Feykir


Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 5
32/2000 FEYKIR 5 „Góð þjónusta ástæðan fyrir því að bændur koma með sitt sláturfé til okkar" segir Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri SAH „Við teljum okkur veita bændum góða þjónstu og það er vafalaust ástæðan fyrir því að þeir kjósa að koma með sína dilka og slátra hjá okkur. I dag er ekki sjálfgefið að bóndi sem alltaf hefur slátrað á tilteknu slát- urhúsi geri það án þess að ganga úr skugga um hvar honum býðst besta þjónustan og bestu kjörin. Bændureru að reka sitt fyrirtæki eins og aðrir og veitir ekki af að fá sem mest fyrir sína fram- leiðslu. Ég hef trú á því að það sé framtíðin að bændur flytji sitt fé á milli héraða til slátrunar. Sam- göngur hafa batnað það mikið og yfirleitt hafa þessir flutningar gengið vel", segir Sigurður Jó- hannesson framkvæmdastjóri Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi, en félagið hefur verið nokkuð í fréttum í haust vegna mikillar aukningar í dilka- Pálmi Jónsson fyrrum þingmaður og ráðherra og bóndi á Akri var að framvísa sláturfé ásamt dóttur sinni Jóhönnu og bónda hennar Gunnari Kristjánssyni á Akri. Með þeim er dýralækn- irinn Jón Pétursson, sem sækja þurftí austur á Egilsstaði, þar sem hann var dýralæknir í rúm 40 ár. Jón segir Blönduós draumstað og sláturhús SAH gott. „Hér er matvælafræðingur, men- ntaður sláturhússtjóri og framkvæmdastjóri sem stjórnar fyrirtækinu. Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri SAH. slátrun og bæði Eyfirðingar og Þingeyingar koma þangað með dilka til slátrunar. Sigurður bendir á að í sjálfu sér, sé það fjarri lagi að furða sig á einhverjum vegalengdum í þessu sambandi, það muni t.d. á- kaflega litlu fyrir bónda úr Hörg- árdal í Eyjafírði, hvort hann flytji dilkana vestur á Blönduós eða austur á Húsavík, eftir að slátrun var hætt hjá KEA á Akureyri. Hjá SAH er nýlega endur- bætt og mjög fullkomið slátur- hús. Þetta er fjórða haustið sem slátrað er með nýju sláturlínunni og yfir daginn er slátrað 16-1700 dilkum. I haust stefnir í að slátr- að verði um 50 þúsund fjár og er það mikil aukning frá liðnu hausti, en þá var slátrað 38.500. Sigurður segir að aukningin sé aðallega úr Eyjafirðinum og Þingeyjarsýslunni, en einnig komi talsvert magn úr Skaga- firðinum eins og í fyrra. Sigurður segir mikla sam- keppni um sláturféð og SAH borgar það verð fyrir kjötið sem bændur fóru fram á í haust. Sig- urður segir það verð raunhæft og SAH sé ekki að borga þar neitt yfirverð, enda sé ekki til neitt sem heiti yfírverð, aðeins mis- munandi verð. - En er þetta ekki í raun lítið bil sem sláturleyfishafinn hefur upp á að hlaupa, það sem bónd- inn fær fyrir kjötið og það sem smásöluaðilinn er tilbúinn að greiða fyrir kjötið, kvötvinnsl- umar og verslanirnar? „Já það má segja það að þetta bil erekki stórt. En við skoðum heildardæmið og teljum okkur geta staðið ágætlega við þær skuldbindingar sem við höfum gert. Ég held að enginn geti sagt annað en við höfum staðið við okkar og þannig þarf það að vera", sagði Sigurður. Auk sláturhússins rekur SAH kjötvinnslu og er með starfsemi allt árið. Nú í aðalsláturtíðinni er einnig folaldaslátrun, enda þónokkur markaður fyrir foldaldakjöt um þessar mundir. „Það verður að nýta þá markaðs- möguleika sem fyrir hendi eru", segir Sigurður, en hjá SAH þarf einnig að nýta stund og stund kvölds og morgna í stórgripa- og svínaslátmn, þannig að starfsfólk SAH hefur ærinn starfa um þess- ar mundir. Tímar í Iþróttahiísi á Saudárkróki 2000 2001 (tekurgiidi ?.okt.) KL. MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR KL. LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR i 0800-0840 ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK ÁRSK j 0900-0950 9.FL. 2 0840-0920 ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK ÁRSK I 0950-1040 FRJÁLSAR 9.FL. 3 0940-1020 ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK l 1040-1130 FRJÁLSAR 9.FL. 4 1020-1100 ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK | 1130-1220 M.FL.KA. 7.FL./DR.FL./U.FL 5 1110-1150 ÁRSK ÁRSK/FNV/FNV ÁRSK FNV/FNV/ ÁRSK ! 1220-1310 M.FL.KA. 7.FL./DR.FL./U.FL 6 1150-1230 KEN/HNIT/HNIT ÁRSK/FNV/FNV ÁRSK FNV/FNV/KEN ÁRSK/HNIT/HNIT i 1310-1400 U.FL. FÓTB.4.KA 1 1230-1310 KEN/HNIT/HNIT /KEN ÁRSK/HNIT/HNIT | 1400-1450 U.FL. FÓTB.3.KA tí 1310-1350 FNV/FNV/FNV FNV/FNV/ FNV/FNV/ FNV/FNV/ ÁRSK ! 1450-1540 10-11/ST.FL FÓTB.M.KV/3.KV a 1400-1440 FNV/FNV/FNV FNV/FNV/ FNV/FNV/ FNV/FNV/ ÁRSK I 1540-1630 10-11/ST.FL FÓTB.M.KA 10 1440-1520 (ÞR. 5-6 FNV/FNV/ FNV/FNV/ FNV/FNV/ lÞR.5-6 j 1630-1720 DR.FL. NEISTI ii 1530-1610 ÍÞR. 5-6 FNV/FNV/ FNV/FNV/FRJÁLS FNV/FNV/ ÍÞR.5-6 I 1720-1810 FRJÁLSAR NEISTI 12 1610-1650 ÍÞR.1-2/7.FL FÓ.4KA/ÍÞR 5-6 FNV/FNV/FRJÁLS ÍÞR.3-4 / 7.FL (ÞR.1-2 i 1810-1900 FRJÁLSAR 13 1700-1750 (ÞR.3-4 / 7.FL STFL./10-11 FNV/FNV/FRJÁLS ÍÞR. 5-6 (ÞR.3-4 14 1750-1840 FRJÁLSAR STFL./10-11 FRJÁLSAR ÍÞR. 1-2 FÓTB.3.KV. 15 1840-1930 GRÓ/ FRJÁLSAR MFL.KA MFL.KA MFL.KA FÓTB.3.KA : 16 1930-2020 GRÓ/ FRJÁLSAR MFL.KA MFL.KA MFL.KA FÓTB.M.KV. ; 17 2020-2110 KRÆ/10-11/U.FL. DRFL/9.FL/U.FL MO/KRÆ/DR.FL DR.FL/ST.FL/9.FL FÓTB.2.KA. 18 2110-2200 KRÆ/MOL/ U.FL. DRFL/9.FL/U.FL KRÆ/UPP/ST.FL DR.FL/U.FL/10-11. FÓTB.2.KA/M.KA ! 19 2200-2250 UPP/FNV/FNV FNV HMNK FNV FÓTB.M.KA. I

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.