Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 1
T7EYKIR 6. desember 2000, 42. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Skýrsla frá Hring um félagsheimilin Lagt til að þau minnst notuðu verði seld „Grundvallaratriði er að selja eignir til að lækka rekstrar- kostnað. Lagt er til að minnst notuðu félagsheimilin: Ketilás, Melsgil, Skagasel og Félags- heimili Rípurhrepps verði seld sem fyrst. Um leið og starfsemi Steinsstaðaskóla verði færð í Varmahlíðarskóla verði Árgarð- ur seldur". Þetta eru m.a. tillög- ur sem settar eru fram í skýslu um „Uttekt á félagsheimilum í Skagafirði", sem starfsmenn At- vinnuþróunarfélagsins Hrings unnu að beiðni menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, bæði nefndin og sveitarstjórn Skagafjarðar á eftir að taka þessu skýrslu til umfjöllunar. I skýrslunni, sem vafalaust er ekki að skapi margra íbúa Skagafjarðar en þar er farið ofan í þann vanda sem fylgir rekstri níu félagsheimila í sveit- arfélaginu, segir ennfremur: „Lagt er til að þau félagsheimili sem ekki verða seld verði sér- hæfð meira en nú er. Gerðar verði breytingar á húsnæði Bif- rastar þannig að þar geti þrifist leikhús og hægt sé að standa að metnaðarfullum rekstri í kvik- myndahúsi. Breytingar felast að mestu í að setja upp föst hallandi sæti þannig að aðstað- an verði sambærileg við það sem best gerist. Rekstrargrund- völlur Ljósheima myndi um leið styrkjast mikið þar sem það hús yrði nýtt betur fyrir m.a. erfidrykkjur, einkasamkvæmi, árshátíðir, þorrablót og þess háttar starfsemi. Höfðaborg verður að nýtast áfram sem skólahúsnæði. Miðgarður og Höfðaborg verða áfram þeir staðir sem hýst geta fjölmennari samkomur. Umsjónarmönnum þarf að fækka. Húsvörslu mætti sam- eina talsvert, t.d. sést ekki þörf á því að hafa tæplega tvö stöðu- gildi við húsvörslu í Bifröst og Ljósheimum. Það sama á við um Hofsós, þar sem að stutt er á milli Grunnskólans og Höfða- borgar, en þar eru starfandi tveir húsverðir. Hægt er að samnýta þar starfsfólk og skipta kostn- aði. Líklegt er að þegar starf- semi Steinsstaðaskóla verði af- lögð geti sami húsvörður annast Miðgarð, Árgarð og Melsgil, jafnvel í einhverri samnýtingu við Varmahlíðarskóla", segir einnig í tillögunum, en tekið fram að þetta sé lagt fram með fullri virðingu fyrir starfsmönnunum sem vinna við viðkomandi fé- lagsheimili. Þá kemur fram í til- lögunum að leiga á rekstri fé- lagsheimilanna til einkaaðila sé mjög vænlegur kostur.. I skýrslunni segir að félags- heimilin standi mjög illa fjár- hagslega og í núverandi skipu- lagi sér rekstur þeirra erfiður, og skuldir safnist upp. Skipulag sé óskilvirkt og eftirlit af hálfu sveitarstjórnar hafi veirð mjög lélegt, sérstaklega eigi þetta við um Bifröst. Þá sé eignarhald óljóst þar sem ýmiss félög hafi hætt starfsemi og önnur aldrei lagt neitt til rekstrarkostnaðar. Abyrgð víða óljós þar sem ekki hafi verið ráðnir umsjónarmenn eftir sameiningu sveitarfélag- anna. Of háum fjárhæðum var- ið til reksturs á vannýttu hús- næði. Friðarkeðjan á Kirkjustígnum á föstudagsmorgni 1. desember. Friðarljós frá kirkju að krossi Jólamánuðurinn hóf innreið sína á Sauðár- króki eins og jafnan þegar kveikt var á krossin- um á Nöfunum sem lýsir yfir bæinn fram yfir hátíðirnar. Að þessu sinni stóðu nemendur og starfslið Arskóla fyrir friðarathöfn í samvinnu við Sauðárkrókskirkju. Mynduð var samfeld keðja frá kirkjunni og upp Kirkjustíginn í Nöf- unum að krossinum, um 400 metra leið. Guð- björg Jóhannesdóttir sóknarprestur tendraði frið- arljós við kirkjuna og það var síðan látið ganga upp að krossinum og ljósið tendrað á honum þegar friðarljósið var komið alla leið. Nemend- ur og kennarar kunnu greinilega vel að meta þessa óvenjulegu byrjun á skóladegi. Friðarathöfnin sl. föstudag var liður í þemaviku hjá nemendum Askóla, þar sem viðfangsefnið var vinátta, friður, ástin, trúin og jólin. Aldan veitir til forvarna Á sameiningarfundi stéttarfélaga í Skaga- firði sl. laugardag bar Guðni Kristjánsson nýkjörinn ritari Öldunnar stéttarfélags upp tillögu um að veitt yrði úr sjúkrasjóði félagsins 600 þúsundum til verkefnis er tengdist forvarnarmálum í Skagafirði, en á- form eru uppi um ráðningu forvarnarfull- trúa og stofnun æskulýðsmiðstöðvar. Tillag- an var samþykkt Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri, sem jafnframt var fundarstjóri, notfærði sér aðstöðu sína til að þakka þetta rausnarlega framlag til þessara mála, ekki veitti af fjármununum í þessu efni, en mest bæri þó að þakka þann hug sem þarna byggi að baki. Það var einnig ætlun forsvarsmanna Öld- unnar stéttarfélags að hlúa að öldruðum á þess- um stofhfundi, þó ekki væri með peningafram- lögum. Til stóð að heiðra nokkra af öldnu for- ustufólki í félaginu en þar sem það átti ekki heimangengt á fundinn var ákveðið að láta þá athöfn bíða betri tíma. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.