Feykir - 25.10.2000, Síða 2
2 FEYKIR 36/2000
„Sjómenn allra
skipa sameinist"
Drangeyjarmenn óánægðir
með Langbylgjuna
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir
kynferðisbrot gegn tveim telpum
„Sjómenn allra skipa sam-
einist!” þannig byrjar áskorun
sem skipverjar á Málmey SK-!
eru að senda til flotans þessa
dagana, en þeir eru að leita eftir
samstöðu um að þrýsta á RÚV
um að breyta útsendingum
Langbylgjunnar. „Við erum
orðnir langþreyttir á því að þurfa
að hlusta á sífelldar endurtekn-
ingar á hámenningar efni sem
RAS 1 er að bjóða uppá”, segja
þeir Málmeyingar og eru afar
ósáttir við efnisvalið á Lang-
bylgunni, t.d. sé klassísk tónlist
í meirihluta tónlistarefnis og
henti engan veginn til hlustunar
úti á sjó þar sem hávaði og
skarkali sé mikill og menn kjósi
frekar léttari tónlist við vinnu
sína.
„Eins og flestum sjómönn-
um er kunnugt, sendir ríkisút-
varpið út á Langbylgju blandað
efni af báðum rásum sínum.
Svokölluð sígild tónlist á Rás
eitt er send út á Langbylgjunni
sjómönnum og fleiri stéttum til
mikillar armæðu. Eru flestir
sammála um að þarna sé ekki
verið að senda út heppilega af-
þreyingartónlist fyrir vinnandi
fólk. Vandséð er til hvaða hlust-
endahóps er verið að höfða,
annarra en sjómanna, þar sem
langflestir landsmenn ná send-
ingum RÚV á FM bylgjum.
Sjómenn frábiðja sér þessa
tegund tónlistar og skora á for-
ráðamenn RÚV að hætta slík-
um sendingum á Langbylgju.
Flestir þættir á báðunt rásurn
þar sem hið talaða orð er í fyrir-
rúmi eru velkomnir á Lang-
bylgjuna og mættu vera fleiri”,
segir í skeytinu frá skipverjum
og þeir beina þeim tilmælum til
viðtakanda að skeytið verið
sent víðar og kvörtunum komið
á skiptiborð RÚV eða sent á net-
fang útvarpsstjóra. Viðtal verður
við skipverja í næsta Feyki.
Héraðsdómur Norðurlands
vestra hefur dæmt mann í 15
mánaða fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn tveimur ungum
stúlkum og til greiðslu samtals
700.000 króna skaðabóta til
þeirra. Auk þess er honum gert
að greiða meginhluta sakar-
kostnaðar og málsvamarlauna.
Atvikin áttu sér stað á árunum
1989 til 1995 en þá vom stúlk-
umar á bamsaldri, þau fyrstu er
þær voru fimmtil sex ára. Mað-
urinn var síknaður af kæm
þriðju stúlkunnar.
Við ákvörðun refsingar var
horft til þess að brot ákærða
vom framin á löngu tímabili.
Þau beindust gegn ungum
stúlkum sem ekki höfðu burði
til að koma í veg fyrir áreitið.
Samkvæmt skýrslu félagsráð-
gjafa hafa þessir atburðir haft
mikil áhrif á stúlkumar en
þrátt fyrir það séu framtíðar-
hoifur þeirra ágætar. Einnig var
horft til þess að stúlkurnar vom
báðar tengdar ákærða fjöl-
skylduböndum og máttu því
bera til hans traust sem hann
brást. Sérstaklega eigi þetta við
um aðra stúlkuna sem ákærði
ber að hafi verið hænd að sér.
„Til refsilækkunar verður
að horfa til þess að ákærði hef-
ur leitað aðstoðar hjá presti og
sálfræðingi til að takast á við
vandamál sín en hann gerir sér
fyllilega grein fyrir því að hátt-
semi sín var röng. Þá hefur
hann boðist til að greiða stúlk-
unum bætur þó ekki hafi náðst
samkomulag um fjárhæð
þeirra. Ákærði hefur ekki áður
sætt refsingu sem hefur áhrif á
niðurstöðu máls þessa. Einnig
er rétt að horfa til þess að u.þ.b.
þrjú ár liðu frá því ákærði lét af
háttsemi sinni og þar til mál
þetta kom fram í dagsljósið. Á-
kærði beitti stúlkumar ekki of-
beldi eða hótaði að beita þvf’,
segir í dómsorði, en tilvikin sem
ákærði beitti þeirri stúlknanna
sem hann áreitti oftar voru um
30 talsins, að því er stúlkan bar,
yfirleitt á heimili hans en
einnig á ættarmóti. Áreitið var
aðallega káf á kynfæri og
brjóst.
Ákærði kveðst hafa þurft að
fást við þá sálarkreppu að hafa
gert þetta en hann hafi sjálfur
lent í svipuðunt atburðum sem
bam. Hann telur sig hafa verið
búinn að takast vemlega á við
þetta eftir að áreitinu lauk og
þar til málið kom ffam í dags-
ljósið.
Tillögur af
matsáætlun
vegna
jarðgangna
Vegagerðin kynnir tillögur
að matsáætlunum á veraldar-
vefnum vegna jarðganga- og
vegagerðar á Norður- og Aust-
urlandi. Framkvæmdimar em:
Jarðgöng og vegagerð á Norð-
urlandi milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar og jarðgöng og
vegagerð á Austurlandi milli
Reyðaifjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar.
Samkvæmt reglugerð
671/2000 um mat á umhverfis-
áhrifum þarf að kynna tillögur
að matsáætlunum vegna fyrir-
hugaðra vegaframkvæmda á
veraldarvefnum. Vegagerðin
mun því kynna tillögur að mats-
áætlunum vegna jarðganga á
Norður- og Austurlandi á net-
inu. Jarðgöng milli Siglufjarð-
ar og Ólafsfjarðar em kynnt á
heimasíðu: http://\vwvv.trolla-
skagi.net www.trollaskagi.net
I tillögu að matsáætlun er
m.a. greint frá upplýsingum um
fyrirhugaðar framkvæmdir,
framkvæmdasvæði, afmörkun
líklegs áhrifasvæðis fram-
kvæmda, þá umhverfisþætti
sem verða rannsakaðir í
matsvinnunni og hvemig staðið
verður að kynningu og samráði
í áframhaldandi matsvinnu.
Á viðkomandi heimasíðum
eða bréfleiðis er unnt að koma á
framfæri athugasemdum og
fyrirspumum um tillögu að
matsáætlun. Athugasemda-
frestur er 2 vikur og skulu at-
hugasemdir og ábendingar ber-
ast fyrir 10. nóvember.
Er ekki röðin komin að gamla fólkinu?
Þau cru að verða nokkuð mörg árin
sem við sem út á landsbyggðinni búum,
höfum þurft að horfa upp á það að fólks-
straumurinn liggi suður. Alltaf erum við
samt að vona að dæmið fari að snúast við,
en nýjustu tölur um fólksflutninga á þessu
ári, sýna að svo er ekki. Og ráðamenn
sveitarfélaganna og stjómmálamenn hafa
staðið ráðþrota frammi fyrir þessari þró-
un, enda trúlega ekki auðvelt við að fást,
sérstaklega ef undinótin er af „andlegum
eða mórölskum toga” eins og margir vilja
halda fram.
Ekki verður þó annað sagt en á undan-
förnum árum og áratugum hafi orðið til
víða samfélög, þar sem þjónustustig er
mjög hátt, og skilyrði öll til að fólk geti
skapað sér það lífsmunstur sem það helst
kýs og er undirstaða þess að viðkomandi
nái að höndla hina eftirsóttu lífshamingju,
en reyndar er það svo að ýmsir virðast
vera í eilífri leit að henni alla sína jarðvist.
En betur má ef duga skal. Ljóst er að
við meigum einskis láta ófreistað að bæta
þessar samfélagslegu aðstæður ennfrekar
og nýta hvert einasta tækifæri sem gefst
í þessum efnum. Á undanförnum árum
hefur verið hugað sérstaklega að aðstöðu
fyrir ungt fólk, svo sem íþrótta- og félags-
aðstöðu, enda hefur ekki veitt þar af í ljósi
þess að það er unga fólkið sem hefur leit-
að burtu af landsbyggðinni. Það er ekki
nema von að það áh'ti „grasið grænna hin-
um megin”, enda margt áróðurstengt í
þjóðfélagsumræðunni sem togar fólk
suður, og vissulega er um margt að velja
fyrir ungt fólk í höfuðborginni, t.d. at-
vinnu- og menntunarmöguleikar betri en
víða um land, og meira úrval hvað
skemmtanir snertir. Þetta er það sem þétt-
býlustusvæðin hafa helst upp á að bjóða
umfram þau fámennari.
Þessi þróun hefur haft það í för með
sér að hlutfall eldri borgara hefur verið að
aukast úti á landi og þama á einnig stóran
þátt sú þróun sem orðið hefur í sveitunum
á síðustu árum, að nýliðun hefur gengið
erfiðlega og þéttbýlið verður að vera til-
búð að taka við öldruðu fólki sem kemur
úr sveitunum.
Vitaskuld er þessi vitneskja ekki ný,
þetta er nokkuð sem ráðamenn bæjar- og
sveiarfélaga hafa gert sér grein fyrir í
nokkurn tíma, en athugun sem Þróunar-
svið Byggðastofnunar gerði fyrir vinnu-
hóp um þjónustuíbúðir aldraðra í Skag-
firði, skýrir þetta ástand ennfrekar. Þetta
var til að mynda ástæðan fyrir því að
menn réðust í byggingu dvarlarheimila í
Skagafirði í kringum 1980, Siglfirðingar
byggðu Skálahlíð, Skagstrendingar dval-
arheimilið Sæborgu og Blönduósingar
réðust í byggingu þjónustuíbúða við Hér-
aðshælið, þar sem mjög myndarleg að-
staða er komin. Og sömu sögu er að segja
frá Hvammstanga þar sem þjónustuíbúð-
ir vom byggðar við Nestún fyrir nokkrum
árum og nú er verið að bæta sex íbúðum
við þann kjama.
En á stærsta þéttbýlissvæðinu, Skag-
firði, hafa búsetumál aldraðra verið í
nokkurri biðstöðu lengi, og samstaðan
þar ekki verið nægjanleg til að vinna mál-
um framgang. Það virðist sem karp um
staðsetningu hafi þar verið helsti
„akkílesarhællinn.” En nú standa vonir til
að málin séu eitthvað að fara á hreyfingu,
en spumingin er hversu hratt það gerist.
Menn eru sammála um að mikil þörf sé
fyrir þjónstuíbúðum fyrir aldraðra í
Skagafirði, og eins og einn viðmælandi
undiiritaðs sagði. „Ég er viss um að |reg-
ar þetta verður farið af stað þá verða eng-
in vandræði að losna við þessar íbúðir, þó
þær verði 24 sem byggðar verða í fyrstu
atrennu”. Og trúlega er þetta hárrétt hjá
manninum.
Eftir því sem pistilritara skilst er ekki
erfitt að fjámtagna þær framkvæmdir
sem hér um ræðir og því kann hér
spumingin að standa um þetta margfræga
„frumkvæði”.
ÞÁ.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang:
feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson.
Fréttai itari: Öm Þórarinsson.
Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð-
brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Árnason.
Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk.
Lausasöluvérð: 200 krónur með vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf.
Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs-
fréttablaða.