Feykir


Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 3
38/2000 FEYKIR 3 Fróðleg og lífleg dagskrá um Jón Arason á Hólum „Kaþólskur tími á Hólum" var dagskrá sem Hólaskóli og Hólanefnd stóðu fyrir sl. sunnudag en þá var minnst 450 ára dánardægurs Jóns Arasonar. Þetta var skemmti- leg sund á Hólum, en færri sem hennar nutu en efni stóðu lil, sérstaklega með tilliti til þess hvað Hólastaður á sterk í- tök í mörgum héraðsbúum og Norðlendingum. En greinilegt er að Jón Arason og kaþólskan höfðar ekki mjög til fólks nú á tímum. Dagskráin hófst með því að Sigurður Bergsteinsson minja- vörður Norðurlands vestra fór yfir fornleifarannsóknir á Hóla- stað, möguleikum og leiðum. Pistilritari kom með seinni skip- unum til Hóla og missti því að fyrirlestri Sigurðar, en náði þó í umræður um hann. Þar kom fram að örðugt yrði að gera yfir- gripsmiklar rannsóknir á forn- leifum á Hólastað, bæði hvað fjármagn og mannafla snertir og varla á færi íslendinga einna. Sigurður sagði ljóst að erlendir vísindamenn sýndu rannsókn- um á Islandi mikinn áhuga og líklegast væri ráð að byrja á ein- hverju tilteknu verkefni á Hól- um er þar er úr mörgu að velja, fornminjar nánst við hvert fót- mál. Var þá nefnt virki Jóns Ara- son, sem mun vera á hól skammt frá skólahúsinu. Ef til vill mun myndast stemmning að ráðast í það verk, allavega hljómar það vel. Gunnar Eyjólfsson leikari las úr verki Matthíasar Jochums- sonar um Jón Arason. Gunnar var þarna á heimavelli, frábær leikari og kaþólskur í þokkabót. Efnið honum hugleikið. Hann er líka víðlesinn um Jón og minnt- ist í kaffihléinu á kver sem til stæði að gefa út að nýju, er á sín- um tíma var gefið út í stílabók- arbroti. Það er eftir séra Magnús Björnsson sem var prestur á Melstað í Miðfírði. í lok þessa æviágrips um Hólafeðga sem Magnús skrifaði stendur eitt- hvað á þessa leið: „Það var trú manna á íslandi, einkum Norð- lendinga, að þeir Hólafeðgar nytu sérstakrar náðar við hástól drottins". Hjalti Pálsson og Bolli Gúst- avsson vígslubiskup vildu reyndar meina að Hólastaður nyti þessarar náðar við hástól veðurguðanna að minnsta kosti. Þar sem jafnan væri guðdóm- legt veður á Hólahátíð og yfir- leitt þegar viðburðir ættu sér stað á Hólastað. Hjalti segist muna það að sumarið sem turn kirkjunnar var byggður, var mesta leiðindar tíðarfar allt sumarið, en daginn sem turninn var vígður brast hann á með ein- muna blíðu. Heilög jörð Gunnar Eyjólfsson las ekki einungis mörg hlutverk í Jóni Arasyni heldur sagði hann líka skemmtilega frá kynnum sínum af Hólastað. Gunnar kvaðst fyrst hafa komið til Hóla þegar Þjóð- leikhúsið var á leikför um Norð- urland sumarið 1950. Þá þótti ótækt annað en koma við á Hól- um. Gunnari er það í fersku minni þegar komið var að hlið- inu fyrir neðan Hóla, væntan- Iega við landamerkin. Þá fór hann út úr bílnum og sagði bíl- stjóranum Jóni Sigurbjömssyni leikara, að hann ætlaði að ganga heim að Hólum. Gunnar kvaðst hafa gengið rólega af stað og hugsað um það eitt að njóta stundarinnar á þess- um stað. Ekki þó verið að í- grunda neitt sérstakt þegar hon- um hafi allt í einu virst að rödd hvíslaði að sér. „Þetta er heilög jörð sem þú gengur á". „Eg hef alltaf verið næmur í fótum", sagði Gunnar, „og ég fór úr skónum og sokkunum og gekk berfættur hingað heim." Þetta var 1950 en nú leið nokkur tími þar til Gunnar vitj- aði Hóla að nýju. Það var um þjóðhátíðina á Hólum 1974. Þá um veturinn hafði Jón Arason verið sýndur í Þjóðleikhúsinu og það þótti djörf tilraun en vel við hæfi að sýna brot úr leikrit- inu á Hólahátíðinni. Gunnar sagðist muna vel þennan skemmtilega tíma og góða samvinnu við heimafólk um uppsetningu leiksins, söng- fólk og leikara. Gunnar sagði að æfingarnar hefðu verið strangar síðustu dægrin og æft alla nótt- ina fyrir þjóðhátíðina. Klukkan sex um morguninn báðu bænd- urnir um að fá að fara heim til mjalta, en þeir komu fljótt að þeim loknum. Gunnar lýsti aðstæðum á Hólum á þessum þjóðhátíðar- degi, sólheitum degi með af- brigðum sem er þeim ógleym- anlegur sem þama voru, en það er eins með pistilritara og Hjalta Pálsson og trúlega marga fleiri, að í minningunni er það leiksýn- ingin sem stal gjörsamlega „senunni". Hvað er að gerast? Það var leikið í hvamminum þar sem nú standa nýleg hús. Heyra hefði mátt saumnál detta þegar Gunnar lýsti á dramatísk- an hátt þeirri stundu í leiksýn- ingunni þegar Jón Arason var leiddur til aftökunnar. „Það var þónokkur gola og hitinn ákaflegur. Þá voru ekki komnir þessir þráðlausu hljóð- nemar og því erfitt með fáum hljóðnemum í þessari golu að koma hljóðinu til hinna fjöl- mörgu áhorfenda. Sólin hafði sent geisla sína samfellt á sam- komuna, en nú brá svo við einmitt þegar Jón var leiddur á höggstokkinn að það var lítið ský á himnum sem dró fyrir sólu smástund. Það dymmdi yfir dalnum og lygndi svo að fánam- ir drupu á stöngunum. Þetta er til á kvikmynd og tökumannin- um var svo mikið um að hann sagði: „Hvað er að gerast, það dymmir og fánamir drjúpa á stöngunum. Hvað er að gerast?" Þetta heyrist mjög greinilega í hljóðupptökunni. Hvílík stór- kostleg „tæming" hjá ljósa- meistaranum sjálfum og ég get varla lýst þessu augnabliki í lok sýningarinnar þegar 6000 manns lutu höfði og tóku ofan", sagði Gunnar í lok þessarar áhrifaríku lýsingar sinnar. Gunnar Eyjólfsson leikari flutti áhrifríka frásögn frá „aftökunni" á þjóðhátíð- inni á Hólum 1974. Hólaskóli hinn forni Tryggvi Gíslason skóla- meistari MA flutti erindi um Hólaskóla hinn foma og upphaf skólahalds í landinu. Erindið var fróðlegt en Tryggvi gaf samt vil- yrði fyrir því að gera efninu enn frekar skil við tækifæri, væntan- lega á Hólum. Tryggvi vék að tengslum Hóla og kaþólsku trú- arinnar en í kaþólskum samfé- lögum var skólastarf mjög öfl- ugt og fastmótað, þannig að enn var álíka skipulag við líði þegar kom langt fram á þessa öld og var þúsund árum fyrr. Tryggvi sagði Hólastað mjög merkan í öllu skólastarfi í landinu, enda dómskólinn sem Jón Ögmund- arson stofnaði á Hólum 1106 fyrsti skólinn sem stofnaður var á evrópska vísu hér á landi og næstelstur dómskóla í Evrópu á eftir Lundi, sem þá taldist til Danmerkur, og Jón helgi nam. Ámi Daníel Júlíusson sagn- fræðingur fjallaði um Jón Ara- son í sínum fyrirlestri og vék þar mjög að tíðarandanum og fjall- aði aðalalega um Jón Arason sem hershöfðingja, enda mun Jón ekki frekar en aðrir á þess- um tíma né öðrum hafa framið eintóm góðverk. Svo sem ekki er hann herjaði á Hornafjörð og nam þar á brott tugir kúa úr fjósi og lét þær standa ómjólkaðar í tvo sólarhringa, né heldur þegar hann mætti til þings með þús- und manna her tilbúinn að berj- ast fyrir völdum sínum. Þetta er alveg idtrúlegt 3 Kaffikönnur sem sjóöa vatniö Frákr 7.900 Samlokugrill frákr. 2.690 Handþeytarar frákr 1.790 Kaffivélar Gufustraujárn\ \frá kr. 2.390 Kr *•""" \ Brauðristar frákr. 2.590 Örbylgjuofn Kr 9.900 c3 Frístandandi H-85, B-60, D-60. Ryöfrír belgur og tromla, tveir demparar, þrjár gormaupphengjur. Ytrahús sinkhúðaö (ryögar ekki Hurðarlöm og krókur úr málmi. Auðvelt að fjarlægja aðskotahluti úr dælu ÖKO-System sparar allt að 20% sá Hægt að taka sápuskúffu úr vélinni og þrifa Merið ia e4, k 49.900 lKr 69.900 á AEG þvottavélum mikið úrval

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.