Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 5
13/2000 FEYKIR 5 Skrikjótt ferðalag Heimis Jón Björnsson stjórnandi Heimis á þessum tíma, Sigríður Trjámannsdóttir og Steinbjörn M. Jónsson. Fyrir stuttu birtist hér í blað- inu upphaf frásagnar af ferð Karlakórsins Heimis á söngmót Heklusambandsins sem haldið var á Akureyri um hvítasunn- una. 28. og 29. maí 1944. Lauk því rabbi kvöldið áður en haldið skyldi til Akureyrar, en þá hafði eg tekið mér gistingu á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð. Og nú var runninn upp hvítasunnudags- morguninn og ekki var nú ferða- veðrið amalegt, stillilogn fram yfir hádegið, úr því lítilsháttar norðangola, glampandi sólskin. Bílamir sem flytja áttu okkur til Akureyrar áttu ekki að fara frá Króknum fyrr en klukkan 11. Þeir sem ekki voru þegar „komnir um borð” þegar bflam- ir komu í Varmahlíð, áttu að mæta þeim þar, nema Blönd- hlíðingamir að sjálfsögðu. Ut - Blöndhíðingar skyldu taka bíl- ana við Grundarstokksbrúna. Eftir mikil veisluhöld í mat og drykk fórum við frá Hjalta- stöðum upp úr klukkan 10. Við vorum fimm saman, auk okkar Þorsteins og Péturs slógust þær í förina, Jórunn, systir þeirra Hjaltastaðabræðra og Ragn- heiður kona Péturs. í hópinn bættist svo Rögnvaldur í Flugu- mýrarhvammi. Á þessum ámm voru myndavélar sjaldséðari gripir en nú á dögum. Þó var ein slfk til á Hjaltastöðum. Hún var að sjálf- sögðu með í förinni. Á annan páskadag henti það að eg rotað- ist í fyrsta og eina skiptið á æv- inni. Eg var að koma frá messu á Flugumýri, ætlaði yfir í Varmahlíð og þaðan til Reykja- víkur. Var að sjálfsögðu ríðandi. Samferðamenn mínir tveir, fóm nokkm seinna frá Flugumýri en eg en komu nú á harðaspretti á eftir mér. Við það trylltist folinn sem eg reið, þaut beint í hlið sem var á girðingunni niður við veginn. I þvf var vímetsdræsa, sem hann ætlaði að stökkva yfir en festi í því annan afturfótinn, eg stakkst fram af honum og beint á hausinn niður í mölina og steinrotaðist. Var þar með séð fyrir endann á för minni til Reykjavíkur að þessu sinni því þegarTorfi læknir kom til að líta á „skepnuna” kvað hann upp þann úrskurð, að eg hefði feng- ið heilahristing og yrði að hafa hægt um mig næstu þrjár vik- umar. Sjálfsagt þótti nú að taka mynd af hliðinu, þessum merka „sögustað”. Er við komum að Gmndar- stokksbrúnni var þarenginn bfll og sást ekki svo langt sem aug- að eygði. Biðum við alllengi við brúna en ekkert sást til bílanna að heldur. Tók okkur nú að leið- ast biðin og ákváðum að labba áfram en Valdi í Flugumýrar- hvammi varð eftir við brúna svo ekki yrði farð að bíða eftir okk- ur. Einn söngbróðir okkar, Frið- finnur Hjartarson, bjó á Syðstu - Gmnd. Þangað stefndum við nú förinni og er við höfðum beðið þar um hríð komu bflamir loks- ins og vom þá orðnir tveimur klukkutímum á eftir áætlun. Á- stæðan fyrir þessari seinkun var sú að annar bfllinn var sífellt að bila. Á leiðinni frá Sauðárkróki og fram að Syðrstu - Gmnd hafði hann fjómm sinnum gert „verkfall”. Og við vomm ekki búin að bíta úr nálinni með það því að á leiðinni frá Syðstu - Gmnd og fram að Silfrastöðum þurfti hann þrisvar að kasta mæðinni. Gnægð var þama af bflstjór- um með í för en þekking þeirra hrökk ekki til þess að ráða bót á krankleika vesalings farartækis- ins. Þótti nú sýnt að með sama áframhaldi yrði öll tormerki á því að við næðum til Akureyrar áður en við áttum að mæta þar á æfingu. Var því skotið á fundi og eftir nokkrar umræður var samþykkt að senda heilbrigða bflinn á undan í Bakkasel, skilja farþegana þar eftir, panta bfl frá Akureyri til þess að sækja þá en snúa síðan við á móti okkur, sem ætluðum að basla áfrarn á bilaða skrjóðnum á meðan auð- ið yrði. Þegar hér var komið höfðu þrír kunnáttumenn í bfl- stjóm verið búnir að setjast und- ir stýri á þessum duttlungafulla farartæki en allt kom fyrir ekki. Einn var sá bflstjóri með í för, sem ekki hafði enn freistað þess að ná samkomulagi við bfl- skrjóðinn, Ámi á Víðimel. Varð nú úr að hann léti tilleiðast að setjast undir stýri. Og hverju sem það var að þakka þá brá nú svo við, að bfllinn „lék við hvern sinn fingur” og tókst svo gott samkomulag með þeim Áma að ekki bar á neinum dint- um úr því. Stóðst það nokkum- veginn á endum að þegar við komum í Bakkasel var hinn bfll- inn að leggja af stað þaðan til mótst við okkur. í Bakkaseli námum við stað- ar um stund og ekki stóð á rausnverulegum veitingum hjá húsráðendum. I Bakkaseli var um margra ára skeið rekin greiðasala. Áætlunarbflar sem gengu á milli Akureyrar og Reykjavflcur höfðu þar fasta viðkomu og raunar hygg eg að fáir hafí farið þar hjá garði án þess að „líta í bæinn”. Og þar var jafnan gott að koma. En „nú er hún Snorrabúð stekkur”. Frá Frá Bakkaseli var ekið í einum fleng til Akureyrar og ávallt fór jafn vel á með þeim Áma frænda mínunt og bflnum. Framhald. Magnús H. Gíslason. Rökkurkórinn Skagafírði Unglingar í friálsum hiá UMSS efna til áheita Vortónleikar að byrja Rökkurkórinn í Skagafirði er um þessar mundir að hefja sína árlegu vortónleikaröð og verða tónleikar kórsins á eftirtöldum stöðum. í Miðgarði, Varmahlíð laugardaginn 1. apríl kl. 21:00. Þetta er aðalkonsert kórsins, en auk kórsins kemur fram, ræðu- maður kvöldsins, Agnar Gunn- arsson á Miklabæ og hagyrð- ingaþáttur að Skagfirskum hætti. Einnig verða kaffiveiting- ar. Farið verður til Dalvíkur og sungið í Dalvíkurkirkju sunnu- daginn 2. aprfl kl 16:00 og í Laugaborg Eyjafirði kl. 21:00. Kórinn mun halda tónleika f fé- lagaheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 6. apríl kl. 21:00. Hann mun síðan heimsækja Suðurland. í Reykjavík tekur kórinn þátt í Norðlenskri Sveiflu á Broadway föstudag- inn 7. aprfl ásamt Skagfirsku Söngsveitinni og Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps. Þar verður einnig hagyrðingaþáttur sem Jón Bjamason alþingismaður stjómar. Kynnir kvöldsins er Geirmundur Valtýsson, en hljómsveit hans sér um dans- leikinn. Laugardaginn 8 apríl syngur kórinn í Hveragerðiskirkju kl. 16:00 og í Selfosskirkju kl. 20:30. Siglfirðingar fá kórinn í heimsókn föstudaginn 14. aprfl og mun hann syngja í Siglu- ijarðarkirkju kl. 21:00 þann dag. Kórinn syngur í Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 3. maí kl. 21:00 og verða þar einnig kaffiveitingar, hagyrð- ingar og ræðumaður. Þessum vortónleikum lýkur svo á kóra- móti í Sæluviku Skagfirðinga laugardaginn 6. maí kl. 20:30. Lagaval hjá Rökkurkómum er fjölbreytt og skemmtilegt, eftir innlenda og erlenda höf- unda. Einsögnvarar með kóm- um em: Hallfríður Hafsteins- dóttir, Sigurlaug Maronsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Birgir Þórð- arson og Einar Valur Valgarðs- son. Söngstjóri er Sveinn Áma- son og undirleikari Pál Szabo. Nýr geisladiskur með Rökk- urkómum er væntanlegur í haust. Skokka í heilan sólarhring Unglingalið UMSS í frjálsum íþróttum efnir til áheitahlaups á föstudaginn kemur. Lagt verð- ur af stað frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki klukk- an 12 og er ætlunin að skokka stanslaust í einn sólarhring. Hlaupið verður í átt til Reykjavíkur, en trúlega tekst nú ekki að hlaupa alla leið þang- að á þeim tíma. Með áheitaskokkinu eru unglingamir að afla fjár í fararsjóð, en þau em að fara í æfmgabúðir til Georgíu í Bandaríkjunum 12. apríl nk. og verða þar í um hálfan mánuð við æfingar. Reiðhöll Sauðárkróki - Alútboð Undirbúningsnefnd um byggingu reiðhallar óskar eftir tilboðum í byggingu reiðhallar við Flæðigerði Sauðárkróki. Um er að ræða alútboð með þeirri undantekningu að verkkaupi óskar eftir að sjá um jarðvinnu. Stærð hússins er áætluð 2400 m2. Forsagnargögn verða seld hjá Stoð ehf. verkfræðistofu að Aðalgötu 21 Sauðárkróki, frá og með fímmtudeginum 30. mars nk. gegn 2.500 kr. gjaldi. Frestur til að skila tilboðum er til kl. 11,00 fimmtudaginn 27. apríl nk.Verklok eru áætluð 15. október 2000. Undirbúningsnefndin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.