Feykir


Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Fiskiðjan Skagfífðingur Góð rekstrarafkoma á síðasta ári þrátt fyrir erfið skilyrði Hagnaður af reglulegri starf- semi hjá Fiskiðjunni Skagfirð- ingi á síðasta rekstrarári, var heldur meiri en árið á undan, eða 218 milljónir í stað 185 milljóna, þrátt fyrir að meiri hækkun yrði á rekstrargjöld- um en tekjum milli ára. Þá lækkuðu fjármagnsgjöld tals- vert á árinu og skuldir fyrir- tækisins einnig, auk þess sem eigið fé jókst. Veltufé frá rekstri er 535 milljónir eða 22,2% af veltu. Rekstrarár FISK er kvótaárið og ársreikningur liggur nú fyrir. Þar eru helstu tölur þær að rekstrartekjur síðasta árs voru 2.403 milljónir og jukust um 0,17% milli ára. Meiri aukning varð á rekstrargjöldum úr 1703 í 1777 milljónir eða 4,35%. Hagnaður án afskrifa og fjár- magnskostnaðar var 626 millj- ónir eða um 10% lægri en árið áður. Afskriftir voru eilítið meiri eða 317 milljónir og reiknaðir skattar fimm milljónir í stað tveggja árið á undan. Eignir aukast lítilega milli Stefnt að ráðningu forvarnarfulltríia Stefnt er að því að ráða for- vamarfulltrúa í Skagafirði er vinni með unglingum á svæð- inu, að fræðslu gegn vímuefn- um og stuðli að heilbrigðri skemmtun þeirra. Málið hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma í samvinnu nokkurra aðila sem ætla að standa undir kostn- aði við starfíð og unnið er að því að fá fleiri aðila til samstarfs. Það em Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Rauði Krossinn, embætti sýslumanns, Sauðárkrókskirkja og Sveitarfé- lagið Skagafjörður sem að lík- indum munu standa undir kostn- aði við starf forvamarfulltrúa og gert er ráð fyrir að skrifstofa hans verði í Vökulshúsinu við Skagfirðingabrautina sem Rauði krossinn festi nýlega kaup á. Sem kunnugt er setti sýslu- maður fram ákveðnar skoðanir um málefni unglinga og félags- heimila í surnar og svipað leyti viðraði Bjöm Mikaelsson yfir- lögregluþjónn einnig svipaðar hugmyndir. Það að sérstakir dansleikir verði haldnir fyrir unglinga 18 ára og yngri, þar sem auðveldara yrði að fylgjast með þvf að áfengi og vímuefni yrðu ekki höfð um hönd. í þessu sambandi hefur verið rætt um að koma á fót miðstöð fyrir ung- linga og var jretta mál m.a. rætt í menningar- íþrótta- og æslu- lýðsnefnd á liðnum vetri. Aformað er að eitt af fyrstu verkefnum væntanlegs forvam- arfulltrúa verði að vinna að stofnun unglingamiðstöðvar. Ómar Bragi Stefánsson menn- ingar- íþrótta- og æskulýðsfull- trúi segirað lítið sé af jressu máli að frétta í augnablikinu, en verið sé að vinna í málinu. Góðar vonir um árangur borana í austanverðum Skagafirði Góðar vonir standa til að nýtanlegur jarð- varmi iinnist í Hrollleifsdal skammt fyrir innan Bræðraá. Þar var í gær langt komið að bora 600 metra niður og búist er við að borun- um muni Ijúka í dag eða á morgun. Þegar holan var mæld í síðustu viku á 430 metrum var vatnið um 70 gráðu heitt, en vatnsrennsl- ið hefur ekki verið mælt ennþá. Það ræður nokkru um hvort holan verður virkjanleg, til þess þarf hún að gefa einhverja tugi sek- úndulítra. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða hafa að undanfömu borað nokkrar til- raunaholur í austanverðum Skagafirði og er þessi hola við Bræðraá talin gefa mestar vonir, en einnig eru talverðar líkur á þvf að meira verði borað við Kýrholt, en þar var hætt í tæpum 300 metmm. Þá var komið mikið af vatni en það var ekki nægjanlega heitt. Hiti vatnsins í borholunni við Bræðraá hefur vaxið jafnt og þétt frá 200 metra dýpi. Til stóð að mæla holuna í gær, en þar sem brotnaði úr bor- krúnunni og borunum seinkaði af þeim sökum, varð ekki af því. En það ætti að skýrast á næstu dögum hvort að möguleiki verður á því að leggja hitaveitu á heimili í fyrrum Hofshreppi. Eins og komið hcfur fram í Feyki er það Hita- veita Skagafjarðar sem stendur fyrir þessum bor- unum með styrk frá iðnaðarráðuneytinu vegna kaldra svæða. ára, en veltufjármunir talsvert eða úr 660 milljónum í 724 milljónir. Þá lækka skuldir sam- tals um 123 milljónir og voru nettóskuldir FISK í árslok 1130 miUjónir. Jón Eðvald Friðriksson fram- kvæmdastjóri FISK segir menn þokkalega sátta miðað við það að ýmsar ytri aðstæður hefðu verið óhagstæðar á síðasta kvóta- og rekstrarári. Olíukostn- aður t.d. hækkað um 60 milljón- ir, úr 80 milljónum í 140 milljón- ir. Afurðir eru seldar í evrunni og seig gengi hennar nokkuð á síðasta ári. Þá gengu rækjuveið- ar fremur treglega og hráefnis- verð var í hærri kantinum. Einnig voru þorskveiðarnar tregar frá vormánuðum og meiri tilkostnaður við öflun hráefnis fyrir vinnsluna af þeim sökum. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa- og Skeiða við boranir frammi í Hrollleifsdal í gær með bomum Trölla, þeir Svein- bjöm Jóhannsson og Valdimar Gunnarsson. —Kjeh^if! ehiDI— JJÍFTbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519,'fax 453 6019 Æ..sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA 0 Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.