Feykir


Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 04.10.2000, Blaðsíða 1
T7EYKIR 4. október 2000, 33. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Tilraunaboranir að hefjast austan Héraðsvatna Tilraunaboranir eftir heitu vatni eru að hefjast í austan- verðum Skagafirði. Þessa dag- ana er verið að staðsetja borinn frammi í Deildardal nokkru framan við Háleggsstaði, en einnig er ákveðið að hola við Bræðraá, sem boruð var í fyrrahaust verði dýpkuð úr rúmum tvöhundruð metrum í fimmhundruð metra. Það er Hitaveita Skagafjarðar sem stendur fyrir þessum borun- um. Að sögn Páls Pálssonar hita- veitustjóra er ómögulegt að segja til um hvort þarna sé hægt að reikna með virkjanlegri bor- holu, en síðast áttu tilraunabor- anir sér stað á þessu svæði á liðnu hausti. Þá var til að mynda einnig boruð hola við Háleggs- staði og nú er boruð önnur þar framan við til glöggvunar á legu vatnsæða og sprugna á svæðinu. Páll segir að jarðfræðingar vilji meina að heitt vatns sé að finna á þessu svæði, en þetta sé spum- Metsókn á Laufskálum Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var helgina mjög róleg og þurfti hún nánast eng- in afskipti að hafa vegna Lauf- skálaréttar og dansleikja þeirri samkomu tengdri í héraðinu. Þótt oft hafi verið margt í Lauf- skálarétt hefur þó trúlega aldrei verið jafnmargt og nú og er þar tekið mið af bílafjöldanum, sem að þessu sinni náði óvenju- langt meðfram veginum og að auki voru fleiri fólksflutninga- bílar nú en jafnan áður. Björn Mikaelsson yfirlög- regluþjónn sagði að menn á- ætluðu að vel á þriðja þúsund manns hafi komið í Laufskála- rétt að þessu sinni. Samkoman fór mjög vel fram í hinu besta veðri. Dansleikir um kvöldið fóru einnig hið besta fram. Mikill mannfjöldi var á dans- leiknum í Miðgarði eins og jafnan, en stóðréttardansleikur- inn með Hljómsveit Geirmund- ar er þar með fjölmennari dans- leikjum ársins. Þá safnaðist fólk einnig saman á Hótelinu í Varmahlíð og í Höfðaborg á Hofsósi var einnig haldinn stóðréttardansleikur eins og tíðkast hefur undanfarin ár. ing um hitastigið og í framhald- inu þá hvort um nýtanlegan varma sé að ræða. Það er eink- um holan við Bræðraá í Kol- beinsdal sem bundnar eru vonir við. Þessar tilraunaboranir eru styrktar úr sjóði sem iðnaðar- ráðuneytið ráðstafar og tengjast köldum svæðum og nemur styrkurinn um helmingi kostnað- ar, en hann var við boranirnar á liðnu hausti um sjö milljónir króna. Það er bor frá Ræktunarsam- bandi Flóa- og Skeiða sem not- aður er og var sá síðast við bor- anir á Reykjum í Hrútafirði. Starfsmannagengið kemur hins- vegar úr Héðinsfirðinum þar sem nýlokið er við að kanna berglög vegna væntanlegra jarð- gangna. Skúli Bragason, Gísli Kristjánsson og Guðmundur Gíslason að undirbúa uppslátt á hæðinni vfir Borginni, sem kemur til með að bæta úr brýnni þörf á skrifstofuhúsnæði í bænum. Trésmiðjan Borg byggir hæð ofan á verkstæðishúsið Trésmiðjan Borg á Sauðár- króki er þessa dagana að byrja á stórframkvæmdum, ao byggja ofan á verkstæðis- husið að Borgarmýri 1. Á- formað er að nýja hæðin verði komin undir þak fyrir ára- mót, en hún er um 800 fer- metar að stærð. Að sögn Guð- mundar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Borgar verður þarna funda- og skrif- stofuhúsnæði og er ætlunin að það verði selt Guðmundur sagði að það hefði lengi staðið til að byggja ofan á húsið. Aðspurður vildi hann ekkert segja um hvort á- kveðinn aðili hafi sýnt húsnæð- inu mikinn áhuga, þar sem að engar undirskriftir lægju fyrir og vildi ekki tjá sig um það frekar. Heimildir Feykis segja það hinsvegar að frímúrara- stiíkan í bænum ætli að kaupa, en hinsvegar sé ljóst að þama verði einnig til ráðstöfunar skrifstofuhúsnæði í rúmlega helming rýmisins, en skrif- stofuhúsnæði kemur til með að vanta sárlega á Króknum á næstu mánuðum, sérstaklega þegar Byggðastofnun flytur starfsemi sína í bæinn. Trésmiðjan Borg er langstærsti byggingarverktak- inn í Skagafirði. Borgin hefur nýlokið við að koma nýbygg- ingu Árskóla undir þak og þar er nú að hefjast innivinna. Borgin er þó þekktust fyrir mjög vandaða innréttingar- smíði og hefur verið að fram- leiða inn á markaðinn á höfuð- borgarsvæðinu í áratugi. Sfð- ustu fimm árin hefur fyrirtækið verið með verslun í Armúla í Reykjavík, sem reyndar mun flytja í nýtt húsnæði nú í lok mánaðarins. Hjá Trésmiðjunni Borg starfa um 40 manns. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir ^J HJólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.