Feykir


Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 27.09.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 32/2000 Sveitarstjórn Skagafjarðar býður Akureyringum á fund Sveitarstjórn Skagafjarðar á- kvað á fundi sínum í síðustu viku að bjóða bæjarstjórn Akur- eyrar til fundar í byrjun október. Að sögn Snorra Björns Sigurðs- sonar sveitarstjóra hefur fundur- inn ekki verið tímasettur, en þessi samskipti milli sveitar- stjórnanna byrjuðu á liðnum vetri þegar fulltrúum í sveitar- stjórn Skagafjarðar var boðið til fundar bæjarstjórnar Akureyrar þar sem rætt var um ýmiss hags- munamál þessara svæða. Það var einmitt um svipað leyti sem sveitarstjórn Skagafjarðar lýsti sig fylgjandi því að höfuðstöðv- ar Rarik yrðu fluttar til Akureyrar. „Það hefur ósköp lítil sam- vinna verið á milli þessara svæða og ég á fastlega von á því að meðal beggja aðila sé vilji til að auka hana. Ég er þeirrar skoð- unar að það sé nauðsynlegt að þessir staðir standi saman og það komi til með að styrkja þá báða. Ég held til að mynda að Eyja- fjarðasvæðinu sé heilmikill styrkur af Skagafirði og öfugt, og út á við geti þessi svæði myndað mjög sterka heild", sagði Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri. Aðspurður hvort að möguleikar á samvinnu myndu ekki aukast stórlega t.d. með samgöngubótum, og með stytt- ingu leiðar milli svæðanna, sagði Snorri Bjöm, að fyrirsjáan- legar væru vegabætur um Norð- urárdalinn á næstu árum, sem yrðu mjög til bóta, en hinsvegar væri Öxnadalsheiðin ekki sá far- artálmi að vetrum, að hann sæi hagkvæmni þess að leggja í jarð- gangnagerð milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, a.m.k. verði ekki séð að það muni gerast á næst- unni. Afmælisár hjá Söngsveitinni Skagfírska söngsveitin er nú að hefja sitt 30. starfsár og af því tilefni mun kórinn á haustdögum halda tónleika í Skagafirði og Reykjavík þar sem á efnisskránni verða skagfirsk Ijóð og sönglög. A tónleikunum munu ásamt kórnum koma fram einsöngvar- arnir, Óskar Pétursson frá Alfta- gerði, Guðmundur Sigurðsson og Kristín R. Sigurðardóttir. Stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari Sigurður Marteinsson. Einnig verður samstarfi kórs- ins við Samkór Hveragerðis og Kveldúlfskórinn í Borgarnesi framhaldið. I þetta sinn verður Kveldúlfskórinn í Borgarnesi heimsóttur og haldnir sameigin- legir tónleikar í Reykholti 4. nóv- ember. Þetta er í þriðja sinn sem kórarnir halda sameiginlega tón- leika og hafa þessir tónleikar alltaf vakið óskipta athygli. Stefnt er að því að halda glæsilega vortónleika í lok af- mælisársins og verður að venju boðið upp á þekkta einsöngvara. Á þessum tónleikum mun kórinn og einsöngvararnir njóta undir- leiks hljómsveitar. Skagfírska söngsveitin var stofnuð í Reykjavík á haustdög- um 1970.1 kórnum hefur alltaf verið mjög öflug starfsemi þar sem samvinna kórfélaganna og stjórnandans hefur fært kórinn í fjölda söngferða innanlands sem og erlendis. Á þessum 30 árum hafa verið gefnar út 5 vínilplötur og 2 geisladiskar, sem hafa not- ið mikilla vinsælda. Frá upphafi hafa tveir stjóm- endur starfað við kórinn en einn af stofnendum var Snæbjörg Snæbjamardóttir söngkona og stjómaði hún kómum í 13 ár eða til ársins 1983 en þá tók Björgvin Þ. Valdimarsson við. Á afmælistónleikum kórsins í haust, sem helgaðir eru Skaga- firði og skagfirskum ljóðum og lögum, verða flutt lög eftir: Pét- ur Sigurðson, Jón Bjömsson, Eyþór Stefánsson, Geirmund Valtýsson, Kristján Stefánsson frá Gilhaga. og ljóð eftir: Stefán G. Stefánsson, Ólaf B. Guð- mundsson og Bjarna Stefán Konráðsson. Tónleikamir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 17. nóvember og í Varmahlíð laugardaginn 18. nóv- ember. Afmælistónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 25. nóvemberkl. 17.00. Haldið verður upp á afmæli kórsins 25. nóvember með veglegu afmælis- hófí og mun það verða auglýst síðar. Éinnig hefur verið ákveðið að ítilefni afmælisins verði opn- uð heimasíða Skagfirsku söng- sveitarinnar þar sem hægt verður að nálgast ýmsan fróðleik um núverandi starf kórsins og starf- semi hans síðastliðin 30 ár. Það var eins gott að héraðsdómarinn í Norðurlandi vestra, Halldór Halldórsson, var viðstaddur dráttinn í S-2000 í gær, þar sem Elfar Viggósson (Jónssonar formanns frjálsíþrótta- deildar Tindastóls) dró reikningsnúmer ömmu sinnar Ingu Valdísar Tómasdóttur. Það er Eva Sigurðardóttír starfsmaður Landsbankans sem heldur á hattinum en að baki þeim standa Halldór Halldórsson héraðsdómari, Þröstur Friðfinnsson útibússtjóri Landsbankans og Viggó Jónsson. Dregið í happdrætti styrktarklúbbsins Sydney 2000 Dregið hefur verið í happ- drætti styrktarklúbbs frjáls- íþróttadeiIdarTindastóIs, Sydney 2000. Klúbburinn var stofnaður í upphafi árs 1997, og hafa félagar hans sparað reglulega síðan. Landsbankinn hefur síðan styrkt verkefnið Sydney 2000, sem eins og kunnugt er snýst um tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. Upphaflega var áformað að hafa ferðavinning og þá helst til Sydney, en þegar til kom reyndust ekki í boði pakka- ferðir til Sydney sökum mikils kostnaðar. Ákveðið var því að vinningurinn yrði Kjörbók með 100.000 króna innistæðu. Og númer vinningshafans sem upp úr pokanum kom á skrifstofu héraðsdóms þriðjudaginn 25. september, var Ingu Valdísar Tómasdóttur. Landsbankinn og frjáls- íþróttadeild Tindastóls vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt og stuðluðu með því að framgangi verkefnisins S-2000. Jafnframt er vinningshafa óskað innilega til hamingju, segir í tilkynningu frá Lands- bankanum og frjálsíþróttadeild Tindastóls. Tréiðnadeild berst höfðingleg gjöf Tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er stöðugt að eflast af tækjabúnaði. Deildinni barst nýlega að gjöf. í tilefni að opnun deildarinnar, svokölluð „dílavél" frá innflutningsaðilanum H. G. Guðjónsson. Myndin er afhedingu vélarinnar, Hilmar Sigurðson frá H.G. er fyrir miðju og kennarnir Valur Ingólfsson t.v. og Atli Már Óskarsson. FEYKI Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.