Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 3
39/2000 FEYKIR 3 Poppmessa í Sauðárkrókskirkju Sauðárkrókskirkja var þétt- skipuð í poppmessu sl. sunnu- dagskvöld og mikið líf í kirkj- unni. Mikillar fjölbreytni gætir nú í starfi Sauðárkrókssafnaðar. Til að mynda var nýlega efnt til námskeiðs í gospellsöng og mættu þar um 40 manns, er skipa nú sönghóp sem hafið hef- ur æfingar undir stjórn Pál Szabó með aðstoð Rögnvaldar Valbergssonar organista, og vonast Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur til að sönghópur- inn muni syngja á næstu popp- messu sem verður eftir áramót. Guðbjörg segir poppmess- umar lið í því að gera kirkju- starfið fjölbreyttara, en um þrjár slíkar messur hafa verið haldnar að vetrinum, og þær hafa sótt fólk á öllum aldri. Þá má í leið- inni nefna að í miðri viku eru jafnan kyrrðarstundir í kirkj- unni, þar sem fólk sameinast í kyrrð og ró, í ritningarlestri og fyrirbænum. Aðspurð um æskulýðsstarf kirkjunnar segir Guðbjörg að síðustu tvö árin hafi verið unnið Tvær mæður Guðbjörg Árnadóttir og Ragna Jóhannes- dóttir lásu upp úr ritningunni. Rökkurkórinn gefur út nýjan disk Rökkurkórinn Skagafirði hefur gefið út nýjan disk sem ber heit- ið „Við syngj; um”. A h o n u m eru 15 lög inn- lend og erlend. Titillag- ið Við syngjum að skag- firðinga sið er eftirOmarRagnarsson. Stjóm- andi Rökkurkórsins er Sveinn Árnason og undirleikari Páll Szabó. Upptökustjóri er Sig- urður Rúnar Jónsson og sá hann einnig um hljóðblöndun og aðra vinnslu disksins. Einsöngvarar með kórnum em þau Einar Valur Valgarðs- son. Birgir Þórðarson, Hall- fríður Hafsteinsdóttir og Sigur- laug Helga Maronsdóttir. Um undirleik á trompet sjá þau Sveinn Sigurbjömsson og Vé- dís Torfa- dóttir. For- síðumyndina t e i k n a ð i B r y n d í s Björgvins- dóttir mynd- listarkennari og Hvrtt og svart sá umútl its- hönnun og f i 1 m u - vinnslu. U n d i r- leikarinn Páll Szabó hefur nú látið af störfum með kórnum en nýr undirleikari er Anna María Guðmundsdóttir og vill kórinn þakka Páli fyrir sam- starfið um leið og Anna er boð- in velkomin til starfa. Þá hefur kórinn skipt um formann, en Árdís Bjömsdóttir hefur látið af störfum og Valgeir Bjamason tekið við. Hljómsveitina skipuðu þeir Rögnvaldur Valbergsson, Sigurður Björnsson, Jóhann Jóhannsson og Hlynur Guðmundsson. að því að byggja upp það starf, frá yngstu börnunum upp í fermingaraldurinn, og einnig sé leitast við að halda tengslin við bömin og unglingana eftk ferm- inguna, með stuttum námskeið- um og þátttöku í æskulýðsmót- um, núna eftir áramótin sé t.d. á dagskránni samveruhelgi á Löngumýri með þeim bömum sem fermdust fyrir tveimur árum og eru núna í 10. bekk. „Við höfum mikið verið að fjalla um sjálfsímyndina við bömin og unglingana og legg- um mikla áherslu á það núna”, segir séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir. Poppmessan sl. sunnu- dagskvöld var mjög frjálsleg og skemmtileg og söngur og tón- listarflutningur með ágætum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.