Feykir


Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 5
36/2000 FEYKIR 5 Hefur ferðast einn um ísland í þrjá mánuði Áhuginn á landinu kviknaði þegar hann sá myndina um Nonna og Manna í sjónvarpinu Benno Plugger 22 ára Austurríkismaður á ferð um Fljótin á öðrum degi vetrar, með Barðshyrnuna í baksýn. Það var eins og rekast á síðbúinn far- fugl þegar ungur ferðalangur varð á vegi blaðamanns Feykis til móts við Barðslaug í Fljótum sl. sunnudag. A öðrum degi vetrar var þama maður á ferð á tveimur jafnfljótum með bakpok- ann sinn og tjaldið á herðunum. Þetta reyndist vera 22 ára Austurríkismaður og hann er búinn að vera á ferðalagi á og við hringveginn síðan í lok júlí, þeg- ar hann byrjaði ferðalag sitt út frá Reykjavík og hélt suður og austur um. Hann hefur tvær vikur til að klára hring- inn, á pantað flugfar heim viku af nóv- ember. „Þú heldur líklega að ég sé kolvit- laus, en þegar ég var drengur sá ég í sjónvarpinu myndina um Nonna og Manna og hreyfst mjög af myndinni og náttúrunni sem brá þar fyrir. Þá ákvað ég að þegar ég yrði stór færi ég til ís- lands og ferðaðist um þetta fallega land. Ég lét verða að því í sumar og sé ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími og náttúran hér er stórkostleg. Hérna býr líka mjög vin- samlegt fólk, ég hef kynnst því á ferð minni”, sagði Benno Plugger og tók upp myndavél úr pússi sínu og myndaði heita hverinn þarna við veginn hjá Langhúsum. „Ég kom til Siglufjarðar í gær og langaði að skoða Sfldarminjasafnið en það var lokað. Ég er lflca nokkuð seinn á ferðinni. Siglufjörður er mjög fallegur bær, en þar er lfldega kalt og dimmt yfir veturinn”, sagði Benno og blaðamanni skildist að hann hefði tjaldað einhvers staðar inn við Hól. Þennan daginn lá leið hans síðan í Varmahlíð. Hann gekk inn að jarðgöngunum og fékk bflfar þaðan að Ketilási og var því búinn að ganga drjúgan spotta þegar blaðamaður Éeykis hitti hann og meðan við spjöll- uðum saman fóm nokkrir bflai- framhjá sem Benno hefði sjálfsagt getað fengið far með. Það var því réttast að snúa við og keyra honum aðeins áleiðis, að gatnamótunum fyrir neðan Ysta-Mó. „Já það er vingjamlegt fólk héma á Is- landi”, sagði Benno þegar hann kvaddi og það var ekki hægt annað en dást að þessum unga kjarkmikla manni sem eins síns liðs hefur ferðast um landið á tveimur jafnfljótum og „puttanum” með tjaldið sitt og bakpokann í rúma þrjá mánuði og það þegar komið er fram á vetur. Sem betur fer fékk hann mjög gott sumar til að ferðast og hann var líka búinn að verða sér út um ís- lenska lopapeysu áður en haustið gekk í garð. vVEGAGERÐINj Jarðgöng milli Siglu- íjarðar og Ólafsfjarðar Tillaga að matsáætlun Vegagerðin auglýsir hér með kynningu á tillögu að matsáætlun íýrir jarðgöng milli Sigluíjarðar og Ólafsíjarðar urn Tröllaskaga á veraldarvefnum, samkvæmt reglugerð 671/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Tillögu að matsáætlun er hægt að skoða á eftirfarandi heimasíðu: http://www.trollaskagi.is www. trollaskagi. net. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur í 2 vikur, eða til 10. nóvember. Athugasemdir er hægt að setja á heimasíðuna eða senda til Vegagerðarinnar á Akureyri. Auglýsing í Feyki ber árangur Rafræn skráning hlutabréfa SteinuUarverksmiðjunnar hf Mánudaginn 22. jttnúar 2001 verða hlutabréf Steinullarverksmiðjunnar lif.tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Frá þeirn tírna ógildast ltlutabréf félagsins sem eru útgefin í pappírsfomii í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr.II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréía, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, nm breytingar á ýmsum lögurn vegna tilkomu rafrænn;tr eignaskráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, urn rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í lilutaskár Steinullarverksmiðjumiar lif. að staðreyna skráninguna með fýrirspurn til skrifstofu Steinullarverksiniðjumiar lif. að Skarðseyri 5, Sauðárkróki, lýrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra lilutabréfa, s.s. veðréttindi, að korna þeint á framfæri við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfíiiýrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands lif., að hafe urnsjón með eignarhluta sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.