Feykir


Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 10.05.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 18/2000 Enn skal róa sjóinn á - Vísnakeppni í Sæluviku árið 2000 Sæluvika Skagfirðinga hófst sunnudaginn 30. apríl s.l., með stuttri opnunardagskrá í Safna- húsinu á Sauðárkróki. Unnar Ingvarsson skjalavörður og ný- skipaður forstöðumaður Safna- hússins stjómaði samkomunni. Snorri Bjöm Sigurðsson sveitar- stjóri setti Sæluvikuna með nokkmm orðum en síðan vom kunngerð úrslit í vísnakeppni Safnahússins árið 2000 og um leið opnuð sýning Félags tré- rennismiða, þar sem drjúgur hluti sýningarmuna var úr smiðju heimamanna. Auk þess var á heiðurspalli sýningarinnar stór útskorinn kistill eftir Bólu- Hjálmar með ártalinu 1838, ný- heimtur frá Danmörku, keyptur þaðan frá forngripasala. Að venju kom drjúgur hópur fólks til þessarar opnunar og hlýddi á þegar Bjöm Bjömsson skóla- stjóri kynnti niðurstöður dóm- nefndar vísnakeppninnar, en hana skipuðu undirritaður ásamt Birni skólastjóra. Ingimar Jó- hannsson umboðsmaður Sjó- vá/Almennra á Sauðárkróki veitti nú sem fyrr peningaverð- laun fyrir bestu vísuna og besta botninn. Þau voru 10.000 krón- ur fyrir bestu vísuna og aðrar 10.000 krónur fyrir besta botn- inn. Auk þess fengu þnr höfund- ar viðurkenningu fyrir vísu og botna og var það renndur penni úr smiðju Vals Ingólfssonar tré- smíðameistara á Sauðárkróki. Keppnin var nú haldin í sjötta sinn og þátttaka öllu meiri en síðasta ár. 25 sendu inn vísur og botna og alls bámst 83 botn- ar, en 23 heilar vísur. Keppnin var tvíþætt eins og áður. Annars vegar var beðið um vísu um Drangey, en hins vegar botna við þrjá fyrriparta. Meira var nú um góðar vísur og botna en oft áður og dómnefnd nokkur vandi á höndum því að úr mörgu var að velja. Lítið var um vísur sem ekki komu til álita t.d. vegna þess að ekki væri fylgt réttum bragreglum. Skal nú gefið nokkurt yfirlit um kveðskapinn. Fyrripartamir vom þrír að þessu sinni, misjafnlega erfiðir viðfangs, en leystu menn verk- efnin með prýði: Fyrst var gefið þetta upphaf í tilefni sæluvikunnar: Sæluvikan sýnir oss syndakviku bera. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki botnar svo: Afram stika ungir menn án þess hik að gera. Guðríður Helgadóttir í Aust- urhlíð vill hafa þetta svona: Eftir svikinn ástarkoss ætti hik að vera. Úlfar Sveinsson á Ingveldar- stöðum er vinnusamur maður og hugsar þetta þannig: Ef ég fengi ástarkoss og eitthvað fleira að gera. Heiðar Karlsson á Húsavík botnar þannig: Augnabliksins æðsta hnoss ýmsir þykjast vera. Næsti fyiripartur var örðugri viðfangs, en sumum tókst vel að leysa erfiða rímþraut. Mörgum fór þó sem Agli Helgasyni á Sauðárkróki að þeir lentu í vandræðum með rímorðin: Enn skal róa á sónarsjó, sýna að þróist braglist frjó, mest mér óa orð með ó, að eiga ei nóg svo rími þó. Fyrriparturinn var annars svona: Afli er nógur út um sjó, engir róa drengir þó. Bjami Jóhannsson í Víði- lundi botnaði svo: En fyrrum ólöt aflakló ýsur dró og kvað og hló. Guðríður B. Helgadóttir í Austurhlíð botnar: Sýndi góa hvassa kló, kólgu spjó um þóftu og tó. Alfreð Guðmundsson kenn- ari á Sauðárkróki botnar: Starfið þróa, stilla tóg, stinga mjóum bolta í ró. Loks endar Heiðar Karlsson á Húsavík vísuna svona: Oft úr flóa ýsur dró aflakló með þröngan skó. Síðasti fyrriparturinn býður upp á ljúfa vorstemmningu og margir klámðu hann laglega: Vermir sólin völl og mela, vorið er á leiðinni. Hilmir Jóhannesson botnar: Bræðir snjó og þíðir þela þytmjúk gola á heiðinni. Gunnar Rögnvaldsson á Hólum botnar: Lækimir við klakann kela, klökknar um á heiðinni. Þórey Helgadóttir á Tungu- hálsi botnar svo: Lóan fer þá kát að kela við karlinn sinn á heiðinni. Guðmundur Sveinsson á Sauðárkróki botnar: Kveður landið kuldi og héla, klökknar ís á heiðinni. Edda Vilhelmsdóttir á Sauð- árkróki botnar svo: Bak við hólinn blóm sig fela, og borin ær á heiðinni. Jón Pálmason á Sauðárkróki fer í gangnastemmningu og botnar: Kátir saman kneyfa af pela karlar uppi á heiðinni. Drangey er sannnefnd perla Skagafjarðar og var fyrrum kölluð „mjólkurkýr Skagfirð- inga” meðan menn sóttu þangað fugl og egg í tugþúsunda tali og veittu nýmeti inn á meiri hluta heimila í Skagafirði á vorin, stundum í búsveltu eftir harðan vetur og vor. Margar góðar vís- ur bámst um Drangey og auk þess tvö kvæði. Sigurjón Runólfsson frá Dýrfinnustöðum mælir svo til eyjarinnar: Oft hefur Drangey alið menn eftir strangan vetur. Daga langa eyjan enn oss til fanga hvetur. Gunnar Rögnvaldsson á Hólum hefur í huga þjóðsöguna um uppmna eyjarinnar: Drangey flýtur firði á, fuglurn nýtur höldur. Kerling hrýtur kúnni hjá, karlinn brýtur öldur. Einar Sigtryggsson á Sauðár- króki hefur þetta að segja: Úti á firði eyjan há á sér langa sögu merka. Drangey minnir okkur á Illuga og Gretti sterka. Skal nú lokið yfirliti á kveð- skap þeim er barst í keppnina, en taldar þær vísur og botnar, sem fengu aukaverðlaun. Þar er fýrstan að telja Rúnar Kristjáns- son á Skagaströnd, en dóm- nefnd þótt hann leysa með prýði erfiða rímþraut án þess að fatast merkingin þótt grípa yrði til lat- ínunnar: Afli er nógur út um sjó, engir róa drengir þó. Kerfið lógar frelsis ífó, flestum óar status quo. Bjami Jóhannsson í Víði- lundi hlaut einnig viðurkenn- ingu fyrir sinn botn: Sæluvikan sýnir oss syndakviku bera. Alltaf þykir ástarkoss yndi mikið vera. Loks hlaut Kristján Ámason viðurkenningu íyrir sína Drang- eyjarvísu sem gerð er af mikilli íþrótt, en hann hefur nánast ver- ið fastur áskrifandi að verðlaun- um í vísnakeppninni frá upp- hafi. Forðum klettahöllin háa hungrað metta náði lið. Nalfiið Grettis, kappans knáa Er knýtt og fléttað eyna við. Ákveðið var að peninga- verðlaunin skiptust í tvennt. Annars vegar fyrir besta botninn og hins vegar fýrir bestu Drang- eyjarvísuna. Verðlaunabotninn SPRENGhlægilegur gamanleikur eftir Larry Shue Leikstjórí: Guðjón Sigvaldason Lokasýning í kvöld Miðvikud. 10. maí kl. 20.30 Miðapantanir í s: 453 5727 miLLi kL. 18 og 20 Leikfélag Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.