Feykir


Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 17.05.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 19/2000 Hagyrðingaþáttur 296 Heilir og sælir lesendur góðir. Lagfæra þarf vísu Kristjáns frá Gil- haga úr síðasta þætti, en þar á eins og flestir hafa trúlega séð fyrsta hending- in að vera þannig. Ingibjörg sem engu réði. Þegar Kristján Árnason á Skálá heyrði sagt frá því í útvarpi einn morg- un að beinbrot úr Hitler væri til sýnis í Rússlandi varð til eftirfarndi vísa. Syrtir að í sælureitnum sem var hælt í gamla daga. Þegar bein úr Hitler heitnum til hátíðabrigða fá að naga. Undir umræðum um tölvuvæðing- una yrkir Kristján. Ekki verður öfunds verð ævi sumra lúsablesa. Er ovurtölva af æðstu gerð allra hugi fer að lesa. Þá kemur næst sumarmálavísa eftir Kristján. Veður þýtt nú við oss hlær vaggar blítt hinn lygni sær. Lífsins grýtta gata er fær þó glitti í hvítt ef horft er fjær. Um ákveðinn veikindafaraldur á heimilinu yrkir Kristján. Hér er eitthvað illt á kreiki ekki er mér um drauga slíka. Tölvan mín fékk taugaveiki tókst að smita símann líka. Eflaust bagar aldurinn „alnetið" ég notað geti. En margur furðufiskurinn finnst á þessu skrítna neti. Það er Björn Pétursson frá Sléttu í Fljótum sem yrkir svo um íslensku ætt- jörðina. Þó hún sýnist beinaber brjóstið fölt og kvalið þar hefur drottinn sjálfum sér sumarbústað valið. Bjarni Jónsson áður bóndi í Hvammi í Skorradal yrkir svo. Þegar ég á hauður hníg hvergi lengur talinn, englavængjum á ég flýg yfir Skorradalinn. Það var Kári Jónsson frá Valadal sem orti eitt sinn svo á vordegi er hann dvaldi í Reykjavík. Mér þráfalt leiðist þras og org og þrönga götu sporið. Kátir drengir kveðja borg og keyra út í vorið. Einhverju sinni er Kári var á norð- urleið og Holtavörðuheiðin hafði verið lögð að baki varð þessi vísa til. Sólin greiðir sortaband senn þá eyðist lúinn. Nú skal keyra í Norðurland nú er heiðin búin. Ein vísa kemur hér enn eftir Kára. Hvar sem flækist karl um jörð kosti ei hennar efa. Mínum augum munu Skörð mestan unað gefa. Það mun hafa verið Steinbjörn Jónsson frá Háafelli í Hvítársíðu sem orti svo. Gengur yfrr gróðrarskúr gaman er út að líta. Fjallið hefur fært sig úr feldinum sínum hvíta. Vorið blítt um bala og hól blænum ýtti með í dansinn. Vorið hlýtt og sumarsól saman hnýttu blómakransinn. Sveinn J. Sveinsson frá Miðkoti á þessa vorvísu. Blánar græðir, bliknar svið brosa hæðadrögin. Ljós og kvæði vakna við vorsins æðaslögin. Hinn snjalli hagyrðingur Bjami Ás- geirsson alþingismaður og bóndi mun hafa gert þessar. Þar sem látur vík og ver vorið lífið gleður, ásar, móar, eyjar, sker allt af söngnum kveður. Þar sem urta kjassar kóp kría af hreiðri flýgur. Æður kallar unga hóp ána lambið sýgur. Einhvern tíma mun okkar ágæti Rósberg G. Snædal hafa ort svo. Geta hverja gróðurnál glatt með von og trausti. Þeir sem eiga í sinni sál sumarmál að hausti. Þá er það Einar Sigtryggsson á Sauðárkróki sem spáir í vorið. Vermir sálu vorið blítt vakna sund og hæðir. Silfrastaða fjallið frítt fannadúkinn bræðir. Birtir yfir holti og hæðum hylur þoka Tindastól. Dagur rís úr rökkurslæðum roðar fyrir morgunsól. Himinn rauður hafið blátt hnígur dögg á svörðinn. Sólin skín úr austurátt yfir Skagafjörðinn. Gyllir sólin vík og voga vefur hnjúka silfurkrans, undir kvöldið eldar loga öldur hafsins stíga dans. Fallega sagt og bið ég lendundur hér með að vera sæla að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. „Deildin sú sterkasta í áraraðir" segir Sigurður Halldórsson þjálfari meistaraflokks Tindastóls „Það er deginum Ijósara að deildin er sú sterkasta sem verið hefur í áraraðir. Mörg lið ætla sér upp og eru að Ieggja allt í sölurnar. Það sést á þeim mann- skap og þjálfurum sem þau búa yfir. Svo má líka benda á það að við erum reynsluminnsta liðið. Ég er að ná í leikmenn sem hafa litla reynslu í þessari deild, fé- lagið hefur ekki bolmagn í meira hvað það snertir, en ég er að sama skapi sáttur við leik- mannahópinn og hef trú á þess- um hóp þrátt fyrir reynsluleys- ið", segir Sigurður Halldórsson þjálfari meistaraflokks Tinda- stóls í knattspymu sem er að leggja út í það erfiða verkefni að leika í næst efstu deild fs- landsmótsins. Það em nýliðarn- irídeildinniSindriogTindastóll sem mætast í sínum fyrsta leik nk. föstudagskvöld á Homa- firði. Sigurður segist hafa staðið frammi fyrir því vali að fá unga stráka frá stóru félögunum. „Ég gat fengið þar mikið af leik- mönnum, en valdi þann kostinn að fara í reynslumeiri spilara sem hafa reyndar verið í neðri deildunum. Ég er að horfa í meira en eitt ár og þessir leik- menn ætla að setjast hér að og það finnst mér meira spennandi en að fá lánaða menn í eitt ár og svo em þeir farnir. Þannig að ég vona það svo sannarlega að hér sé kominn framtíðarhópur og ég horfi líka mikið til annars flokks strákanna, eins og ég hef sagt. Atli Levy er sá sem kom upp tír 2. flokk síðasta sumar og briller- aði og vonandi er komið að ein- hverjum öðmm sem bætist þá inn í þetta 11 eða 16 manna lið mitt. Það em einkum þrír strák- ar þama sem ég er að horfa tals- vert til. Það eru Þorsteinn Gests- son, Ámi Valgeirsson og Þor- steinn Vigfússon." - Ég var að líta á leikjapróf- grammið og mér sýnist að fyrri umferðin í deildinni verði mjög erfið, en líklega verða allir Ieik- ir erfiðir eða hvað? „Já ég er sammála þér í því og það er t..d erfitt að sækja Sindramenn heim á Hornafjörð, við kynntumst því í fyrra. Valur er það lið sem hefur komið best undan í vor og er bæði í úrslit- um í Reykjavíkurmóti og deild- arbikar. Við reyndar, sem betur fer, höfum verið að spila nánast eingöngu við úrvalsdeildarlið. Þegar menn brotna ekki og fá slæm úrslit út úr þeim leikjum, þá þýðir það betri undirbúning- ur heldur en að spila við neðri- deildar lið og gera sig kláran í mótið þannig. Við erum óhræddir, því að úrslitin hafa verið góð t.d. í deildarbikarnum, og mannskap- urinn er með talsvert sjálfstraust og í góðu formi. Það er meiri hraði í liðinu núna heldur en í fyrra og hópurinn stærri. Liðið þolir núna tvo menn í bann, tvo menn meidda, en það mátti ekki við því í fyrra." - Já Tindastóll var að ná góð- um árangri í deildarbikarnum, tapaði ekki leik og var jafn að stigum KR-ingum í efsta sæt- inu. Tindastóll tapaði naumlega fyrir Val í 16-liða úrslitum, með marki á síðustu sekúndunum skilst mér, en hvaða væntingar eru það sem þið hafið til sum- arsins? „Mér finnst vera raunhæft að setja sér það markmið í byrjun að halda sér í deildinni, en Sigurður Halldórsson þjálfari Tindastóls ásamt þremur leik- mönnum við störf á íþróttavellinum. Frá vinstri talið Gunnar Ólafsson, Óli ívar Jónsson og Joseph Sears. mannskapurinn fer náttúrlega í hvem einasta leik til að sigra. Við munum Ieggja áherslu á að vörin sé mjög vel skipulögð. Það verður lögð höfðuðáhersla á sterkan varnarleik og hættulegar skyndisóknir. Hraðinn í liðinu býður upp á það og ef vörnin er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.