Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 9/.2000
„Hér er hægt að gera
marga góða hluti“
segir Þorsteinn Sæmundsson forstöðu-
maður Náttúrustofu Norðurlands vestra
Þorsteinn Sæmundsson á tröppum Gamla Barnaskólans, þar sem
Náttúrustofan verður til húsa, en búið er að endurgera húsið í sem næst sitt
upprunalega horf.
„Þetta verður mjög spennandi
verkefni, en ég geri mér grein
fyrir því að það mun taka
nokkurn tíma að byggja upp og
skipuleggja starfsemina. Hef ég
trú á að hér sé hægt að gera
marga góða hluti og verkefnin
eru næg”, segir Þorsteinn Sæ-
mundsson forstöðumaður Nátt-
úrustofu Norðurlands vestra sem
nýtekinn er til starfa á Sauðár-
króki. Náttúrustofan er til húsa í
Gamla Barnaskólanum gegnt
kirkjunni við Aðalgötuna, sem
búið er að endurgera í sitt upp-
runalaga horf.
Þorsteinn er doktor í ísaldarjarðfræði
og útskrifaðist hann frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð árið 1995. Lokaverk-
efnið í doktorsnámi Þorsteins fjallaði
um hörfun jökla og sjávarstöðubreyt-
ingar í lok síðustu ísaldar í dölum
Vopnafjarðar. Hann hefur auk þess tek-
ið þátt í ýmsum verkefnum sem tengj-
ast þeim umhverfisbreytingum sem
urðu í lok ísaldar. Hann tók meðal ann-
ars þátt í sænsk-íslenskum leiðangri
árið 1990 út á Skaga, nánar tiltekið að
Torfadalsvatni á vestanverðum Skagan-
um. Þessum leiðangri var stjórnað af
doktor Ólafi Ingólfssyni sem starfar nú
við Háskólann í Gautaborg, sem vann
á þeim tíma við Háskólann í Lundi. Til-
gangur leiðangursins var að taka
borkjama úr setlögum sem hafa hlaðist
upp á botni Torfadalsvatns, á vestan-
verðum Skaganum, frá lokum ísaldar-
innar og fram til dagsins í dag. Þor-
steinn Sæmundsson segir að þessi leið-
angur hafi skilað góðum árangri og nýst
vel til frekari rannsókna, meðal annars
hafi sænskur nemandi við Háskólann í
Lundi byggt lokaritgerð sfna á rann-
sóknum sem unnar voru í kjölfar niður-
staðna þessarar rannsóknar. Þorsteinn á
von á þessum sænska kollega sínum í
heimsókn á Náttúrustofuna áður en
langt um líður.
Að auki hefur Þorsteinn tekið þátt í
leiðangri til Svalbarða og mun hann
vonandi greina okkur frá þessum verk-
efnum í framtíðinni. Frá því að Þor-
steinn lauk námi hefur hann unnið á
Veðurstofu Islands við vöktun og rann-
sóknir á snjóflóðum og skriðuföllum.
Þorsteinn segir að meðal þeirra verk-
efna sem unnið verði að á Náttúrustofu
Norðurlands vestra verði einmitt að
kortlegga Skagafjörð og svæði í
grenndinni, varðandi sjávarstöðu- og
umhverfisbreytingar sem áttu sér stað í
lok ísaldar. Þegar fáfróður blaðamaður
spurði hvemig í ósköpunum væri hægt
að framkvæma slíka hluti, þá benti Þor-
steinn út um gluggann á Nafimar. “-
Þama em skýr dæmi um breytingu á
sjávarstöðu frá ísöld”, sagði hann.
Náttúruvísindin færð
nær fólkinu
Þorsteinn segist vonast til þess að til-
koma Náttúmstofunnar verði til þess að
unnt verði að færa náttúmvísindin nær
fólkinu og í því markmiði er meðal
annars stefnt að því að halda fræðslu-
fundi reglulega og fá til þeirra lyrirles-
ara um hin ýmsu efni náttúruvísind-
anna. „Ætlunin er að á stofunni verði að
finna ýmiss gögn um náttúmfar Skaga-
fjarðar og nærliggjandi svæða. Það er
því mjög æskilegt að allir þeir sem búa
yfir einhverri vitnesku um náttúmfar
þess, eða gögnum og fróðleik ýmsum,
snúi sér til okkar. Það verður hlutverk
okkar sem hér störfum að vera upplýs-
ingamiðlar og hingað getur almenning-
ur snúið sér engu síður en vísinda-
menn.”
Hvaða aðilar em það hér á svæðinu
sem þú kemur til með að hafa mest
samstarf við?
„Ég mun væntanlega hafa gott sam-
starf við Hóla þar sem unnið er mikið
og gott starf. Einnig vonast ég eftir
góðu samstarfi við söfnin á svæðinu og
menntastofnanir. Rannsóknarstarf
Náttúmstofa Norðurlands vestra mun
þó að gmnni til byggjast á jarðfræði,
alla veg til að byrja með og ræður þar
mestu um reynsla mín og menntun”,
segir Þorsteinn.
Fimmta Náttúrustofan
Náttúmstofa Norðurlands vestra er
sú fimmta sem tekur til starfa. Sú fýrsta
var sett á laggimar á Norðfirði fyrir
Austurland 1995 og síðan hafa komið
Náttúmstofur í Vestmanneyjum fyrir
Suðurland, í Stykkishólmi fyrir Vestur-
land, í Bolungarvík fyrir Vestfirði og
brátt verður opnuð Náttúmstofa í Sand-
gerði fyrir Reykjanes. Setur Náttúm-
fræðistofnunar em síðan starfrækt í
Reykjavík og á Akureyri. Það er ríkið
og Sveitarfélagið Skagafjörður sem
standa að rekstri Náttúmstofunnartil að
byrja með. Stefnt er að því að ráða fleiri
starfsmenn með tíð og tíma, en starfs-
menn á Náttúmstofum í landinu em ffá
einum upp í þrjá á hverjum stað.
í reglugerð um Náttúmstofu Norð-
urlands vestra segir m.a. um hlutverk
stofnunarinnar:
Að stunda vísindalegar rannsóknir á
náttúm Norðurlands vestra.
Að safna gögnum og varðveita
heimildir um náttúmfar og stuðla að al-
mennum náttúmrannsóknum og skal
einkum lögð áhersla á Norðurland
vestra og sérstöðu náttúmfars á þeim
slóðum.
Að stuðla að æskilegri landnýtingu,
náttúmvemd og fræðslu um umhverfis-
mál bæði fyrir almenning, fyrirtæki og
í skólum á Norðurlandi vestra. Skal í
þessu sambandi hafa náið samstarf við
starfsmenn annaiTa stofnana sem vinna
að sömu málum.
Að veita fræðslu um náttúmffæði og
aðstoða við gerð náttúmsýninga á
Norðurlandi vestra.
Að veita sveitarfélögum á Norður-
landi vestra umbeðna aðstoð og ráðgjöf
á verksviði stofunnar, m.a. vegna
vemdar og nýtingar náttúmlegra auð-
linda. skipulagsmála og mats á um-
hverfisáhrifum framkvæmda, enda,
komi greiðsla fyrir.
Nú er toppbaráttan
í algleymingi
Tindastóll - Þór
Sunnudagskvöld kl. 20
Komið og sjálð skemmtilegan
nágrannaslag og hvetjið
Tindastól til sigurs