Feykir - 08.11.2000, Blaðsíða 5
38/2000 FEYKIR 5
Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi.
Aldrei dreginn í efa réttur íbúð-
areigenda til endurgreiðslu
Opið bréf til ritstjóra Feykis vegna fréttar um félagslegar
íbúðir eldri borgara í A.-Húnavatnssýslu
I blaði yðar, Feyki, birtist á
fremstu síðu þann 1. nóvember
s.l. frétt frá héraðsnefnd A.-
Húnavatnssýslu varðandi íbúð-
ir eldri borgara í A.-Húnavatns-
sýslu sem staðsettar eru við
Flúðabakka 1 og 3 hér á
Blönduósi. Fyrst farið er að
hreyfa þessu vandræðamáli á
opinberum vettvangi, þótti
stjórn Félags eldri borgara í A,-
Hún. rétt að eftirfarandi kæmi
fram:
í upphafi vega var það hér-
aðsnefndin sem kom bygging-
armálum umræddra íbúða á
Flúðabakkanum af stað á sínum
tíma með skipun undirbúnings-
nefndar til þess að kanna þörf
fyrir byggingu íbúða fyrir eldri
borgara í sýslunni. Sú nefnd
skilaði jákvæðri niðurstöðu og í
framhaldi af því var Félag eldir
borgara stofnað fyrir tilstilli
sömu aðila í þeim tilgangi að
hrinda í framkvæmd félagsleg-
um íbúðum aldraðra.
Byggingamefndin var skip-
uð þremur aðilum, frá Blöndu-
ósbæ, héraðsnefnd og Félagi
eldri borgara. Allir þessir aðilar
tóku þátt í störfum byggingar-
nefndarinnar til loka byggingar-
tímans, hvað allar ákvarðanir
snertir svo sem verksamninga
og fjármál. Hvað fjármálin
snertir þá samþykkti héraðs-
nefndin bakábyrgð vegna fram-
kvæmdanna enda engar líkur á
að stjóm Húsnæðisstofnunar
eða aðrar lánastofnanir hefðu
lánað fé til framkvæmdanna án
slíkrar ábyrgðar.
Strax í upphafi og æ síðar af-
greiddi stjóm Félags eldri borg-
ara allar innlausnarbeiðnir með
fyrirvara um samþykki héraðs-
nefndar enda ætíð litið svo á að
sveitarstjórnimar eða héraðs-
nefndin væri fjárhagslegi ábyrgi
aðilinn þar á bak við. Aldrei var
dregið í efa að íbúðareigendur
ættu rétt á endurgreiðslu óskuðu
þeir eftir að verða leystir frá
íbúðunum. Þann skilning hafði
og héraðsnefnd og sá framan af
um allar slíkar fyrirgreiðslur
umyrðalaust.
Þegar fram liðu tímar kom
að því, að erfitt reyndist að fá
kaupendur að þessum íbúðum.
Flutningur fólks úr dreifbýlinu
á Stór-Reykjavíkursvæðið hef-
ur gert það að verkum að verð-
lag fasteigna þar hefur fallið en
verðlag félagslegu íbúðanna
staðið í stað.
Nú bregður svo við að hér-
aðsnefndin snýr við blaðinu og
neitar að greiða íbúðareigend-
um eða dánarbúi þegar óskir
þar um láu fyrir. Héraðsnefndin
gerir gott betur, hún færir til
skuldar við Félag eldri borgara
fyrri greiðslur héraðsnefndar í
þessum tilgangi.
Félag eldri borgara í A.-Hún.
er félag sem fyrst og fremst hef-
ur það að markmiði að sjá um
félagslegan þátt eldri borgara í
sýslunni. Að taka að sér fjár-
hagslegar skuldbindingar er
víðs fjarri, þótt félaginu hafi
verið falin viss umsjá varðandi
ofangreindar íbúðir aldraðra.
Afleiðing þessa ástands sem
Flúðabakkamálin hafa verið í
síðan héraðsnefndin snérist
beinlínis í andstöðu við lausn
þeirra með því að halda því
fram að þau hafi aldrei verið á
hennar vegum nema á bygging-
artímanum er sú, að málin í
heild eru í óreiðu og kostnaður
hleðst upp vegna vanskila á lán-
um auk þeirrar óvissu og ör-
yggisleysis sem íbúar og eig-
endur Flúðabakkaíbúðanna
hafa búið við undanfarið.
Staðreyndin er sú að héraðs-
nefndin hefur á undanfömum
mánuðum sýnt mikla viðleitni
til þess að leysa umrædd mál
með samkomulagi og í sam-
vinnu við Félag eldri borgara
og íbúðalánasjóð, en nú á síð-
ustu stundu (24. okt.) kippt að
sér hendinni og slegið strik yfir
öll orð og samþykktir til lausn-
ar málsins.
Niðurstaða alls þessa er að
héraðsnefnd Austur - Húna-
vatnssýslu hefur hrapalega
bmgðist skyldu sinni að vera
brjóstvöm héraðsbúa til góðra
mála og í stað þess orðið til
vandræða með því að klúðra
Flúðabakkamálunum svo sem
orðið er og valda þeim rúmlega
200 einstaklingum sem eru í
Félagi eldri borgara í Austur -
Húnavatnssýslu ófyrirsjáanleg-
um eifiiðleikum og þó einkum
íbúum Flúðabakkaíbúðanna.
Eins og hér að framan grein-
ir hefur aldrei staðið til að Félag
eldri borgara í A.-Hún. sæi um
greiðslur varðandi íbúðir eldri
borgara. Stjórn félagsins hefur
aðeins starfað sem milliliður
milli héraðsnefndarinnar og
íbúðareigenda. Það er því al-
rangt sem fram kemur í um-
ræddri frétt að Félag eldri borg-
ara hafi neitað að innleysa íbúð
Jökuls Sigtryggssonar.
Að lokum vænti eg þess að
þessi frétt mín birtist ekki á
verri stað en umrædd frétt um
félagslegar íbúðir aldraðra í A,-
Hún.
Hafi Feykir ekki krufið til
mergjar og fjallað um fjárhags-
erfiðleika sveitarfélaga vegna
félagslegra íbúða væri rétt, að
það yrði tekið til athugunar ef
það mætti verða til þess, að
þingmenn almennt tækju sig til
og leystu þennan vanda sveitar-
félaganna, vanda sem verður
vart leystur nema innan veggja
Alþingis.
Blönduósi 6. nóvember
2000.
Með vinsemd
Sigursteinn Guðmundsson
formaður Félags eldri borgara í
A.-Húnavatnssýslu.
Áskrifendur góðir!
Munið eftir bankagíróinu
fyrir áskrifargjöldunum
fí
É
11
Heilbrigðisstofnunin
wr Sauðárkróki
Skagafjörður Sfe
Sýslumaðurinn Sauðárkróki
Þetta kemur okkur öllum við!
Borgarafundur í Fjölbrautaskólanum,
miðvikudaginn 15. nóvember 2000 kl. 19:45 - 22:30
um vímu- og fíkniefhamál í Skagafírði
Frummælendur:
Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar.
Ríkarður Másson, sýslumaður og lögreglustjóri.
Kolbeinn Konráðsson, húsvörður í Miðgarði.
Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla.
Ársæll Guðmundsson, skólameistari FNV.
Nemendur í FNV.
Páll Ragnarsson, formaður UMFT.
Hera Garðarsdóttir, foreldri.
Dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við HÍ.
Jakob Frímann Þorsteinsson, Félagsmiðstöðin Friður.
Ómar Bragi Stefánsson, Menningar-íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Sigríður Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.
Jón Brynjólfsson, geðlæknir.
Sveinn Allan Morthens, uppeldisfræðingur.
Herdís Sæmundardóttir, formaður Byggðarráðs.
Fundarstjórar eru
Birgir Gunnarsson, framkv.stj. Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki
og Halldór Halldórsson dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands vestra.
Hvetjum sem ílesta tíl að mæta!
HtfÍTTjMRT
Landsbanki Islands
hönnun í ^^^rentun
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS HF