Feykir


Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 15.11.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 39/2000 Undir borginni Ekki lengur í sauðalitunum Það hefur ekki farið framhjá neinum að Rauði kross íslands hefur verið mjög virkur í því að koma á fót fjölmenningarlegu samfélagi á íslandi. Þar sem menning okkar Islendinga er víst af sumum álitin afskaplega einhæf og varla frambærileg sem slík, hefur umrædd líknar- stofnun gengið mjög fram í því að reyna að tryggja umbætur í þessum efnum alþjóð til bless- unar. Aðalbjargráðið hefur ver- ið að flytja inn í landið sem flesta einstaklinga frá þjóðum sem við Islendingarerum tald- ir geta lært mikið af, sérstaklega hvað menningu snertir. Þetta mun vera meginástæðan fyrir því að við höfum nú stóra hópa víðsvegar um land sem auðga og bæta menningu okkar svo mikið, að hún er ekki lengur í sauðalitunum einum. Mikið megum við vera þakklát fyrir Rauða krossinn okkar og aðrar líknarstofnanir sem hafa komið að þessum málum. Sennilega hefur þama verið unnið ómet- anlegt björgunarstarf! Torfkofaviðhorfin Maður nokkur skrifaði bréf í Morgunblaðið í sumar. Hann benti á menningarlega eymd okkar og hvatti okkur landa sína til að koma út úr torfkofun- um, áður en það yrði um sein- an. Við þyrftum að fara að gera okkur grein fyrir að komið væri árið 2000 ! Sjálfur hafði þessi maður komist út úr sínu torf- kofa-sálarlífi með tilstyrk thai- lenskrar eiginkonu sinnar sem hann hafði fengið eins og frelsandi engil úr austri fyrir nokkrum ámm. Það skal tekið fram til að forðast misskilning að Rauði kross Islands átti þar engan hlut að máli. En þessi ágæti Islendingur hafði miklar áhyggjur af okkur samlöndum sínum vegna þeirrar þjóðlegu þröngsýni sem hann taldi standa okkur fyrir þrifum. Það virðist því, að mati hans, kjörin leið til að öðlast víðsýni að kvænast útlendri konu og kannski þarf hún helst að vera austræn. Utlendar konur hafa haft sitt að segja um þróun mála og þjóðlíf allt frá dögum Salómons og fært ýmislegt með sér frá heimalöndum sínum sem hrært hefur upp í því sem fyrir er. Því verður seint á móti mælt! Jafnrétti milli kynja En hinsvegar er auðvitað ekki hægt að auka menningar- fjölbreytnina á réttan hátt með konum einum saman því jafn- rétti milli kynja verður að ríkja varðandi innflutning fólks af öðru þjóðerni til Islands. Við getum ekki verið þekkt fyrir það að mismuna fólki þar eftir kyni, jafnvel þótt við séum svona afskaplega menningar- lega fötluð, og því auðvitað í mikilli þöif fyrir hjálp Rauða krossins og annarra líknarstofn- ana. En það er þó mikil huggun fyrir þá Islendinga, og þeir eru eflaust fjölmargir, sem hafa á- hyggjur af menningarvanda SMmúgnfóIftí III gngns og góðn ptcntuð og þcím oðtum ocm olilint oíont cloftn odjn og íðltn... Fjölbreytt dagskrá að Hólum í Hjaltadal í tilefni af útkomu Vísnabókar Guðbrands Þorlákssonar og reyndar líka Ljóðmæla Hallgríms Péturssonar 18. nóvember kl. 20.30 Kvöldvaka í Hólaskóla þar sem Kristján Árnason kynnir Vísnabókina, Álfrún Grmnlaugsdóttir spjallar um hana sem lesandi, Þórarinn Hjartarson kveður rímur úr henni og einnig úr Ljóðmælum Hallgríms. Þorsteinn Gunnarson og Valgerður Dan leikarar lesa upp úrVísnabókinni og Kristján Eiríksson verður með óábyrgt spjall um Hallgrím Pétursson. 19. nóvember kl. 11 Messa í Hóladómkirkju. Prestur verður sént Dalla Þórðardóttir prófastur. Sálmarnir sem fluttir verða erti úrVísnabók Guðbrands og einn er eftir-Hallgrím Pétursson. Már Jóhannsson syngur og RögnvaldurValbergsson spilar á orgelið. Kl. 12-13 Hádeaisverður fáanlegur í Hólaskóla Kl. 13: Dagskrá í Hólaskóla þar sem fluttir verða þrír fyrirlestrar. Inn á ntilli stíga ýrnsir á stokk og lesa úrVísnabók Guðbrands. Einnig leiklesa Þorsteinn Gttnnarsson og Valgerður Dan verk úr bókinni. Skúli Skúlason flytur inngangsorð og Bergljót Kristjánsdóttir kynnir Vísnabókina. JónTorfason flytur fyrirlesttir um Guðbrand biskup Þorláksson, Einar Sigurbjörnsson umVísnabókina og samfelluna í íslenskum trúararfi og Kristján Eiríksson urn Vísnabókina og samfelluna í íslenskum skáldskap. Að dagskránni standa Bókmenntafneðistofnun Háskóla íslands, Hólaskóli og Hólanefnd. Allir eru velkomnir. Frá því er flóttamennirnir koniu til Blönduóss. okkar svona Steingrímslega séð, að nú séu fyrir hendi f land- inu einhver hundruð fólks af marglitum, menningarlegum uppruna. Við höfum þegar nokkur hundruð Albani, talsvert af Thailendingum og Filupps- eyingum, Króata og Serba, Pól- verja og Rúmena, Afríkumenn af ýmsu þjóðemi o.s.ffv. Allt er þetta vafalaust til að bæta menningarleysið sem hefur sýnilega vaðið uppi á Islandi undanfarin ár í hinu maigumtal- aða góðæri. Þetta fólk er efa- laust hugsað af hálfu yfirvalda sem dýrmætt krydd í einhæfa, bragðlausa þjóðlífs-súpu sem eftir íblöndun verður vafalaust eins og besta naglasúpa á bragðið, fjölbreytt, safamikil og umfram allt seðjandi! Ekki hvítur og skininn Menn hafa greinilega gleymt að hugsa um menningu í allri markaðshyggjunni. Það verður að leiðrétta þau mistök til fulls og þökk sé Rauða krossi íslands og öðrum máttarvöld- um líknarinnar í samfélagi okkar, að þegar sjást ótvíræð batamerki á þjóðarlíkamanum. Hann er ekki lengur eins hvítur og skininn og hann var og flest bendir til þess að hann verði verulega litríkur í framtíðinni. Við vitum að margar þjóðir eiga fagra og sérstæða menningu og ef við hugleiðum t.d. Rúmena, þá má segja að sérhver Rúmeni sem til landsins kemur, sé jafn- gildi þyngdar sinnar í skartgrip- um fyrir íslenskt samfélag. Við verðum að segja skilið við þröngsýn sjónarmið og hinn dæmigerða torfkofa-hugsunar- hátt íslendingsins. Annars verð- um við seint gjaldgeng í al- þjóðasamfélagið sem Was- hingtonvaldið og Brussellhirð- in eru svo hrífandi fulltrúar fyr- ir. Þjóðleg menning er sam- kvæmt forskriftum alþjóðasam- félagsins negatíf en fjölmenn- ingin er pósitíf og pólitískt séð heppilegri. Samfylkingin skilur þetta út í hörgul og Össur alveg sérstaklega. Meira að segja húnvetnsk Höllustaðahugsun grípur þetta og meðtekur án nokkurra andþrengsla eða hryglu í hálsi. I framtíðinni verður því vafalaust mikil menning á íslandi og þó að hún verði ekki beint íslensk, þá verður hún samt áreiðanlega lit- rík, pósitíf og alþjóðasamfé- lagsvæn. Og er þá ekki allt fengið með því??? Rúnar Kristjánsson. Skagfirska söngsveitin í afmælisheimsókn í tilefni 30 ára afmælis Skagfirsku söngsveitarinnar heldur söngsveitin þrjá tón- leika í Skagafirði um næstu helgi. Á föstudagskvöldið verður sungið í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans og á laug- ardaginn á Sjúkrahúsi Skag- firðinga og í félagsheimilinu Miðgarði. Eingöngu verða flutt lög og ljóð eftir skagfirska höf- unda. Stjórnandi söngsveitar- innar er Björgvin Þ. Valdi- marsson og undirleikari Sig- urður Marteinsson. Ein- söngvarar með kórnum eru þau Kristín R. Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson og Óskar Pétursson. Flutt verða lög og ljóð eftir Pétur Sig- urðsson, Jón Björnsson, Ey- þór Stefánsson, Geirmund Valtýsson, Bjarna Konráðs- son, Kristján Stefánsson og fleiri. Auglýsing í Feyki ber árangur!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.