Feykir


Feykir - 02.08.2000, Síða 7

Feykir - 02.08.2000, Síða 7
26/2000 FEYKIR 7 Danska lúðrasveitin spilar í Aðalgötunni og á Flæðununi. Myndir: Ómar Bragi. Dönsk skólaMðrasveit í heimsókn Lúðra- og sýningarflokkurinn Skem Garden, sem skipaður er um 50 skólanemum, vakti mikla hrifningu þegar hann sýndi á Sauðárkróki um miðja síðustu viku. Flokkurinn lék á Flæðunum í um stundarfjórðung og marseraði síðan um norð- urbæinn nokkuð á annan tíma. „Manni vöknar um augu þetta er svo skemmtilegt hjá þeim”, sagði þekktui- blásari og tónlistarmaður á Krókn- um, en hingað kom þessi sveit fyrir milligöngu menningar- íþrótta- og æslulýðsnefndar Skaga- ijarðar og Daða Þórs Einarssonar skólastjóra Jónlistarskólans í Stykkishólmi, en hann stjóm- aði sveitinni um tíma meðan hann dvaldi í Dan- merku. Auk Sauðárkróks lék Skem Garden á Ak- ureyri, Dalvík, Húsavík, Stykkishólmi og Þor- lákshöfn og var hvarvetna vel tekið. Knattspyrnuskólinn haldinn í annað sinn Útlit er fyrir góða þátttöku í Knattspymuskóla íslands sem hefst á Sauðárkróki á morgun kl. 14, fimmtudag. og stendur til sama tfma á mánudag. I vikubyrjun höfðu um 100 krakkar skráð sig og þá vom enn að berast skráningar Skagfirskt landslag og þjóðsaga Áshildur Öfjörð opnar myndlistarsýningu í Gallerí Sölvi Helgason að Lónkoti i Skagafirði þriðjudaginn 1. ágúst. Á sýningunni em myndir af skagfirsku landslagi og þjóðsögu gerðar með olíu og olíukrít. Flestar myndimar em í einkaeign. Þetta er fyrsta einkasýning Áshildar en hún hefur áður tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin stendur til 15. ágúst. og bjóst Kristín Gunnarsdóttir for- maður knattspymudeildar Tinda- stóls við að þátttakendur yrðu um 120 talsins. Þetta er þó mun minni þátttaka en var á fyrsta ári skólans í fyrra. Þá komu um 180 krakkar í skólann, en nú fer fram á sama tíma Unglingalandsmót á Tálkna- firði og í Vesturbyggð og er talið að þangað fari krakkar sem annars hefðu komið á Krókinn. Knattspymuskólinn er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 13-16 ára. Skólastjóri er Bjami Stefán Konráðsson og að sögn Kristínar gekk ágætlega að fá leiðbeinendur að skólanum, en auk þess koma f heimsókn nokkrir þekktir þjálfarar og knattspymumenn. Meðal ann- ars hefur boðað komu sína lands- liðsþjálfari karla Atli Eðvaldsson. Einnig munu líta við í skólanum fulltrúarfrájafningjafræðslunni og fræða þátttakendur um skaðsemi vímuefna. Nóg verður að gera fyrir krakk- ana og stanslaus dagskrá er í skól- anum frá því morgunmaturinn er borðaður klukkan átta til hálf tíu á kvöldin. Mikil ánægja var með skólann í fyrra og hefur undirbún- ingurinn verið miðaður við að svo verði einnig nú, að sögn aðstand- enda knattspymuskólans. Hafðu samband við mig ef þig vantar vöru! Eyrún Anna Einarsdóttir sjálfstæður Herbalifa dreiiingaraðili. (Visa/Euro) : Sími 86l 6837. Aðalfundur Máka M. verður haldinn fímmtudaginn 10. ágúst 2000 kl. 15,30 í eldisstöð Máka hf í Fljótum. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og hlutafélagalögum. 2. Breytingar á samþykktum féiagsins: Aukning hlutafjár; að auka hlutafé úr kr. 136.594.910,1 krónur 176.594.910,- með sölu nýrra hluta (eða aukning um kr. 40 milljónir að nafnvirði). Gengi nýs hlutafjár er 2,5. 3. Önnur mál sem kunna að verða fram borin. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins ásamt ársreikningi munu liggja fy rir á skrifstofu félagsins, Freyjugötu 9, Sauðárkróki. Stjórn Máka hf. Smáauglýsingar Ýmislegt! Hey til sölu. Ódýrt ef samið er strax. UpplýsingargefúrGunnar í síma 895 9268 eða 453 8866. Gullfallegir páfagaukar í fallegu búri fást gefins. Upplýs- ingar í síma 453 5830. Til sölu nýtt golfsett, ónotað. Selt með afslætti. Upplýsingar í síma 453 8210og855 4891. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast mLinið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu. Meirapróf - Meirapróf Aukin ökuréttindi vörubifreið -eftirvagn - leigubifreið - hópbifreið Námskeið hefst á Sauðárkróki 31. ágúst og lýkur 21. september (4 helgar fyrir alla réttindaflokkana). Kennt verður fimmtudags- og föstudagskvöld, laugardaga og sunnudaga. Til greina keniur að vera með fjarkennslu á Blönduósi og Hvammstanga ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 453 5861 kl. 20-22 eða gsm 892 1790, fyrir I5.ágúst. Birgir Örn Hreinsson ökukennari. Nú er það nágrannaslagur! Tindastóll - KA mætast í 1. deildinni á Sauðárkróksvelli í kvöld kl. 20. Komið og sjáið spennandi leik og hvetjið Tindastól til sigurs. R Skagafjörður Hita- og vatnsveita Verkstjóri Hita- og vatnsveita Skagafjarðar leitar eftir verkstjóra til starfa hjá veitunum.Verkstjóranum er ætlað að sjá um daglegan rekstur veitnanna og um framkvæmdir þegar jrær standa yfir. Einnig tekur verkstjóri bakvaktir. Veitukerfin eru á Sauðárkróki, Varmahlíð, Steinsstöðum og á Hofsósi, en starfsemin er til húsa í áhaldahúsi Sveitarfélagsins Skagafjaröar á Sauðárkróki. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Skagaíjarðar. Leitað er eftir vélstjóra/vélvirkja með reynslu í stjómim, góða raf- og logsuðukunnáttu, nokkur tölvukunnátta æskileg. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2000. Nánari upplýsingar veitir veitustjóri Páll Pálsson á skrifstofu veitnanna í áhaldahúsinu Borgarteigi 15 eða í símum 453 5257 og 894 9750. Umsóknareiðublöð fást á sania stað. Veitustjóri.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.