Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 28/2000 Undir Borginni Mörk hins byggilega heims Nú er verið að lagfæra ákveðnar misfellur á veginum milli Skagastrandar og Blöndu- óss. Þarflaust er að geta þess að þar er um löngu tímabært verk- efni að ræða. Á þessum vegi hafa verið fjórar einbreiðar brýr og það hálfa væri nóg. Verst er þó til þess að hugsa að það eru aðeins rúm 25 ár síðan þrjár af þessum brúm voru steyptar og undrast maður að ekki skuli hafa verið meiri framtíðarsýn fyrir hendi þá svo þær væru hafðar tvíbreiðar. Einkum er þetta athyglisvert með tilliti til þess að tvær af þessum brúm eru litlar og kostnaður við að gera þær almennilega úr garði á sínum tíma getur ekki hafa breytt svo ógnar miklu. Nú er hinsvegar ráðist í að breikka Hrafnárbrúna, sem ekki hefði þurft ef hlutirnir hefðu verið gerðir með eðlilegri fram- tíðarsýn á sínum tíma. Ræsi hefur verið sett á Hallá og þar hefði heldur ekkert þurft að gera ef menn hefðu hugsað málin rétt fyrir aldarfjórðungi. Svo er hin illræmda Hafur- staðabrekka aflögð núna og vegurinn færður uppá brúnina fyrir ofan þar sem hann hefði auðvitað alltaf átt að vera. Að vetrarlagi hefur umrædd brekka verið svo mikill farartálmi að hún hefur verið nefnd „mörk hins byggilega heims". Það hef- ur með öðrum orðum þýtt að við Skagstrendingar höfum ver- ið skilgreindir utan þeirra marka. Það hefur ekki verið hlýleg niðurstaða fyrir okkur sem búum undir Borginni. Þess skal þó getið að skilgreiningin er ættuð frá Blönduósi og því ef til vill ekki nauðsynlegt fyrir okk- ur á Ströndinni að taka hana í bókstaflegri merkingu. Mikil bót verður að því þegar Skaga- strandarvegur verður búinn að fá þessar lagfæringar. En eitt er enn til mikils vansa á þessum vegi. Það er Laxárbrúin. Hún var steypt fyrir um 25 árum og ég vil hiklaust segja að hún hafi verið verkfræðilegt glappaskot. I fyrsta lagi er hún einbreið, í öðru lagi er lega hennar þannig að hún rís talsvert til suðurs og er hæðarmunurinn svo mikill að alveg tekur fyrir sýn af brúnni, í þriðja lagi liggur brúin nokkuð til norðausturs og suð- vesturs og vegna þess að hún rís móti norðaustanáttinni hefur tíðum safnast snjór inn á brúnni og valdið ófærð þar. Oftast er slæmt að basla í ófærð en enn verra er að lenda í skafli á miðri brú yfir hengiflugi. Þegar brúarstæðið var valið, hefði trúlega þurft að vinna landið niður að sunnan svo opin vegsýn væri af brúnni til þeirrar áttar. Undrast maður það mjög að þetta mikil brú hafi verið gerð með þessum hætti fyrir svo skömmu. Ekki er við smið- ina að sakast en hönnunin er á- mælisverð. Margoft hefur legið við stórslysum þarna og nú síð- ast í byrjun júlí var kona ein á bíl langt komin yfir brúna, þeg- ar rútukálfur kom æðandi á móti henni yfir blindhæðina og beint á bíl hennar. Virtist þar engu hafa skipt þó skilti handan hæðarinnar segðu að einbreið brú væri framundan.Sá er ekki þekkir til virðist ekki geta gert sér það í hugarlund að handan við blindhæð af þessu tagi sé stór, einbreið brú. Má kalla það sérstaka mildi að þarna varð ekki meiriháttar slys. Bíll kon- unnar hefði getað farið yfir Frá Opna TM-mótinu í golfi á Blönduósi Opna TM mótið í golfi fór fram á Blönduósi um helgina. Það er Tryggingarmiðstöðin sem stendur fyrir mótinu og gefur öll verðlaun. Helstu úrslit í mótinu urðu þau að án forgjafar í karlaflokki sigraði Guðmundur Ingvi Ein- arsson GSS á 72 höggum. Ann- ar varð Haraldur Friðriksson GSS með 77 högg og þriðji Jón Jóhannsson GÓS á 82 höggum. Með forgjöf var Haraldur hlut- skarpastur, Jón varð í öðru sæti og Guðmundur í því þriðja, en keppendur voru 14 í karla- flokki. I kvennaflokki var sama röð tveggja efstu kvenna með og án forgjafar. Ámý Lilja Ámadóttir GSS sigraði á 82 höggum og önnur varð Anna Ármannsdótt- ir GÓS á 100 höggum. Án for- gjafar varð Fanney Zophanías- dóttir GÓS þriðja á 108 högg- um og með forgjöf Margrét Stefánsdóttir GSS á 111 högg- um. Þær voru fimm konurnar sem kepptu á mótinu. Unglingarnir voru aðeins þrír. Án forgjafar sigraði Fann- ar Ingi Hallsson GÓS á 109 höggum, annar varð Heimir Hallgrímsson GÓS á 117 og þriðji Halldór Halldórsson GSS á 133. Fannar og Heimir höfðu sætaskipti þegar forgjöfin var reiknuð með. handriðið og niður í ána og þá hefði enginn mannlegur máttur komið vörnum við. Ég vil ein- dregið hvetja viðkomandi yfir- völd til að draga réttan lærdóm af þeirri reynslu sem komin er af Laxárbrú. Þar getur hvenær sem er orðið verulegt slys. Hættan er reyndar svo mikil að flestir eru mjög á verði er þeir aka yfír þessa brú. En það þarf ekki nema einn ökumann sem ekki er nógu var um sig til að valda slysi þama og aðstæðurn- ar hafa vissulega verið skapað- ar til þess. Vegagerð ríkisins er stofnun sem ég ber að öllu jöfnu mikla virðingu fyrir. Ég tel að hún verðskuldi yfírleitt fulla virð- ingu landsmanna fyrir þá þjón- ustu sem hún veitir og þau mörgu afrek sem hafa verið unnin af starfsliði hennar, oft við ótrúlega erfiðar aðstæður. En Laxárbrúin verður aldrei, að minni hyggju, talin meðal af- reka Vegagerðarinnar, hún er eiginlega talandi dæmi um það ^ 1 ' ~*m I ' I * '" ¦'.¦¦¦'.," 2___M W ^*"«2--' í 1 M T l liMn* ¦.•¦ ¦¦ ¦" ¦ Börnin fengu að fara á hestbak á Kántríhátíðinni um versl- unarmannahelgina. hvemig ekki á að smíða brú. Ég vona að sem fyrst verði gerðar á henni þær lagfæringar sem duga til þess að fólk geti ekið yfir hana án þess að þurfa að óttast það að bíll komi á fullri ferð á móti því og þeyti því kannski niður í hyldýpið fyrir neðan. Vegagerð á í öllum til- vikum að veita lífi aukna trygg- ingu verndar og það er ekki verjandi að standa að brúar- smíði með þeim hætti sem gert var við Laxá fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Ég tel að þar hafí mikil mannleg mistök átt sér stað. Það er hart fyrir þann sem í því lendir að vera á ferð með bíl í skoðun inn á Blönduós og vera ekinn niður á brú þar sem engin vegsýn er gefin. Von mín er sú að þessum hlutum verði kippt í lag áður en eitthvað það gerist sem enginn maður vildi að gerðist. Ritað að gefnu tilefni 20. JÚ1Í2000. Rúnar Kristjánsson. Skammt í kördæmabreytingu Það fór ekki framhjá full- trúum á þingi SSNV á Hólum um síðustu helgi að skammt er í breytingar á kjördæmaskip- an, er verða væntanlega um vorkosningar 2003. Á þinginu voru mættir einn þingmaður úr Vestfjarðakjördæmi, Guð- jón A. Kristjánsson frá Frjáls- lynda flokknum, og þingmað- ur úr Vesturlandskjördæmi, Jóhann Ársælsson frá Sam- fylkingunni. Öllum þing- mönnum þessara tveggja kjör- dæma var boðið að sitja þing- ið á Hólum og koma sér inn í málin, enda verður að líta á þá sem væntanlega þingmenn þessa kjördæmis einnig. Þrátt fyrir breytta kjör- dæmaskipan er gert ráð fyrir að áfram verði starfandi lands- hlutasamtök sveitarfélaga í svipuðu formi og þau eru í dag, þetta var niðurstaða sveit- arstjómarmanna og þing- manna kjördæmsins á fundi fyrr á árinu. Þó er ljóst að t.d. Siglfirðingar munu færast í Eyþing, enda lenda þeir í aust- urkjördæminu. Á hinn boginn eru uppi hugmyndir um að Strandamönnum veðri boðin Á Hólahlaði fráfarandi, núverandi og væntanlegir þing- menn í Norðvesturkjördæmi: Kristján Möller, Jón Bjarna- son, Guðjón A. Kristjánsson og Jóhann Arsælsson. þátttaka í SSNV með Hún- vetningum og Skagfirðingum og viðraði Bjarni Þór Einars- son framkvæmdastjórí SSNV þá hugmynd í ársskýrslu sinni. Feykir helgaður „Viku símenntunar" Tekist hefur samkomulag milli Farskóla Norðurlands vestra og Feykis um að næsta tölublað verði einvörðungu helgað „Viku símenntunar". Verður blaðinu af því tilefni dreift á hvert heimili í kjördæmnu. Blaðberar f á frí þann dag.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.