Feykir


Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 25.10.2000, Blaðsíða 7
36/2000 FEYKIR 7 á þarlendum. Vegakerfið var frumstætt á þessum árum og Gemsarnir fóru vegleysur og ófærð. Menn spiluðu sig áfram. Miklar svaðilfarir og nú til dags hefðu björgunarsveitir oft verið kallaðar til. En þær höfðu þá ekki verið fundnar upp í þeim skilningi sem nú er. Þá rötuðu heim af sjálfsdáðum. Á Gemsanum flutti Valli vörur á milli Króksins og höf- uðborgarinnar. En hlutverkin voru fleiri. Oft mun Torfi lækn- ir hafa leitað til þeirra Valla og Gemsans þegar ófærð var og erfið ferð fyrir höndum. Þær ferðir gátu dregið í tímann. Og enn eitt. Á þessum árum var Kirkjuklaufin í sinni upprunan- legu mynd, hafði ekki verið breikkuð og ekki alltaf mokuð þótt snjóaði á vetrum þá ekki síður en nú. En fólk lét sig nú hafa það að deyja við þessar að- stæður og þurfti upp á Nafir. Þá var gripið til Gemsans og frá þeim tíma lifir þessi setning; Valli minn heldurðu að þú skutlir ekki líkinu af honum pabbaupp ígarð! Og núna bergmálar minnig. Valli var góður söngmaður og hafði yndi af söng. Á fallegu vorkveldi skömmu fyrir kosn- ingar 1967 ekur undirritaður á hvítri Ford Cortina upp Kirkjuklauf og upp á Nafir og Móa. I aftursæti sitja þeir mág- ur bílstjórans og Valli. Og þeir syngja. Glaðir Skagfírðingar á ferð við söng og vín. Milli söngnúmera skiptast þeir á póli- tískum skotum, annar blár, hinn rauður. Þetta voru vel hlaðin skot og föst. Báðir hægir húmoristar og þurftu ekki mörg orð til að ná meiningunni. Ekki einasta voru þeir ósammála í pólitfkinni heldur notuðu þeir hvor sinn tónstigann til söngs- ins. Og að einu söngnúmeri loknu kom frá Valla: Halldór minn, ég kann betur við þig í pólitfkinni en söngnum. Valli hafði fast- mótuð pólitísk lífsviðhorf. Var sósíalisti af eldri gerðinni. Valli átti tvö systkini, Haf- stein og Guðrúnu. Mjög voru þau mótuð í sama mót; greind, myndarleg og skemmtileg í viðkynningu. Guðnín var yngst og lifir bræður sína. Með þess- um orðum eru henni sendar hlýjar kveðjur austur yfir Tröllaskagann. Á gömlum ljósmyndum af Króknum má sjá lítið hús rétt sunnan við Bifröst. Ekki langt frá Sauðánni þar sem hún er að hjala sig í gegnum bæinn. Það hús heitir Bægisá en var stækk- að og er nú Skagfirðingabraut 4. Þar hafa þau búið lengst af sinn búskap Valgarð og Jak- obína. Fara þessi nöfn saman í munni Króksara, Valli og Bína. Valli var góður fjölskyldufaðir. Heimilið var honum mest þess sem hann átti. Það var helgireit- ur hans ef svo fátæklega má komast að orði. Við þessi tíma- mót sendi ég Bínu minni og börnunum og barnabörnunum samúðarkveðjur mínar en um- rfram allt annað þakklæti mitt og ég hef mikið að þakka. Litróf mannlífsins er alltaf að breytast. Út um gluggann minn mun ég ekki lengur sjá Valla ganga suður götu rétt uppúr hádegi, einbeittann og á- kveðinn á göngunni, berhöfð- aðann, jafnvel í aftökum. Á þessum gönguferðum hitti Valli marga að máli. Spurði frétta. Vissi hvað fólki leið. Vissi hvað var að gerast. Valli lifði lífinu. Valli tók síðustu dögum sín- um af sama æðruleysi sem hann hafði tekið öðrum dögum ævi sinnar. Ég veit að honum var ljóst hvert stefndi. Ég veit hvaða augum hann leit dauð- ann. Ég veit að þegar honum hljómaði það kall sem okkur er öllum boðið að nema, þá gekk hann óhræddur sitt hinsta skref vitandi að hann var í fylgd þess sem gerir alla hluti nýja. Jón Ormar. Tindastóll í undanúrslit í Kjörísbíkarnum Tindastólsmenn standa sig frábærlega vel í deildarbikar- keppninni og eru nú komnir í undanúrslit eftir góða sigra á Haukum heima og heiman. Fyrri leikinn á heimavelli unnu Tinda- stólsmenn örugglega 94:70 og þann seinni í Hafnarfirðinum t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföður og afa Gunnars Gunnarssonar frá Syðra - Vallholti Jónína, Hólmar og börn. 88:80. Tindastóll mætir KR-ing- um í undanúrslitum í Smáranum um aðra helgi. Stig Tindastóls í fyrri leiknum skoruðu: Shawn Mayers 33, Kristinn Friðriksson 20, Mikhail Andropov 13, Lárus Dagur Páls- son 9, Svavar Birgisson 8, Tony Pomones 7 og Ómar Sigmarsson 4. I seinni leiknum á Ásvöllum var Mayers sem fyrr besti maður Tindastóls og eins og í fyrri leikj- um lék Lárus Dagur vel ásamt Axeli Kárasyni, sem gerði sér lít- ið fyrir og skoraði tíu síðustu stig Tindastóls. Stig Tindastóls í leiknum skoruðu: Mayers 30, Axel Kárason 12, Lárus Dagur Pálsson 11, Svavar Birgisson 10, Kristinn Friðriksson 8, Tony Pomones 8, Mikhail Andropov 7 og Ómar Sigmarsson 2. Næsti leikur Tindastóls í Ep- son-deildinni verður í Keflavík annaðkvöld. Verður það án efa erfiður leikur. ATVINNA «ISK FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR Fiskiðjan Skagfirðingur landvinnslan á Sauðárkróki óskar eftirfólki til starfa. Upplýsingar gefur yfirverkstjóri Tómas Árdal á staðnum eðaísíma 455 4411 Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu 31" dekk negld á sex gata felgum, lítið notuð, Pajero árg. '85 með bilaða vél, 2-300 heyrúllur og nokkur falleg folöld, faðir Spölur ffá Hafsteinsstöðum. Upplýsingar gefur Þorgrímur í síma 4524411 ákvöldin. Til sölu Nissan Terrano, nýskráður 12.10. '98, disel, sjálfskiptur. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 453 5141 og Árni í síma 453 6229 e.kl. 17. TU sölu Ford FT 100 nýskráður 16.1. '95, disel, vsk.- bíll. Tvöfalt hús - pallbfll. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 453 5141. Til sölu Toyota Corolla XL árg. '92 sjsk. Fallegur og góður bíll, vel með fainn, ekinn aðeins 85.000 km. Staðgr.verð 350.000. Upplýsingar ísíma 453 5729 eða 552 4275. Húsnæði! Þriggja herbergja íbúð í Sjálfsbjargarhúsinu er til leigu strax. Upplýsingar gefur Þóra Kristjánsdóttir í síma 453 5405. BYGGÐASTOFNUN Forstjóri Byggðastofnunar Iðnaðarráðuneytið auglýsir hér með starf forstjóra Byggðastofnunar laust til umsóknar. Byggðastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 106/1999 og er hlutverk stofnunarinnar að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Helstu verkefni Byggðastofnunar eru undirbúningur, skipulag og fjármögnun verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á landsbyggðinni. Jafnframt er á vegum stofnunarinnar rekin lánastarfsemi. Verkefni stofnunarinnar er ennfremur að vinna að gagnasöfnun og gera rannsóknir um þróun byggðar í landinu. Verkefni forstjóra Byggðastofnunar er að stjórna daglegum rekstri stoíhunarinnar.gera tillögur til stjórnar um starfsskipulag, rekstrar- og starfsáætlun, lántökur og heildarútlán, reglur um lánakjör og áherslur í starfsemi stofnunarinnar. Þá annast forstjóri ráðningu starfsfólks ásamt öðrum þeim verkefhum sem stjórn felur honum á hverjum tíma. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf, búi yfir góðri starfsreynslu og hafi haldgóða þekking á íslensku atvinnulífi. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni, hefur til að bera frumkvæði og metnað til að skila árangri í starfi. Þann 1. maí árið 2001 verður starfsemi Byggðastofnunar flutt á Sauðárkrók. Bærinn hefur verið í örum vexti undanfarin ár og búa þar nú um 2.600 manns. Þar er fjölþætt atvinnulíf sem byggir á mörgum atvinnugreinum.Afar vel er staðið að allri samfélags- og heilbrigðisþjónustu í Skagafirði sem gerir sveitarfélagið að sérlega aðlaðandi kosti fyrir fjölskyldufólk. íþrótta- og félagslíf er blómlegt og þar er gott framboð á afþreyingu ýmis konar. Auk 4 leikskóla, 5 grunnskóla og tónlistarskóla er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki og Bændaskóli á Hólum. Þá liggur Skagafjörður vel við samgöngum. Iðnaðarráðherra skipar í starf forstjóra að fenginni tillögu stjórnar. Starfið verður veitt frá og með 1. janúar 2001. Það kemur í hlut nýs forstjóra að taka þátt í endurskipulagningu og stefnumótun stofnunarinnar. Launakjör eru samkvæmt úrskurði Kjaranefndar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast iðnaðarráðuneytinu,Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember n.k. Umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar, koma ekki til greina. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Iðnaðarráðuneytið 20.október 2000.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.