Feykir - 25.10.2000, Side 3
36/2000 FEYKIR 3
Ekki óhappalaust
á „slysalausum“
degi lögreglunnar
Þeir voru á fyrri vaktinni sl. föstudag: Björn Steinn Sveinsson t.h. „sá góði“ og Steinar
Gunnarsson „hinn vondi“.
Þrátt fyrir góða viðleitni
tókst lögreglunni á Sauðár-
króki ekki að ná slysalausum
dagi sl. föstudag þegar staðið
var fyrir átaki í þessa veru um
allt Norðurland. Þrjú óhöpp
urðu þennan dag, en að vísu
engin slys á fólki. Tvö óhapp-
anna voru á Sauðárkróksbraut,
á Langholtinu. Það fyrra um
morguninn skammt frá Stóru-
Gröf þar sem stórt grjót skaust
frá vörubtl á fólksbifreið og
brotnaði rúðan í bílnum.
Seinna óhappið var við Braut-
arholt um miðjan daginn þar
sem unnið var að reiðvegagerð.
Dráttarvél með tengivagni var
ekið út af veginum og í þann
mund kom fólksbíll í sömu
akstursstefnu og rakst framendi
hans undir tengivagninn,
þannig að talsverðar skemmdir
hlutust af. Þá var ekið á kind
við Dalsárbrú um kvöldmatar-
leytið og drapst kindin. Hjá
lögreglunni á Blönduósi mun
hafa verið óhappalaus dagur.
Húnvetningar og gestir þeirra
höfðu heppnina með sér.
Blaðamanni Feykis var
boðið í ökuferð með fyrri vatk-
inni á föstudaginn. Þeim Bimi
Steini Sveinssyni og Steinari
Gunnarssyni. Það var svo sem
ekki við neinum stórtíðindum
að búast á vaktinni íyrir blaða-
manninn, en hún var þó við-
burðarríkari en hann ætlaði.
Lögreglumennimir voru að
sinna þessum hefðbundnu
verkum. Gá að beltanotkun,
ástandi ökutækja, hvort öku-
maður væri ekki með ökuskír-
teinið í lagi og fylgjast með
ökuhraðanum, svo eitthvað sé
nefnt.
Eftirlitið byrjaði á Skagfirð-
ingabrautinni og þar voru
nokkrir ökumenn stöðvaðir.
Öll rjúpnaveiði er
stranglega bönnuð í landi
Eiríksstaða og Valabjarga
nema með leyfi land-
eigenda.
SlkíÐlydlSííItíÍKElll
Skíðastaða Laxárdal er
bönnuð óviðkomandi.
Landeigendur.
Þar á meðal ung stúlka sem
hafði gleymt ökuskírteininu
heima. Það var ekki við það
komandi að Feykismaðurinn
fengi að taka mynd af
stúlkunni. „Nei, nei mamma
má ekki sjá mynd af mér í
Feyki”, sagði stúlkan og allt í
lagi með það.
Ökumaður stökk burtu
Um þetta leyti eru tveir ná-
ungar á litlum fólksbíl stövaðir
við götubrúnina hinum megin
og blaðamaður sá þann kost
vænstan að láta sig hverfa inn í
lögreglubílinn. Allt í einu heyr-
ist hávaði, ökumaður bflsins
stekkur úr úr bflnum, skellir á
eftir sér hurðinni og lætur for-
mælingamar dynja á lögregl-
unni um leið og hann hleypur
burtu af vettvangi. Eitthvað var
honum uppsigað við verði lag-
anna og neitaði að hafa örygg-
isbeltið spennt. Það var Steinar
sem átti orðaskiptin við mann-
inn og þetta var orðið nokkuð
sérkennilegt ástand þar sem fé-
lagi mannsins sem eftir var í
bflnum var greinilega dmkkinn
og ekki í ástandi til að koma
bflnum af vettvangi. Hann
veitti líka félaga sínum mór-
alskan stuðning þegar Steinar
ætlaði að ræða við hann frekar
og það var greinilegt að nú var
Steinar orðinn vondi maðurinn.
Það var því Bjöm Steinn sem
brá sér í hlutverk góða manns-
ins og varð við beiðni manns-
ins um að keyra honum heim.
Reyndar þurfti hann að koma
við á leiðinni og fá sér tóbak á
sjoppunni og auðvitað veitti
lögreglan á Sauðárkróki þá
þjónustu. Maðurinn var búinn
að skipta um ham þegar heim á
hlað var komið með vodka-
flöskuna og tóbakað, og bað
lögreguna endilega að svipast
um eftir félaga sínum, sér þætti
verra ef hann dæi á hlaupum.
Þar sem þeir Bjöms Steinn
og Steinar vom á leið í Varma-
hlíð og fram á þjóðveg í eftirlit
var boðum komið á stöðina um
manninn sem hvarf að vett-
vangi.
Farið í „Fríríkið“
Umferðin um Sauðárkróks-
brautina var ekki mikil þennan
dag, reyndar mjög lítil og
greinilegt að sumarumferðin er
að baki. Það var ekinn einn
hringur í Varmahlíð, fátt fólk
þar á ferli um miðjan daginn og
lítil umferð. Það var haldið inn
í „Fríríkið” og ekið fram
Blönduhlíðina. Lögreglan gaf
nokkrum ökumönnum bend-
ingu um að lækka hraðann og
við Miklabæ var einn ökumað-
ur stöðvaður á 112 km hraða.
Sá viðurkenndi brot sitt um-
svifalaust. Alls vom þeir 12
ökumennimir þennan dag sem
teknir vom fyrir ofhraðan akst-
ur. A leiðinni til baka á Krók-
inn var síðan komið að óhapp-
inu við Brautarholt, en þar sem
ökumenn höfðu fjarlægt tæki
sín af vettvangi vom þeir látnir
fylla út skýrslublað um óhapp-
ið.
Þeir Bjöm Steinn og Steinar
segja að yfirleitt taki fólk þessu
eftirliti mjög vel, þó að alltaf
séu til einhverjar undantekn-
ingar og til sé fólk sem mögli
út af öllum sköpuðum hlutum.
Hún heyri þó til undantekninga
uppákoman á Skagfirðinga-
brautinni sem lýst var hér að
framan í pistlinum.
MARKAÐSREIKNINGUR BUNAÐARBANKAN S
Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans?
Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í
10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu
á hverjum tíma.
Af 0,5 milljónum 10,55%
Af 1,5 milljónum 10,80%
Af 3,0 milljónum 11,05%
Af 20 milljónum og yfir 11,30%
MARKAÐSREIKNINGUR trvggir þér góða vexti.
BUNAÐARBANKI ISLANDS HF
ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð