Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 18/2000 Kvótatap rækjuútgerða við Húnaflóa Ekki úrlausn fyrr en á næsta kvótaári Sjávarútvegsráðherra segir í svarbréfi til framkvæmda- stjóra sveitarfélaga við Húnaflóa, að ákvarðanir um frekari bætur vegna hruns rækjustofnsins við Flóann verði lögum samkvæmt að bíða næsta fiskveiðiárs, sem hefst 1. september í haust. Bæjarráð Blönduóss lýsir yfir vonbrigðum með svar ráðuneytisins þar sem áhrif banns við innfjarðarrækjuveið- um á Húnaflóa hefur víðtæk á- hrif á atvinnulíf á svæðinu og veldur útgerðaraðilum umtals- verðu tekjutapi og tjóni. Skeifan á laugardag Laugardaginn 13. maí verður Skeifudagur Hólaskóla. Dagskrá- in hefst kl. 14 með úrslitakeppni í fjórgangi. Að keppninni lokinni verður verðlaunaafhending í reiðhöllinni.f ár em það 23 nem- endur hrossaræktarbrautar sem berjast um hituna. Skeifuna hlýtur sá nemandi sem hefur staðið sig best í reiðmennskuhluta námsins yfir veturinn. Félag tamninga- manna veitir verðlaun fyrir bestu ásetu og tímaritið Eiðfaxi veitir þeim nemanda verðlaun sem hef- ur hirt hross best yfir veturinn.l lokin verða éttar kaffiveitingar. Skagafjörður Yiðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn verða með viðtalstíma á skrifstofu sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, frá og með 15. maí 2000, sem hér segir; Ingibjörg Hafstað - mánudagar kl. 1300 - 1500 Gísli Gunnarsson - miðvikudagar kl. 1300- 1500 Herdis Sæmundardóttir - fimmtudagar kl. 0900 - 1100 Sauðárkróki 8. maí 2000 Sveitarstjóri. Margt gert í menntasmiðjunni Það var líflegt í gömlu Gránu á Sauðárkróki sl. fimmtudag þegar blaðamaður Feykis leit þar inn, en þá voru konurnar í menntasmiðju kvenna í Skaga- firði að koma upp sýningu sem opna átti daginn eftir og var einn liður í dagskrá Sæluvikunnar að þessu sinni. Greinilegt var að ekki hafði verið setið auðum höndum þær 10 vikur sem Menntasmiðjan hefur starfað og margt fallegra muna tíl sýnis auk hugverka, svo sem smásagna og ljóða, sem gaman var að líta á, og t..d var greinilegt á smásög- unum að þar gæti leynst einhver eftirtektarverður reifarahöfundur framtíðarinnar. í samtali við blaðamann Feykis sögðu konumar að þetta hefði verið mjög skemmtilegur og gefandi tími. Þær hefðu lært marga nytsama og gagnlega hluti og núna þegar þær útskrif- uðust mundu þær áreiðanlega sakna skólans og líka sakna hverrar annarrar, en það er líka félagsskapurinn sem myndast í hópum sem þessum, sem þær segja svo mikilvægan. Meðal þess sem tekið er til umfjöllunar í Menntasmiðjunni er að læra að mynda sér skoðun og tjá hana, hlusta eftir og taka tillit til skoðana annarra og þjálfast þannig í umburðarlyndi og sjálsvirðingu. Nemendur þjálfast lika í einlægum sam- skiptum og læra að bera virð- ingu fyrir tilfinningum sínum og annarra. Nemendur em hvattir til að þjálfa gagnrýna hugsun og lögð er áhersla á að umburðar- lyndi er ekki sama og gagnrýnis- leysi. Annað skipti í Skagaiirði Menntasmiðja kvenna í Skagafirði hefur verið starfrækt frá 14. febrúar sl. Smiðjan er dagskóli í 10 vikur og eingöngu ætluð konum. Konur á atvinnu- leysisskrá höfðu forgang með að komast að en aðrar konur gátu einnig sótt um námið. Alls vom 12 nemendur við Menntasmiðj- una nú, konur á öjíum aldri og með mismunandi bakgrunn. Þetta er í annað skipti sem Menntasmiðja er starfrækt í Skagafirði en á vorönn 1999 var Menntasmiðja á Löngumýri og jrótti takast vel. Því var ákveðið að fara af stað á ný með Mennta- smiðju vorið 2000 og staifrækja hana á Sauðárkróki og vonast er til að framhald verði á starfi Menntasmiðjunnar í Skagafirði. Byggt er á reynslu Mennta- smiðjunnar á Akureyri, en hún byggir á hugmyndafræði og reynslu frá lýðháskólum erlend- is sem er löguð að íslenskum aðstæðum og menningu, en lýð- háskólar, eins og nafnið bendir til, eiga að þjálfa nemendur í lýðræðis-hugsun og -vinnu- brögðum. Tilgangur námsins er ekki að mæla þekkingu í tölum eða gráð- um, heldur í gagni, ánægju og aukinni lífshæfni. Nám í Mennta- smiðjunni skiptist í eftirfarandi: sjálfsefli, listir og handmennt, ís- lensku, ensku, tölvunámi, tján- ingu, fjármál og heilsueflingu. „Námið í heild er lagað að þörfum námshópsins hverju sinni. Reynt er að mæta því sem hópurinn hefur þörf fyrir. Nem- endur taka þátt í mótun og þróun námsins og em konumar hvattar til þess að gera hluti sem þær hafa ekki gert áður”, segir Bylgja Bjömsdóttir verkefnis- stjóri Menntasmiðjunnar Mennta- smiðja í Skagafirði var kostuð af Svæðisvinnumiðlun Norður- lands vestra og jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra, en Farskóli Norðurlands vestra sá um fram- kvæmd og skipulag smiðjunnar. Konumar 12 ásamt leiðbeinendum sínum, Bylgju Bjömsdóttur og Önnu Sigríði Hróðmarsdóttir. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með mótttöku á stofnunni í maí og júní: 8/5 - 12/5 Haralclur Hauksson skurðlæknir 15/5 - 19/5 Vilhjálmur Andrésson kvensjúkdómalæknir 19/5-2/6 Arnbjörn Arnbjörnsson bæklunarsérfræðingur Tímapantanir í síma 455 4000. Vorvaka í Árgarði Efnt verður til vorvöku í fé- lagsheimilinu Árgarði föstudags- kvöldið 12. maíkl. 21.Ádagskrá verður blandað efni í tali og tón- um. Kynnt verður skáldið Guð- mundur Halldórsson frá Bergs- stöðum og lesin smásaga eftir hann af Sigrúnu Guðmundsdótt- ur dóttur skáldsins. Kristján Valgarðsson og Sig- ■ ríður E. Snorradóttir syngja ein- söng og tvísöng. Kirkjukór Holta- staða-, Bergsstaða- og Bólstaða- hlíðarsókna syngur undir stjóm Sigrúnar Grímsdóttur. Þá syngur kirkjukór Mælifellsprestakalls, stjómandi hans er Sveinn Áma- son. Systumar Auðbjörg og Sól- borg Guðjónsdætur spila á flautu og norsk stúlka Stína B. Aaseth á fiðlu. Fimm böm spila saman á ýmiss hljóðfæri. Kynnir verður Ólafur Þ. Hall- grimsson. Aðgangseyrir verður kr. 1000, böm 6-12 ára greiða kr. 300. Kaffi er innifalið. Þetta er fjórða árið sem efnt er til vorvöku í Árgarði. Þess er vænst að fólk eigi þar notalega stund á vor- kvöldi, segir í fréttatilkynningu. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórai insson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.