Feykir


Feykir - 27.09.2000, Page 1

Feykir - 27.09.2000, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Strákamir á Hofsósi fylgdust vel með þegar starfsmenn sveitarfélgsins vom að laga slitlagið á götunni franian við félagsheimilið Höfðaborg í fyrradag. Metuppskera á korni í Skagafirði Kornskurði er að ljúka í Skagafirði þessa dagana. Upp- skeran er mjög góð, sú besta síð- an kornræktartilraunir byrjuðu þar 1993. Að sögn Eiríks Lofts- sonar jarðræktarráðunauts hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga eru bændur að fá um fimm tonn af þurru korni af hektaranum, þar sem best er, en líklega að jafnaði um fjögur og hálft tonn að meðaltali. Eiríkur segir komuppskeruna aldrei hafa verið jafn mikla og jafna á milli svæða og nú í sum- ar. Kornspretta var mjög góð í Hjaltadal og í Hegranesi, en besta svæðið er þó eins og und- anfarin ár Vindheimasvæðið og þar er kornið líka alltsaman full- þroskað. „Það er engin spurning að bændur hér eru að bera mikinn hag af kornræktinni sérstaklega eftir svona sumar. Við emm líka komnir með góða stofna og höf- um náð tökum á áburðargjöf- inni, þannig að menn eru að ná tökum á flestum þáttum þannig að tilkostnaðurinn verði sem minnstur”, sagði Eiríkur Lofts- son. A liðinu sumri var komi sáð í um 300 hektara í Skagafirði. Kornbændur í Skagafirði eru tæplega 30 talsins. Kári kaupir meiri- hlutann í Særúnu Ófögur aðkoma í göngum í Hrollleifsdal Dýrbítur ræðst á fé og heimtur slíemar hjá bændum í Sléttuhlíð Hún var ófögur sjónin sem blasti við tveimur gangna- mönnum í Hrollleifsdal í Skagafirði í fjárleitum á dögun- um. Er þeir komu að Þverá eyðibýli frmmi í dalnum, til móts við Geirmundarhólaskóg, séu þeir hvar tvær tófur vom að þjarma að lambi við ána. Höfðu þær bitið lambið illa í vöðva bæði að framan og aftanverðu og var svo að því dregið að reiða varð það til réttar að Skálá. Það drapst síðan að völd- um sára sinna nóttina eftir. Heimtur em slæmar í Sléttuhlíð og er óttast að tófan eigi þar drjúgan hlut að máli. Gangnamennirnir tveir vom að ganga fyrir jörðina Róðhól og að sögn Jóns Björns Sig- urðssonar bónda á Róðhóli sáu þeir í þessum sömu göngum þriðju tófuna uppi á Þverárdal, en hugsanlega gat það verið önnur þeirra sem var niður við Þverána. Gestur Stefánsson bóndi á Amarstöðum kvaðst hafa séð dýr þegar hann var við smölun frantmi í dalnum um síðustu helgi og bjóst hann við að skyggnast eftir þeim í haust. Gestur sagði að grenjaleitir hefðu verið framkvæmdar síð- asta vor, en oft hafa dýr fundist á grenjum í leitum á vorin. „Okkur hefur fundist að tóf- unni væri að fækka síðustu vor, en kannski hefur hún flutt sig um set, að minnsta kosti virðist vera eitthvað um hana núna”, sagði Gestur. Hann telur sig vanta fimmmtán lömd og tal- vert vantar einnig hjá bændunt í Glæsibæ, en þaðan var lambið sem tófumar lögðust á. Bændur í Sléttuhlíð em ugg- andi, enda sjaldgæft að tófan leggist á stálpuð dýr, seinni part sumars, en stundum kemur það fyrir með lambfé að vorinu. Þeir óttast að þessi dýr komi til með að verða dýrbíta næsta vor, takist ekki að skjóta þau nú í haust, en ekki hefur verið lagt út fyrir dýr að vetrinum í Hroll- leifsdal, enda engin aðstaða til að liggja úti við skotmennsku fram við skóginn að vetrinum. Kári Snorrason fram- kvæmdastjóri Særúnar á Blönduósi og fjölskylda hans hefur eignast meirihluta í rækjuvinnnslunni Særúnu á Blönduósi, en fyrir skömmu var gengið frá eignaskiptum Kára og Ottars Ingvarssonar á þá leið að Kári lét af hendi eignarhlut í þrem skipum sem gerðir em út á Flæmska hattin- um undir eistneskum fána, Merika, Kan og Tárus, ásamt hlutabréfum í nokkmm öðmm félögum þar á meðal Dögun á Sauðárkróki, en Kári fékk í staðinn það sem Ottar átti í Særúnu og Nökkvanum. Meginástæðan fyrir þessum skiptum var sú að Ottar hafði á- ætlanir um að leggja niður rækjuvinnslu á Blönduósi og auka í staðinn vinnsluna á Sauðárkróki. Kári var annarrar skoðunar. „Mér fannst frekar að þróunin ætti að vera í hina áttina, þar sem vinnslan hér á Blönduósi á sér lengri sögu. Þetta varð því að samkomulagi og allt í góðu með það”, segir Kári Snorrason. Að sögn Kára hefur vinnsl- an gengið ágætlega að undan- fömu. Um 30 manns vinna hjá Særúnu á tveimur vöktum. Erf- iðlega gekk um tíma að fá fólk til vinnu og Kári réð sjö Pól- verja sem verða á Blönduósi í vetur, en fullmannað er um þessar mundir. Kári kvíðir ekki hráefnisöfluninni, segir að Særún fái nóga rækju af Nökkvanum og Gyssur hvíta, sem eru í eigu fyrirtækisins og einnig er það með nokkra báta í viðskiptum. —KTeH£ÍH chjDI— SfMfTbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 .Æ. JLJtL m M. sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:4S3 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA jfcBílaviðgerðir Hjólbardavidgerdir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ti Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.