Feykir


Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 03.05.2000, Blaðsíða 1
TCEYKIM 3. maí 2000, 17. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Þeir kalla sig „Fimmkalla með vöxtum" ungu harmonikkuleikararnir „handan vatna" sem léku á 1. maí samkomunni. Frá vinstri talið Friðrik Pálmi Páhnason, Gísli Reynisson, Jón Þorsteinn Reynisson, Brynjar Magnússon, Þorvaldur Guðjónsson og Júlíus Bjarnason. Fyrsta maí hátíðarhöldín á Sauðárkróki Haldin við sérstæðar aðstæður Húsfyllir var í félagsheimil- inu Bifröst á Sauðárkróki á hátíð- arsamkomu í tilefni baráttudags verkalýðsins 1. maí. Jón Karls- son formaður Verkalýðsfélagsins Fram sagði við setningu sam- komunnar að verkafólk í Skaga- firði héldi daginn hátíðlegan við nokkuð sérstæðar aðstæður, þær að við blasti verkfall ef samning- ar næðust ekki fyrir fimmtudag- inn. Ræðumaður dagsins var Guðni Kristjánsson varaformað- ur Fram. Guðni vék í upphafi að þeim andstæðum sem blöstu við á þessum degi, syngjandi þresti á grein í garðinum og vorkomunni sem barst inn um glugga hans við Skagfirðingabrautina um morguninn, og hinu að nú grúfði skuggi verkfalla og vinnudeilna yfir. Guðni sagði kannski ekki auðvelt að finna orð í veganesi til verkafólks í þeirri baráttu sem framundan væri. Það væri þó Guðni Kristjánsson varafor- maður Fram var ræðumaður dagsins. samstaðan sem fyrr er mundi blíva, þrátt fyrir að einungis fjög- ur félög hefðu fellt samningana, og verkalýðshreyfingin hefði gengið klofin til samningagerð- arinnar eins og þekkt er. Guðni sagði að ef til verkfalls kæmi yrði fólk að búa sig undir að sýna baráttudug og vera tilbú- ið að taka á verkfallsbrotum sem alltaf mætti búast við að ættu sér stað. Hann vék að þeirri sér- hyggju sem gerði stöðugt meira vart við sig í þjóðfélaginu og einnig innan verkalýðshreyfing- arinnar, þar sem stóru félögin væru farin að líta á þau minni sem bagga og vildu lítið samstarf við þau. Guðni sagði að þessi hugsunarháttur yrði að breytast til að verkalýðshreyfíngin næði saman að nýju. Eins og fyrr segir var húsfyll- ir og setið að glæsilegu kaffi- borði í Bifröst. Söngur og tónlist var uppistaðan í skemmtidag- skránni. Ungir harmonikkuleik- arar út að austan spiluðu, Sverrir Bergmann og Brynjar Elevsen fluttu sigursönginn úr framhalds- skólakeppninni og Kór Fjöl- brautaskólans söng. Orkumálastjóri á fundi á Akureyri Virkjanir í Skaga- firði spennandi Þorkell Helgason orkumála- stjóri sagði á fundi á Akureyri í síðustu viku að virkjanir í Skaga- firði væru mest spennandi varð- andi raforkukosti á Norðurlandi. Fundurinn varhaldinn undiryfir- skriftinni „hvaða möguleikar eru í orkuframleiðslu á Norðurlandi, og var í fundaröðinni „I sóknar- hug", sem Háskólinn á Akureyri, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og sjónvarpsstöðin Axjón standa fyrir. Þorkell nefndi Villinganes- virkjun og Héraðsvötn sem „litl- ar og snotrar" virkjanir, en Vill- inganesvirkjun er ætluð sem 30- 40 MW virkjun. Þorkell sagði að menn væru farnir að horfa með talsverðum áhuga til svokallaðr- ar Skatastaðavirkjunar, en þar yrði afl Austari-Jökulsár beislað. Hér væri um nokkuð öfluga og hagkvæma virkjun að ræða, og að sínu mati væru umhverfisáhrif vegna þessa virkjunarkosts ekki mikil. Hvað orkufrekan iðnað snerti sagðist Þorkell álíta að Skaga- fjörður lægi nokkuð vel við. Menn hefðu einblínt nokkuð á það að prkuvinnsla og orkunotk- Arnarenn yfír hundrað Frystiskipið Arnar á Skagaströnd kom til hafnar á Skagaströnd um páskahelgina úr sínum þriðja túr á þessu ári. Skipið var með aflaverðmæti yfir 100 milljónir eins og úr fyrstu tveim veiðiferðunum, að þessu sinni fyrir um 115 milljónir króna. un færu saman, og þar sem það væri mögulegt sé það sjálfsagt, þar sem að dýrt er að flytja ork- una.^ Á fundinum var hins vegar meira rætt um virkjunarkosti í Þingeyjarsýslum, jarðvarma og vatnsorku, en um flutning Rarik til Akureyrar var lítið rætt, enda það viðkvæmt mál. Sveitarstjórinn í Skagafírði, Snorri Bjöm Sigurðsson, og for- svarsmenn veitumála í héraðinu sóttu fundinn. Ekkert var rætt um hugsanlegt samstarf Akureyringa og Skagfirðinga í raforkumálum, enda mun lítill vilji til samstarfs hafa verið milli þessara svæða fram undir þetta, en Húsvfking- ar um langt skeið sýnt meiri sam- starfvilja. Hins vegar er þess að geta, sem reyndar hefur komið fram í Feyki, að forsvarsmenn sveitar- félaganna Akureyrar og Skaga- fjarðar hafa skipst á fundaheim- sóknum að undanförnu í þeim tilgangi að þessi svæði fari að vinna meira saman. Sveitarstjóm Skagafjarðar sendi til að mynda frá sér ályktun fyrir nokkru, þar sem hún mælti með því að höf- uðstöðvar Rarik yrðu fluttar til Akureyrar. Og í þessu sambandi má kannski líka geta þeirra sjón- armiða er svifu yfir vötnum á fundinum á Akureyri að bæði Húsavík og Sauðárkrókur yrðu nauðsynlegir stuðningskjarnar við Akureyri, en mönnum þyki sýnt að höfðustað Norðurlands verði teflt fram sem mótvægi við suðvestursvæðið á næstu árum. Og kannski er styttra í það en margir gera sér grein fyrir að jarðgöng verði boruð undir heið- amar sitthvorumegin Akureyrar, Vaðlaheiði og Öxnadalsheiði. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA j$gL bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargala Ib 550 Sauóárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautim

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.