Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 5
19/2000 FEYKIR5 Miðflrðingur á Suðureyjum íbúar á Skye í Skotlandi eru allt í einu komnir í fréttir. Hvað skyldu þeir hafa til þess unnið. Ekki eiturlíf eða ofbeldi sem betur fer. Frægustu fjöll á Bret- landseyjum, Cuillins, eru þar á Skye og landeigandinn Macleod hefur boðið fjöllin til sölu fyrir 10 milljónir punda, eða svo sem 120.000.000. ííslenskum krónum. Hann hyggst nota greiðsluna til að gera við þakið á kastalanum í Dunvegan þangað sem fjöldi ferðamanna sækir. Á Skye búa nokkur þúsund manns og ferðamennska er drýgsta tekjulindin. Risastór brú með tolli tengir eyna við meginlandið og segir sagan að hæð undir brúna sé nægileg fyrir drottningarskipið að sigla. Umferð til eyjarinnar jókst með brúnni, en nú liggur ferða- mönnunum meira á og hjá sumum þjónustuaðilum hafa viðskiptin minnkað. Hér á eynni Skye hefur dvalið Islendingur, Magnús Gunnarsson arkitekt. Hann réðst hingað fyrir 25 árum til arkitektastarfa og hefur bundið tryggð við þetta fagra hérað. Hann er alinn upp á Norðfirði, sonur Gunnars Ólafssonar skólastjóra þar, sem er frá Fremri-Þverá í Miðfirði og ná- inn ættingi Miðfirðinganna Eð- valds Halldórssonar frá Stöp- um á Vatnsnesi og Gústafs bróður hans. Þó Magnús hafi sinnt sínu fagi, arkitektastörf- um, fram á þennan dag, hefur hann fleiri járn í eldinum. Hann rekur safn með muni og áhöld úr tré, World of wood, auk minjagripaverslunar og lít- ils verkstæðis. Sjálfur hefur hann byggt húsin yfir þetta fyr- irtæki sitt og þar úti stendur stærðar bátur til viðgerðar, en bátasmiði kynntist Magnús á Norðfirði og hefur lagt rækt við hana eins og raunar annað handverk. Hann er maður nett- vaxinn og hægur en talar svo góða íslensku eftir öll þessi ár að ekki heyrist vottur í fram- burði eða orðalagi. Hann átti sér uppáhaldskennara í Mennta- skólanum á Akureyri, Gísla Jónsson, íslenskukennara, en Gunnar faðir Magnúsar kom nýlega í vikudvöl til Skye og nutum við í minni fjölskyldu þess að kynnast honum og Hafnar samband sveitarfélaga Samkeppnisstaða sjóflutninga og landflutninga verði könnuð „í ljósi ákvörðunar Samskipa um að hætta strandflutning- um og auka þess í stað land- flutninga telur stjórn Hafn- arsambands sveitarfélaga nauðsynlegt að kanna til hlýt- ar samkeppnisstöðu sjóflutn- inga gagnvart landflutning- um. Sú |nDini sem átt hefur sér stað hér á landi, þar sem að sjóflutningar hafa sífellt látið undan fyrir landflutn- ingum, er á skjön við það sem nú á sér stað í löndunum í kringum okkur", segir í á- lyktun Hafnarsambands sveitarfélaga sem samþykkt var samhljóða í Þorlákshöfn fyrir skömmu. I ályktuninni segir að í ná- grannalöndum sé leitað leiða til að auka sjóflutninga á kostnað landflutninga og séu meginrök- in þau að sjóflutningar séu æski- legri frá umhverfissjónarmiði, þeir dragi úr sliti á samgöngu- mannvirkjum, leiði til fækkunar slysa í umferðinni og séu þjóð- hagslega hagkvæmir. „Hér á landi er samfélags- legur kostnaður landflutninga í ríkum mæli greiddur niður af al- mennum bifreiðaeigendum en slíkt hlýtur óhjákvæmilega að skekkja samkeppnisstöðu sjó- flutninga gagnvart landflutning- um. Ennfremur má benda á að hafnir landsins hafa lagt í mikl- ar fjárfestingar til að búa sem best að sjóflutningum, bæði í hafnarmannvirkjum og í að- stöðu í landi. Þessar fjárfesting- ar eru að miklu leyti nýttar af landflutningsaðilum þótt þeir greiði engin gjöld fyrir eins og ef um sjóflutninga væri að ræða. Stjórn Hafnasambandsins telur að hér sé um mikla óheillaþróun að ræða sem þar að auki byggi á ójafnfæði flutningamáta", segir í ályktun fundarins sem sam- þykkti að leita leiða til að vinna að leiðréttingum á þessu máli, m.a. láta reyna á réttarstöðu sjó- flutinga gagnvart landflutning- um, ekki síst með tilliti til sam- keppnislaga. Magnús Gunnarsson arkitekt í Skye. heyra tungutak hans, sem er Magnús að hann er öðlingur og bæði skýrt og fagurt og má af þessu sjá að Magnús hefur haft gott veganesti með sér heiman- að. Enn er þess ógetið um hefur íslenska fjölskyldan sem kom til Skye í haust ekki farið varhlutaafþví. Ingi Heiðmar Jónsson. Folatolla erhægt að spara Ýmsum fannst það nokk- uð kátbroslegt þegar auglýs- ing um afnot af stóðhestinum Hilmi birstist í dagskrárblað- inu Sjónhomi á Sauðárkróki í síðustu viku. Nokkru síðar bárust þessar skemmtilegu vísur milli myndrita út um bæinn, meðal annars á sveit- arstjómarskrifstofuna. í firðinum nú fer að vora folatolla er hægt að spara. Þær sem vilja og þær sem þora, þurfa ekki lengra að fara. Eigandi stóðhestsins Hilmis hefur að minnsta kosti hitt í mark með nafninu á hest- inum,aðþvíleytiað eftirþví er tekið. Eftirlíking á að varast svo unginn verði meir en hálfur. Hringið því í Huldu snarast Hilmir Jóhannesson sjálfur. fluttu tónlistar- atriði, spiluðu fjórhent á píanó. Það er sam- dóma álit kennara sem unnu að því að undirbúa nem- endur undir keppnina að hún hafi staðið undir þeim væntingum sem við hana voru bundnar og markmið- um sem henni voru sett en það var að stuðla að efl- ingu íslenskrar tungu." Grímur Gislason. Baldur afhendir Árdísi Ósk Steinarsdóttur aukaverðlaunin. Skólaslit FNV! Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verður slitið laugardaginn 27. maí nk. kl. 13,00. Athöfnin fer fram í Bóknámshúsi skólans. Allir velunnar skólans velkomnir. Skólameistari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.