Feykir


Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 06.12.2000, Blaðsíða 3
42/2000 FEYKIR 3 Brotið blað í verkalýðssögunni þegar Aldan stéttarfélag varð til Blað var brotið í sögu verkalýðsmála í Skagafirði sl. laugardag þegar gengið var frá sameiningu verkalýðsfélags- ins Fram og verkakvennafé- lagsins Öldunnar í eitt félag, sem hlotið hefur nafnið Aldan stéttarfélag. Mikill einhugur ríkti á þessum fundi og kom fram í máli allra er til máls tóku að hér væri um nauðsyn- legt gæfuskref að ræða. Auk ræðuhalda var boðið upp á tónlist á stofnfundinum sem haldinn var í bóknámshúsinu, harmonikkusveit Tónlistarfé- lags Skagafjarðar, svokallaðir Fimmkallarnir léku nokkur lög við góðar undirtektir, svo og sönghópurinn Norðan átta, sem nýlega var stofnaður, en hann skipa að stórum hluta fólk sem sungið hefur einsöng með kórum héraðsins á síð- ustu ámm. í lok fundarins var boðið upp á kaffiveitingar. Það fór eins og margir höfðu ætlað að farið yrði að tillögu uppstillingarnefndar við stjómarkjör í hinu nýja fé- Miðað við tæplega 1000 manna félag var fremur fámennt á fundinum. J --------,------ JK •""¦v ___^^^B __k_j__ \ Jjs ^¦L' i.'-vB f* _F ' _____ __Z_ ^fl ___F ^BM ¦ _______z_______J* Verkalýðsleiðtogar er voru gestir fundarins: Björn Snæ- björnsson, Snær Karlsson, Halldór Björnsson og Valdimar Guðmannsson. Karlakórinn Heimir opnar heimasíðu Karlakórinn Heimir ætlar ekkai að verða eftirbátur ann- arra í því að taka upplýsinga- tæknina í sína þjónustu. Kór- inn hefur nú opnað heimasíðu á netinu þar sem hægt er að nálgast nýjustu fréttir af kór- starfinu ásamt ýmsum öðrum fróðleik. A síðunni eru einnig myndir, tónbrot og fleira. Slóð- in er www.heimir.is Þá má geta þess í leiðinni að nýlega urðu stjórnarskipti í Heimi. Þá lét Þorvaldur G. Oskarsson, sem gegnt hefur formennsku með miklum sóma og dugnaði til fjölda ára, af starfi og við tók Páll Dagbjarts- son. Með Páli í stjóminni eru Jón Hallur Ingólfsson, Gísli Rúnar Konráðsson, Gísli Pét- ursson og Víglundur Rúnar Pétursson. lagi. Jón Karlsson var kjörinn formaður, Asdís Guðmunds- dóttir varaformaður, Guðni Kristjánsson ritari og Guðrún Bjömsdóttir gjaldkeri. Fundar- stjóri var Snorri Bjöm Sig- urðsson sveitarstjóri. Við upphaf fundar fór Jón Karlsson yfir aðdraganda að sameiningu félaganna og sagði að vel hefði verið vand- að til hennar. Því næst var far- ið yfir lög og samþykktir fé- lagsins og voru engar athuga- semdir gerðar við þær á fund- inum. Þá fékk einnig mjög góðan hljómgrunn á fundinum tillaga um stofnun kjaradeildusjóðs, sem í daglegu tali eru kallaðir verkfallssjóðir, en hjá hvorugu félaginu höfðu verið til slíkir sjóðir. Var samþykkt að 10% innheimtra félagsgjalda rinnu í þann sjóð og lög sjóðsins yrðu tilbúin áður en til aðalfundar kæmi 2001. Var mál forustu- manna nýja félagsins, Jóns Karlssonar og Asdísar Guð- mundsdóttur og verkalýðs- leiðtoga sem gestir voru á fundinum, að stofnun kjara- deilusjóðsins væri hið mikil- vægasta mál og ekkert sé sterkara er til kjaradeilu kæmi og nauðsynlegur bakhjarl. Sterkur verkfallssjóður væri það vopn sem atvinnurekend- ur hræddust mest. Jón Karlsson nýkjörinn for- maður Öldunnar stéttarfélags kvaðst ekki í neinum vafa um Jón Karlsson var kjörinn formaður félagsins og Ásclís Guð~ mundsdóttir varaformaður. Snorri Björn tv. var fundarstjórí. að þessi sameining yrði til þess að efla stöðu verkafólks í Skagafirði. „Við erum sterkari saman", sagði Jón,en kvaðst ekki ætla að fara að rekja það hversvegna þetta hefði ekki gerst fyrr. Nýja félagið telur tæplega þúsund félaga og Valdimar Guðmannsson for- maður Samstöðu, einn gesta er til máls tóku, fagnaði mjög sameiningu félaganna og kvaðst þess fullviss að þetta væri vísirinn að því að verk- slýðsfélög í Skagafirði og Húnaþingi myndu sameinast í eitt félag. Þetta væri aðallega spuming um vegalengdir þar sem að félögin hefðu það sama við að fást. Með tílkomu Þverárfjallsvegar yrði styttra fyrir sig að fara á Sauðárkrók en vestur á Hvammstanga, þannig að á því sæju allir hve landfræðilega það lægi vel við að allt þetta svæði yrði eitt fé- lags- og atvinnusvæði. Ýmsir skemmtilegir punkt- ar komu fram á fundinum, m.a. þegar Ásdís Guðmunds- dóttir vitnaði í lög sjúkrasjóða félaganna, þar sem að hún var að spauga með það að mis- munurinn á félögnum kæmi kannski best fram í því að í lögum sjúkrasjóðs Fram hefði verið kveðið á um að heimild væri til að greiða sjúkravist á SÁÁ, en í sjúkrasjóði Öldunn- ar ákvæði um greiðslu frjó- semisaðgerðar fyrir félagskon- ur. Segja má að þessi stofn- fundur hafi verið hálfgerð hallelújasamkoma og nánast eina gagnrýnin sem fram kom á fundinum var frá Sigmari Jó- hannssyni frá Sólheimum þar sem honum fannst hlutur íbúa utan Sauðárkróks ansi rýr varðandi kjör í stjórnir og nefndir félagsins. Snorri Bjöm Sigurðsson fundarstjóri lét í veðri vaka að þessu mætti breyta strax á fyrsta aðalfundi nýja félagsins sem verður væntanlega í aprílmánuði í vor. BYGGÐASTOFIMUN Byggðastofnun óskar efiir 700-800 fermetra skrifstofuhúsnæði á Sauðárkróki til leigu eða kaups. Æskilegt er að húsnæðið sé á einni hæð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Byggðastofnunar, Skagfirðingabraut 21 (sími 455 6200)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.