Feykir


Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 30.08.2000, Blaðsíða 5
28/2000 FEYKIR 5 Skoðað í byggðina hansHéðins Með aukinni útivist og hreyf- ingu, svokallaðri heilsubylgju, sem farið hefur yfir landið síð- ustu árin, er mjög vaxandi áhugi á skokki, fjallgöngum og áreiti af þeim toga. A Króknum hefur myndast öflugur skokkhópur og þar er stór kjarni sem miðsumars tekst á vrö einhver skemmtileg verkefni. I hitteðfyrra var t.d. gengin gamla kaupstaðaleiðin frá Gautsdal í Húnavatnssýslu til Sauðárkróks. I fyrra voru fjöllin þrjú „klifin"samdægurs, Tinda- stóll, Glóðafeykir og Mælifells- hnjúkur. Og nú um verslunar- mannahelgina var síðan efnt til áreitis í nágrenni Siglufjarðar. Var meginverkefnið þar að ganga til Héðinsfjarðar, en nú fer hver að verða síðastur að koma á þessar afskekktu slóðir áður en einangrunin verður rofin með jarðgöngum milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar. Þeir göngu- og hlaupaglöð- ustu úr hópnum héldu af stað upp úr hádeginu á föstudag en þá var stefnan sett á Heljartröðina fyrir utan Hraun í Fljótum, þar sem gamli Skarðsvegurinn byrj- ar, sem tekinn var í notkun 1946 og var fyrsti bílvegurinn til Siglufjarðar. Um 20 manna hóp- ur hélt af stað um miðjan daginn, flestir hlaupandi eftir gamla veg- inum upp í Skarð, sem er á sjö- unda kílómeter, nánast allur tals- vert á fótinn. Veður var hið fegursta, sól- skin og blíða, en sem betur fer smágola sem virkaði sem mátu- leg kæling fyrir hlauparana. Til að byrja með var anganinn af berjunum mjög mikil og áber- andi í Hraunsdalnum, enda berjaspretta með mesta móti nú í sumar. Á miðri leið mætti hópur- inn hressum strákum á þrem jeppum sem voru á leið niður úr Skarðinu og hvöttu þeir hlauparana til dáða. Þær voru síðan bísna erfiðar síðustu brekkurnar upp í Skarðið en þeir sem fljótastir voru þurftu þó ekki nema rétt rúmar 40 mínútur. A Skarðinu var tekin svolítil hvíld, enda veitti ekki af að blása mæð- inni, en síðan lagt af stað niður Siglufjarðarmegin. Þeir fyrstu komu heim í Hól á Siglufirði, einni klukkustund og tíu mínút- um eftir að lagt var af stað frá Heljartröðinni og hinir komu skömmu seinna. Það var hent gaman af því í þessari för að ýmsir höfðu tekið nokkrum framförum í hreyfíget- unni síðustu árin og jafnvel ára- tugina. Meðal þeirra sem hljóp yfir Skarðið var Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri í Skaga- firði. Snorri var bæjarritari á Siglufirði skömmu fyrir 1980 og þá tók hann sig til einn daginn og gekk yfír Skarðið þessa sömu leið. Hann var fimm tíma í þeirri gönguferð, en nú fór hann vega- lengdina á einni klukkustund og tuttugu mínútum, þannig að bæt- ingin er veruleg. Gengið í Héðinsfjörð Eitthvað virtust veðurguðirn- ar hafa skipt skapi þegar hópur- inn vaknaði á Hóli að morgni laugardagsins. Regnið buldi á bárujárninu síðnætur og enn hafði ekki stytt upp um níuleytið þegar leggja átti af stað. Förinni var því frestað Iítillega en lagt upp um hálfellefu leytið inn að borholum hitaveitunnar í Skút- dalnum þar sem lagt var upp merkta leið yfir Hestskarðið til Héðinsfjarðar. Vegna ónógs skyggnist var hætt við að fara Hólsskarðið, enda hafði frétst af ferðalöngum sem nánst gengu þarna eftir eggjunum á fjallinu fyrr í vikunni, villst í þokunni. Fyrsta brekkann upp frá Skútudalinum reyndist þeim ó- vönustu í hópnum nokkuð erfið, en þegar komið var þar upp fyr- ir tóku við góðir stígar sem lengi vel voru leiðir „þarfasta þjóns- ins." yfir fjallið eins og nafn skarðsins ber með sér. Eftir hálfa þriðju stundar göngu var komið niður í Héðinsfjörðinn fyrir miðju vatninu. Þar var áð drjúga stund, nestið borðað og rennt fyrir fisk í þeirri von að fá svolít- inn afla á grillið, enda hafði gengið nokkuð á grillmatinn í köldið áður, fólk greinilega vel svangt eftir Skarðstúrinn. Mjög fallegt er um að líta í Héðinsfirðinum og uppi standa ennþá hús í Vík sem var norðasti bærinn og stóð með firðinum nokkuð neðan vatnsins, er þar er nú björgunarskýli. Við vatnið eru þrír sumarbústaðir, einn við ós- inn, annar fyrir miðju vatnsins og sá þriðji fyrir enda vatnsins þar sem áður stóð bærinn Vatns- endi, en meðal annarra þekkta býla sem í byggð voru í Héðins- firði fram undir miðja þessa öld, voru Grundarkot og Ámá. Mjög grösugt er í firðinum og undir- lendi mikið framan við vatnið. Síðari árin hefur landið ekki ver- ið beitt sauðfé eins og fyrrum og ber mönnum saman um að gróð- ur hafi mjög tekið við sér, hlíð- arnar eru kjarri vaxnar og berja- land mjög gott, þannig að þess verður eflaust notið þegar jarð- göngin verða komin þarna í gegn. * Birgir Gunnarsson sjúkrahús- forstjóri á Króknum skipulagði ferðina og hélt hann stutta tölu við stansinn í Héðinsfirðinum þar sem hann minntist þeirrar hörðu lífsbaráttu sem fólkið háði á þessum slóðum. M. a. vitnaði Birgir í sögu sem Bólu-Hjálmar skráði og talið er að smásaga Gunnars Gunnarssonar „Á botni breðans" byggist á. Það var þeg- ar bóndinn á Vatnsenda brá sér í kaupstað til Siglufjarðar skömmu fyrir jólin. Veður voru válynd og tepptist bóndi í kaup- Hópurinn staddur uppi í Hestskarði á leið niður í Héðinsfjörð. staðaferðinni. Heima var hús- freyjan með mörg ung börn og á hverjum degi kyngdi niður mikl- um snjó í illviðri. Þau voru orðin átján þrepin niður í bæinn þegar hann fennti enn aftur tuttugu dögum eftir að bóndi fór að heiman. Þann dag komu ná- grannarnir á Grundarkoti og Amá til að leita að bænum en fundu ekki í hríðardimmunni. Á þrettánda dag jóla, þrem vikum seinna en bóndi lagði upp, birtist hann og tókst þá loks að finna bæinn að nýju. Það hafði birt vel til meðan við vorum í Héðinsfirðinum, en á heimleiðinni fór að rigna aftur, þannig að sumir voru orðnir nokkuð blautir þegar komið var af Hestskarðinum síðdegis, en eins og jafnan var heimferðin skjótari. Mjög góð aðstaða er á Hóli til að taka við ferðahópum og var t.d gufubaðið þar nýtt vel þessa helgi. Þegar lagt var upp á laug- ardagsmorgun kom í hug stuðla,,stibba" eins í hópnum að hnoða saman fyrri parti til að göngufólkið hefði við fleira að glíma en fjallið á göngunni. Hópur frækinn hélt af stað, Héðinsfjörðinn vildi kanna, Einn af kjarnyrtu skáldakyni úr Svarfaðardal komst þannig að orði á heimleið, og vitaskuld treysti enginn sér til að gera betur: gleði á eftir og gufubað gaman er á meðal manna. Þegar þú lcaupir skólavörurnar færðu LEGÓ nestisbox í kaupbæti! Barnaúlpa st. 68-1 ÍO 1.49D Barnaúlpa stt. 4 - 14 Z.49D

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.