Feykir


Feykir - 25.10.2000, Síða 6

Feykir - 25.10.2000, Síða 6
6 FEYKIR 36/2000 Hagyrðingaþáttur 304 Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti birtist vísan: Mér finnst hann nú barasta vera eftir vonum og víst ekki að búast við meiru af hon- um.... „og svo framvegis” sem ég taldi vera eftir Móskóga Stebba. Varð mér þar á í messunni og þakka þeim sem gáfu þættinum upp- lýsingar um að Haraldur Hjálmarsson frá Kambi mun vera höfundur um- ræddrar vísu. Vegna bréfs sem mér barst nýverið tel ég rétt að ítreka enn einu sinni, að ég bið lesendur þáttarins endilega að hafa samband, og senda mér efni sem þeir eru fúsir að leggja til þessarar þátta- gerðar. Þó megið þið ekki misskilja bón mína á þann veg að víst sé að ná- kvæmlega allt sem sent er muni verða birt, og það innan ákveðinna tímatak- marka. A meðan ég sé um að halda úti þessum, ég leyfi mér að segja, vinsæla vísnaþætti, miðað við viðbrögð frá les- endum, verð ég að fá að ráða hvað birt er hverju sinni, þrátt fyrir að slíkar ákvarðanir séu óskynsamlegar að mati sumra góðra hagyrðinga. Ekki skal lengja þá umræðu frekar, en fá næst ágæta vísu eftir einn af góð- vinum þáttarins Jón Karlsson bónda í Gýgjarhólskoti. Mér hefur gæfan gefið flest sem geðjast silkihundum, |dó er jafnvel metin mest minnihlutinn stundum. Það mun hafa verið séra Sigurður í Hindisvík sem orti svo eftir að hafa hlustað á umræður um hvort órímað ljóð væri meiri eða minni skáldskapur heldur en það sem væri stuðlað. Þeir sem ekki geta ort af því nmið þvingar, ættu að stunda annað sport eða hugrenningar. Rímlaust kvæði að réttum sið ritgerð fyrr var kallað, en sem kvæði álitið ákaflega gallað. Stundum hafa í þessum þáttum birst ágætar vísur eftir snjalla skáldið Jón S. Bergmann. Á efri árum mun hann hafa komist svo að orði. Ég er fremur fótasár foma þrekið brestur, ég hef samfleytt seytján ár sofnað næturgestur. Einhveju sinni þegar deilt var um kveðskap orti Jón. Það er vandi okkar enn eins og fleiri landa. þar sem tómir meðalmenn molda frjálsan anda. Að Jóni látnum mun Elivoga Sveinn hafa ort svo. Bar með snilli bragafull beitti fínum tökum, eftir skildi skæra gull skáld í sínum stökum. Tel ég óvíst að síðari helmingur vís- unnar sé rétt með farinn hjá mér og bið lesendur að leiðrétta ef þeir kunna bet- ur. Valdi Kam mun hafa orðað sína kveðju, að Jóni látnum á eftirfarndi hátt. Hreina kenndi lista leið ljóðin sendi af munni, orðin brenndu og það sveið undan hendingunni. . Laglega að orði komist þar og eng- inn vandi með stuðlasetningu eins og mig minnir að Kristján Benediktsson á Akureyri hafi reyndar verið í vafa um þegar hann orti svo. Vandi er að finna stuðlum stað og stöðuna velja rétta. Ferskeytt vísa er fest á blað, fallega rímar þetta. Þá langar mig að biðja lesendur um að gefa mér upplýsingar ef þeir kann- ast við eítirfarandi vísu. Stelirðu litlu og standirðu lágt í steininn máske sérðu. En stelirðu miklu og standirðu hátt í stjómarráðið ferðu. Oft rifjast upp hjá mér vísur eftir Leif Haraldsson sem varð landskunnur hagyrðingur eftir stríð, og er ég trúlega búinn að birta þessa vísu áður í þessum þáttum án þess að muna það fyrir víst. Atómskáldin yrkja kvæði án þess að geta það, á Ingólfskaffi ég er í fæði án þess að éta það. Áfram skal haldið með nánast tröllatrú á ástinni þrátt fýrir að hún geti verið dýrkeypt stundum þeim sem alls ekki sjá nema hana eina. Held ég að Jón M. Pétursson hafi ort þessa kunnu vísu. Man ég okkar ástarfund alla kossa þína. Fyrir leik um litla stund lét ég sálu mína. Að lokum þessi augljósu vandræði sem ég held að Óttar Einarsson, sem líklega var kennari í Svarfaðardal, hafi játað svo heinskilnislega. Við að eiga vart er gaman vinur minn. Orðin ríma aldrei saman andskotinn. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Valgarð Bjömsson Minningarorð + Heiður hausthiminninn skartar litrófi í birtuskilum; úr vestri er nýr dagur á leið yfir vesturfjöllin, niður yfir byggð- ina undir Nöfum. Hljóðlaust ganga þessi átök fyrir sig; dagur ýtir nótt úr vegi. Héðan af Freyjugötunni er þetta mikilfengleg sýn út um skjáinn. Og þegar dagsbirtan hefur tek- ið völdin á myndverkinu nema augun gulnað grasið í Nöfun- um. Laufin á hríslunum hafa klæðst tískulitum haustsins. Út um gluggann, yfir bílskúrinn sést að ljósin að Skagfirðinga- braut 4. hafa verið kveikt. Þar er mannlífslitrófið annað en fyrir nokkrum dögum; Valgarð Björnsson hefur lagt í þá ferð sem okkur er öllum búinn. Samband þess sem hér skrif- ar og fjölskyldunnar að Skag- firðingabraut 4 er svo náið, svo persónulegt, að ekki verður á þann hátt skrifað. En svo snúið sem það er, verður ekki undan vikist að skrifa nokkur orð á blað og þó nema orð ekki hugs- un. Ekki það að vanti söguefni heldur hitt að sá sem um er rætt voru ekki öll skrif jafn geðfeld; las mikið af góðum bókum og talaði gott mál. Gat í fáum orð- um sagt þá meiningu sem aðrir þuftu lengra mál til og drógu þó ekki. Brá aldrei fyrir sig upp- gerðar hátíðleik. Góður vinur verður heldur aldrei kvaddur í þeim skilningi. Eða hvenær lújóðnar þér bergmál góðar minningar ? Enþvíleitar litróf morguns- ins á huga að Valgarð átti auð- ugt litróf í samskiptum. Það væri gaman að skrifa um hversu hænd böm voru að hon- um. Á leik hans við böm var gaman að horfa. Hann var ein- staklega verklaginn maður og er hér ekki átt við það sem í daglegu tali er kallað að vera handlaginn. Hann var meira. Honum sóttist vel verkið og kom þar til góð greind hans. Hann gat allt sagði maður sem vann með honum um áratuga- skeið. Aðrir munu skrifa hér betur um. Valgarð las mikið, var minnugur og hafsjór af fróðleik og sögum og skemmti- legum tilsvörum. Frá honum eru komin nokkur tilsvör sem undirritaður tók sér til handar- gagns í leikritinu Sumarið fyrir stríð. Fyrir það er nú þakkað og hefði mátt vera fyrr. (Hér hefði komið góð athugasemd frá þeim gamla). Og hvert skal nú leita þegar upplýsingar vantar um gamlan Krók? Margt er geymt en ekki allt. Og þær stundir vona of fáar þegar farið var yfir sögusvið ævinnar; gamlan Krók. Sú síð- asta ekki fyrir löngu við eldhús- borðið að Skagfirðingabraut 4, þegar þau Valgarð og Jakobína rifjuðu upp fyrir undirrituðum byggingarsögu gamla hússins í Áshildarholti, vegna þess að einn afkomanda KG hafði lagt fram spumingu. Krókurinn eins og hann var einu sinni. Þegar Indriði G. Þor- steinsson skrifar um vin sinn, Króksmálarann Jóhannes Geir segir svo á einum stað; Menn eru sjaldan nefndir fullum nöth- um á stað eins og Sauðárkrók. Annað hvort heita þeir Jón sveitamaður eða Vallibjössa- skúl. Þetta gefur mannlífinu virðulegan og óraunverulegan blæ. Og fyrr í þessum tilvitnuðu skrifum hefur Indriði G. gefið þessa lýsingu á miðbæ Króks- ins á þeim árum sem Jóhannes Geir var að vaxa þar út grasi; Sauðáin rann þá gegnum miðj- an staðinn og til sjávar norðan- vert við sláturhúsið, sem stóð ffamrni á malarkambinum. Hún féll í boga framhjá blómagarð- inum hennar Hansínu læknis- frúar og þaðan undir brúna, og þegar komið var sunnan bæinn í snjó, var brúin og kirkjan og áin eins og mynd á svissnesku jólakorti. Þegar Indriði nefnir til þessa heiðursmenn, gerir hann það ekki af handahófi; þeir voru honum báðir kunnir. Vissi að þeir stæðu undir stflnum ef svo má að orði komast. En sú mynd sem þama er dregin upp af liðnum Krók; þetta svissneska jólakort er í raun ævistaður Valla; þar stóð heimili hans og þar var starfs dagur hans. Gamla sláturhúsið á malar- kambinum á sérstaka sögu. Ekki endilega í atvinnusögu- legu tilliti heldur vegna þess fjölbreytta og skennntilega mannlífs sem þar hefur verið frá upphafi og til þessa dags. Hér skal brugðið upp einni mynd, þeirri að þama unnu þeir saman á glófi, sósinn Valli, krat- inn Friðrik og frammarinn Ýtu- Keli og gengu oft í pólitískt eld- hús. Og vom þá stundum verk- færin lögð til hliðar. Og urðu oft heit kolin. En þessir þrír heið- ursmenn tilheyrðu þeimi kyn- slóð Króksara sem lagði póli- tísk dægurmál til hliðar þegar hagsmunir byggðarlagsins köll- uðu og gengu samstilltir að stóm tökunum. Á verkstæðum KS vann Valli í rúm þrjátíu ár. Það sýnir vel hæfni hans og góðar gáfur, að þegar hann gerðist leiður á vélaviðgerðum, kominn vel á miðjan aldur, snéri hann sér að viðgerðum á frysti- vélum og raftækjum. Hann var enda eftirsóttur starfsmaður og þegar almanak sagði að nú væri lokið starfsdegi vann hann um nokkum tíma hjáTengli. Framan af starfsævi vann Valli setn bílstjóri. hjá BSAog Haraldi Júlíussyni, en gerði síð- an út egin bfia. Þeir áttu báðir Gemsa Valli og Indriði G. Ekki þess konar sem menn ganga með á sér þá sjaldan þessi verk- færi liggja ekki að eyrum hvort heldur menn sitja undir stýri, á gangi á götum úti eða á skemmtistöðum. Dæmi um tæknivædda lífsfyrringu. Þeir Gemsar sem hér em nefndir til vom annarar gerðar. Þetta vom verkfæri, GMC tíu hjóla tmkkar ineð spili. Komu með Kananum þegar hann var á leiðinni til Þýzkalands að berja

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.