skagafjarðar.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.